Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 17

Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 17
prófa eitthvað nýtt. Nýlega reyndi ég að setja námið upp sem stigakeppni þar sem nemendur höfðu meira val í verkefnum og fengu stig. Ég er ánægð með hug- myndina en hún virkaði ekki eins vel og við var búist svo hún er enn í þróun. Einnig höfum við mikið verið að taka nemendur í litlum hópum úr kennslu- stundum til að þjálfa þau með munnlegum æfingum. Það hefur tekist mjög vel og hefur reynst einstaklega skemmtilegt, sérstaklega eftir að við fluttum í nýtt húsnæði þar sem við erum nú með sérstaka umræðu- stofu. Við sem kennum í FMOS gerum okkur grein fyrir því að það er mikil vinna að læra að kenna og meta á þennan hátt. Við viljum hjálpa nemendum að ná árangri, að þeir sjái tilgang með náminu og að námið veki áhuga hjá þeim. Við viljum nota kennsluaðferðir sem við vitum og trúum að beri árangur og það er undir okkur komið að þróa þær á þann hátt að það komi vel út fyrir alla. Nemendur okkar hafa verið ánægðir með kennsluhættina og kennarana. Þeir sem hafa útskrifast frá okkur og eru í framhaldsnámi tala um hversu vel undirbúnir þeir séu þegar kemur að því að vinna að verkefnum og taka ábyrgð á náms- framvindu. Við erum sífellt að læra, bæði hvert af öðru og af nemendum, og lesa okkur til. Við vitum að við erum engir sérfræðingar en við höfum öðlast dýrmæta reynslu í gegnum árin og höldum áfram að vinna ötullega að því að bjóða upp á nútímalegar kennsluaðferðir. komið fram eru þessar aðferðir alltaf í þróun og á hverju skólaári prófum við okkur áfram með nýjar leiðir. Við reynum að setja okkur ávallt í spor nemenda og sjá fyrir okkur hvernig leiðsagnarmat hentar hverju sinni og að það leiði nemandann áfram í námi. Undanfarin ár höfum við séð mikla gagnsemi í munnlegu leiðsagnarmati og hversu mikilvægt samtal á milli kennara og nemenda er um námsefni og stöðu nemandans. Við teljum að endur- skil nemenda séu stór þáttur í úrvinnslu nemenda á leiðsögn okkar. Án endurskila er engin úrvinnsla og þá nýtist leiðsagnarmatið ekki að fullu. Í spænskunni notumst við mikið við munnlegt leiðsagnarmat fyrir stutt tímaverkefni. Þá setjumst við niður með nemendum og lesum verkefnið yfir til að athuga hvort þeir hafi skilið efnið og unnið það rétt. Komi það í ljós að nemandinn hafi ekki skilið efnið nógu vel, er strax unnið í því og reynt að útskýra það betur fyrir honum. Í stærri verkefnum styðjumst við meira við skriflegt leiðsagnarmat og þá þurfa nem- endur að skila verkefninu aftur til kennara, endur- unnu. Sérstaklega er gefið fyrir endurvinnslu á verk- efninu í námsmati. Þegar nemendur taka hlutapróf fá þeir námsmat í stöðluðum spænskum orðum en fá svo að leiðrétta prófið og hækka sig upp sé það vel leiðrétt. Markmiðið er auðvitað að nemandinn læri af prófinu og þá sérstaklega því sem var ekki rétt. Staðan í dag Við í FMOS erum sífellt að reyna að finna nýjar leiðir til þess að gera námið áhugavert fyrir nemendur og MÁLFRÍÐUR 17 Hópvinna á ganginum.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.