Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 7

Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 7
síðan vinna eftir. Framhaldskólakennarar eru vanir að vinna eftir miðstýrðum námskrám og brautalýsingum. Það að skólar fái frjálsari hendur en áður til að ákvarða námsval og áherslur er nýjung og áhugavert verður að fylgjast með hvernig úr því spilast. Þetta gefur skól- unum tækifæri til að mynda sér sérstöðu á markaði þar sem töluverð samkeppni ríkir en þessi mismunur á námsvali eftir skólum getur þó líka valdið því að erfiðara er fyrir nemendur að skipta um skóla efir að þeir hafa hafið nám. Nýjar brautir Vinna við áfangalýsingar fór fram í deildum skólans og þau gögn sem notuð voru til grundvallar á áfanga- lýsingum var einkum Aðalnámskrá framhaldskóla frá 2011. Í tungumáladeildunum var Evrópski tungumál- aramminn skoðaður og matsramminn notaður. Einnig var töluvert efni notað til viðmiðunar frá öðrum skól- um, ekki síst þeim skólum sem þegar voru komnir með mótaðar áfangalýsingar á netið eins og Kvennaskólinn og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ. FB er blandaður skóli með hefðbundnar bóknáms- brautir, íþróttabraut, tölvubraut, starfsbraut, fram- haldsskólabraut, listnám og verklegar greinar s.s. húsasmíði, rafvirkjun, sjúkraliðanám og snyrtifræði. Bóknámsbrautirnar fengu ný heiti og kallast nú hug- vísindabraut, náttúruvísindabraut og félagsvísindabraut. Á nýju brautunum er gert ráð fyrir þriggja ára námi með þéttum kjarna ásamt frjálsu vali, alls 200 framhalds- skólaeiningar eða 120 einingar skv. gamla kerfinu. Þau erlendu tungumál sem kennd eru í FB eru danska, enska, spænska og þýska. Enska og danska eru í kjarna allra brauta skólans, einnig verknámsbrauta. Allir nemendur skólans eiga að taka dönsku þó að rætt hafi verið um að taka dönsku út á nokkrum verk- námsbrautum. Því var sem betur fer ekki tekið vel af stjórnendum, enda bent á að allmargir nemendur fara í framhaldsnám til Norðurlanda, svo ekki sé minnst á allan þann fjölda sem vinnur á Norðurlöndunum í lengri eða skemmri tíma. Þriðja tungumálið er einung- is kennt á bóknámsbrautunum og fjórða tungumálið er einungis á hugvísindabraut. Breytt tungumálanám Í FB voru grunnáfangar í ensku og dönsku tveggja ein- inga og boðið var upp á hægferðir sem voru tveggja Fyrir nokkrum árum var lögum um framhaldsskóla breytt. Eitt af því sem breytingarnar á lögunum höfðu í för með sér var að í stað miðstýrðrar námskrár máttu skólar sjálfir ákvarða námsval sitt og skipuleggja braut- ir sínar og lýsingar á áföngum sem á þeim áttu að vera. Að vísu var áfram eitthvað til sem hét Aðalnámskrá en í stað nákvæmra lýsinga á hverjum áfanga fyrir sig voru þar gefnar upp leiðbeiningar um hæfni, þekkingu og leikni sem nemendur áttu að búa yfir í lok náms á svokölluðum þrepum. Það sem skólum var gefið í upphafi var að brautir mættu vera opnar, að nemendur gætu prjónað saman sitt eigið nám og að allir áfangar ættu að vera jafnir og metnir eins til stúdentsprófs, svo lengi sem nemandi lyki ákveðinni prósentu náms síns á fyrsta, öðru og þriðja þrepi. Seinna breyttist þetta því kröfur komu frá Menntamálaráðuneytinu um að nem- endur ættu að ljúka ákveðnum áföngum. Einnig þyrfti að taka tillit til hvaða kröfur eru gerðar um inngöngu í æðri menntastofnanir og að sjálfsögðu einnig í verk- legum greinum þar sem kröfur fagfélaganna koma til. Miðstýring afnumin — samkeppni Í FB var farið af stað með að laga námsframboð að nýrri námskrá veturinn 2012–13. Byrjað var á að skoða og skipuleggja nýjar brautir og hvaða fög og áfangar ættu að vera á hverri braut. Brautakerfinu var breytt, ekki síst með tilliti til þess að bóknám til stúdentsprófs var stytt og skilgreiningin á námi nemenda var breytt með tilkomu þrepanna. Þegar brautalýsingar voru tilbúnar, var hafist handa við áfangalýsingar. Vinnan við áfangalýsingar var nánast alfarið sett í hendurnar á kennurum skólans og mætti það nokkurri andstöðu, meðal annars vegna þess að ekki þótti ljóst hvernig greitt yrði fyrir þá vinnu. En á sama tíma var litið á þetta sem tækifæri fyrir kenn- ara til að fá sjálfir að móta þá ramma sem þeir myndu MÁLFRÍÐUR 7 Gunnhildur Guðbjörnsdóttir, dönskukennari og fagstjóri tungumáladeildar FB. Tungumál í nýrri námskrá Fjölbrautaskólans í Breiðholti

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.