Vestfirska fréttablaðið - 30.06.1977, Side 12
Auglýsing um
verslunartíma:
VERSLUNIN EROPIN
mánudaga til föstudaga frá kl. 9 til 18
í júlí og ágúst er lokað á laugardögum.
BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR
Hafnarstræti 2 og 4, sími 3123
ísfirðingar óheppnir í
tveim síðustu leikjum
Búningakista f.B.f. liðsins.
Annarar deildar lið Í.B.I.
hefur nú fengið sex stig i
íslandsmótinu í knatt-
spyrnu, og er nú i sæti í
deildinni. Sl. laugardag
keppti liðið við Selfoss á
Torfnesvelli. Lauk þeim leik
með jafntefli, einu marki
gegn einu. Leik Í.B.f. og
Þróttar, Reykjavík, sem fram
fór á Laugardagsvelli 18.
júní sl. lauk með sigri Þrótt-
ar, sem skoraði þrjú mörk
gegn tveimur mörkum ísfirð-
inga.
Framhald á 10. síðu
„Það hefur aldrei
staðið á töflunni
Í6
Það tekur aðeins 45 mínútur að fljúga milli Reykjavíkur
og (safjarðar. Það þýðir að þeir sem nýta tíma sinn vel, geta
farið frá ísafirði með morgunvél, haft samkvæmt áætlun
Flugfélags íslands fáeinar klukkustundir til sinna erinda í
Reykjavík og komið aftur hingað með kvöldvél. En því
miður koma tíðar fyrirvaralitlar breytingar á flugáætlun í veg
fyrir að þessu sé að treysta. Hefur það þráfaldlega komið
fyrir að brottfarartíma áætlunarvéla hefur verið breytt. án
þess að veðurfarslegar ástæður eða önnur flugskilyrði hafi
valdið því. Er þetta því bagalegra, sem vestfirðingar eru
allra landsmanna háðastir flugsamgöngum.
Ekkert er við því að segja,
þótt flugáætfun bregðist
vegna slæmra flugskilyrða,
en þegar rækilega kynntur
áætlunartími er færður til
fyrirvaralítið, vegna þess er
mönnum virðist duttlungar
einir eða tilviljanir, þá er þar
komið að farþegum finnst
nóg um. Við bætist svo á
tíðum, að fólk fær rangar
upplýsingar hjá starfsmönn-
um F.f. um brottfarar-og
komutíma áætlunarvéla.
Slíks eru dæmi, að farþegar
hafa fengið tilkynningu um
seinkun á áætluðum brott-
farartíma úr Reykjavík og
þeir beðnir að hafa samband
við afgreiðslu F.í. á tilteknum
tíma síðar sama dag, að þeir
hafi þá fengið að vita að
flogið hafi verið til ísafjarðar
Framhaldá 11.síðu
Skora á
konurað
standa
gegn
áfengis
og fíkni-
efnaneyslu
ísfirskar konur minntust
kvenréttindadagsins 19.
júní með fjölsóttum fundi í
hinum vistlegu húsakynn-
um Hótel Eddu.
Aðalræðu dagsins flutti
frú Sigurlaug Bjarnadóttir,
alþingismaður. Rakti hún
þróun kvenréttindamála
allt frá upphafi og til vorra
daga. Hún minntist þeirra
er staðíð hafa í fylkingar-
Framhald á 11. síðu
Philinc- Kæliskapar
l I 11II|Jö. Litasjonvorp
. ... Ryksugur
PhÍIÍpS: Kaffivélar
POLLINIM HF
Handþeytarar
i hllipS: Hljómflutningstæki
Isafirdi
Sími3792
. ... Þvottavélar
Phllips: Eldavélar
Ferðamiðstöðin hf.
Fundur um málefni
félagsheimila
á Vestfjörðum
Þriðjudaginn 31. maí sl. efndi Fjórðungssamband Vest-
firðinga tilfundar með stjórnum og forstöðumönnum félags-
heimila á Vestfjörðum. Hófst fundurinn í Félagsheimilinu i
Hnífsdal kl. 13,oo. Fundinn sóttu, auk formanns og starfs-
manna Fjórðungssambandsins, fulltrúar frá flestum félags-
heimilum í fjórðungnum.
Formaður stjórnar Fjórð-
ungssambands Vestfirðinga,
Ólafur Þórðarson, bauð
þátttakendur velkomna og
gerði þeim grein fyrirtilgangi
fundarins.
Guðmundur H.lngólfsson,
flutti framsöguerindi ummál-
efni félagsheimilanna á Vest-
fjörðum. Var erindi Guð-
mundar yfirgripsmikið og
Framhald á 11. síðu
Vinna að skýrslu
og tillögugerð
um íslenskan
skipasmíðaiðnað
Sl. laugardag voru á ferð hér á ísafirði og í Bolungarvík
þrír menn á vegum Iðnþróunarstofnunar fslands. Erindi
þeirra var að skoða og afla sér upplýsinga um skipasmíða-
stöð og vélsmiðjur hér.
Þeir Sigurður Ingvarsson,
rekstrarstjóri hjá Kochums
skipasmíðastöðvunum
sænsku, Ingimar Hansson,
rekstrarverkfræðingur og
Sveinn Guðmundsson, við-
skiptafræðingur, fulltrúi
Landssambands iðnaðar-
manna vinna nú fyrir Iðn-
þróunarstofnun íslands, að
gerö skýrslu um ástand
dráttarbrauta, vélsmiðja og
annarra iðnaðarfyrirtækja er
tengjast skipasmiðaiðnaði á
landinu. Er ætlunin að þeir
geri tillögur um umbætur og
framtíðaruppbyggingu í
skipasmíðaiðnaði og
hugsanlegt tengsl þeirra
aðila er að honum vinna.
Þeir komu hingað vestur
sl. laugardag og skoðuðu M.
Bernharðssonarskipasmíða-
stöð hf., Vélsmiðjuna Þór hf.
og Vélsmiðju Bolungarvíkur
hf. Áttu þeir viðræður við for-
svarsmenn þessarra fyrir-
tækja. Þá sátu þeir hádegis-
verðarfund á Hótel Eddu
með bæjarráðsmönnum á
ísafirði, bæjarstjóra
og bæjarritara, ásamt Jó-
hanni T. Bjarnasyni, fram-
kvæmdastjóra Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga.
Frá hádegisverðarfundinum.
1
Skrifstofan á ísafirði er að
Hafnarstræti 2, 2. hæð.
Hún er opin virka daga
kl.16-18. Sími 4011.
Heimasími 3100