Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 12
Suðureyri 12 ÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIU Byggja dagvistunarheimili fyrir sextíu börn Nýkomiö Gerö fjárhagsáætl- unar fyrir Suöureyrar- hrepp er nú lokið. Helstu verkefni, sem á- ætlað er að vinna aö á þessu ári er aö Ijúka vinnu viö lagnir fyrir hitaæituna, Ijúka byggingu átta leiguí- búöa, sem hafin var á síðasta ári, steypa göt- ur, byggja viö barna- skólann og hefja bygg- ingu dagvistunarheim- ilis fyrir börn. Kristján Pálsson, sveit- arstjóri, sagði í viðtali við blaðið, að lagningu dreifi- kerfis fyrir hitaveitu í bæn- um væri nú mestu lokið. Aðeins á eftir að leggja í götur efst í bænum, til að ná til nokkurra húsa þar. í sumar verður settur upp 300 tonna miðlunargeymir fyrir heitt vatn, en hann var keyptur frá Fiskimjöl hf. á ísafirði sl. sumar. Kristján sagði að fyrir- hugað væri að steypa 430 lengdarmetra af götum í sumar, eða um 3000 fer- metra. Er það álíka mikið og steypt var á síðasta ári. Þetta er unnið algerlega með tækjum hreppsins, en ákveóinn aðili fenginn til að vinna verkið. Lítilsháttar var unnið við grunn viðbyggingar Barnaskóla Suðureyrar sl. haust, en um síðustu mán- aðamót var boðin út vinna við að gera bygginguna fokhelda, fullbúna að ut- an, með frágenginni lóð. Hér er um að ræða tvær handavinnukennslustofur og eina almenna kennslu- stofu. Tilboð verða opnuð um næstu mánaðamót. Fyrirhugað er að hefja á Suðureyri byggingu dag- vistunarheimilis fyrir börn á þessu ári. Það verður 240 ferm. timburhús, sem á að geta vistað um sextíu börn. Unnið verður við það fyrir um 12 millj. króna og er áætlað að það sé um þriðj- ungur heildarkostnaðar við byggingu dagvistunar- heimilsisins. Ríkið greiðir helming kostnaðar við bygginguna, hreppurinn einn fjórða, en ýmis félög / » og félagasamtök einn fjórða. Aætlað er að dag- vistunarheimilið verði til- búið til notkunar árið 1980. Ný bílavog verður sett upp við höfnina í sumar. Undanfarna viku hefur Björn Helgason dvalið á Suðureyri og kennt skóla- börnum á skíðum. í kennslunni hjá Birni eru sjötíu og fimm börn og eru þau til skiptis tvær stundir á dag. Komin er til lands- Frá Suóureyri FORD D-800 til sölu 8,5 TONNA VÖRUBÍLL ÁRGERÐ 1966, PALLLAUS Upplýsingar í síma 3867 og 3603 Rækjuverksmiðjan hf. Húsgagnaverslun ísafjarðar Sími 3328, ísafirði Mikið úrval af svefnsófum, eins og tveggja manna. Verð mjög hagstætt Gott þurrt timbur af ýmsum stæröum. GEYMT í HÚSI TIMBURVEBSLUNIN ÍSAFIRÐI^ : BJÖRK Lyfta af Stadeli gerð ins skíðalyfta af Stádeli verða sett upp fyrir næsta gerð, sem Súgfirðingar vetur í fjallinu ofan við hafa keypt. Mún hún flugvöllinn. á.s. Sá maður, sem segir að konan hans kunni ekki Tár eru kvenleg vatns- að taka gamni, gleymir orka, notuð til að yfir- sjálfum sér. vinna mannlegan styrk. ísafjarðarkanpstaður ÚTBOÐ ísafjarðarkaupstaður óskar eftir tilboð- um í byggingu á rotþró fyrir Holtahverfi á ísafirði. Útboðsgögn verða afhent á Tækni- deild ísafjarðarkaupstaðar, Austurvegi 2, gegn skilatryggingu að upphæð kr. 10.000. Tilboð verða opnuð á Tæknideild mánudaginn 22. maí 1978 kl. 14,00 í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þar verða staddir. TÆKNIDEILD ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐAR

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.