Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 26

Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 26
 Í þessari samantekt ætla ég að segja lítillega frá sam- tökunum English Speaking Union (ESU), hvernig starf- semi þeirra er háttað hér á landi og á heimsvísu. Síðan reifa ég samstarf Félags enskukennara á Íslandi (FEKÍ) og ESU á Íslandi en ver meginhluta greinarinnar í að lýsa alþjóðlegu ræðukeppninni sem við tókum fyrst þátt í árið 2010 og undankeppninni hér á landi til að velja keppendur sem fara til Lundúna og etja kappi við jafnaldra sína frá meira en 50 löndum. English Speaking Union ESU eru alþjóðleg góðgerðarsamtök sem stofnuð voru 1916 í því augnamiði að nýta enska tungu til að stuðla að skilningi og vináttu milli þjóða. Markmiði sínu vinna þau að með ráðstefnum, fyrirlestrum, fræðslu- starfsemi og styrkveitingum. Höfuðstöðvar þeirra eru í Lundúnum en deildir starfa víðsvegar á Bretlandseyjum og um heim allan. Áhersla er lögð á að styrkja alls konar fræðslustarfsemi einkum til eflingar ræðumennsku. Til frekari glöggvunar sjá: www.esu.org og www.esu.is. ESU á Íslandi Á Íslandi hófst undirbúningur að þátttöku okkar í samtökunum haustið 2008 en fullgilding fór síðan fram með pompi og prakt haustið 2011 með gestum hvaðanæva að úr heiminum. ESU hefur í samstarfi við Alþjóðastofnun HÍ staðið að fyrirlestrum erlendra gesta, stutt Þjóðminjasafnið vegna fyrirlestra um jóla- sveina og haldið menningarkvöld þar sem erlendum samborgurum er boðið að segja frá upprunalandi sínu, menningu og siðum. Nú þegar höfum við kynnst betur Noregi, Filippseyjum og Ghana. Kennarar hafa farið héðan á Shakespeare sumarnámskeið í Globe leik- húsinu og verið boðið á kynningu á því hvernig megi þjálfa nemendur í ræðulist. Frá upphafi fannst stjórn enskukennarafélagsins sjálfsagt að taka þátt í starfi ESU vegna þeirra mögu- leika sem opnast kennurum og nemendum. Hlutverk FEKÍ í samstarfinu hefur aðallega verið fólgið í því að skipuleggja árlega ræðukeppni til að velja fulltrúa okkar í alþjóðlegri ræðukeppni IPSC (International Public Speaking Competition) sem haldin er ár hvert í Lundúnum. IPSC ESU heldur árlega keppni IPSC (International Public Speaking Competition) en í henni keppa þátttakendur frá yfir 50 löndum. Við sendum fyrst keppendur árið 2010 en til þess að velja fulltrúa okkar höfum við efnt til keppni meðal framhaldsskólanema en keppendur eiga að vera á aldrinum 16–20 ára. Rétt er að benda á að háskólanemar á þessum aldri eru jafn gjaldgengir. Með þátttöku okkar í þessari keppni vonaði FEKÍ að kennarar nýttu sér tækifærið til að leggja meiri áherslu á talað mál í samræmi við námskrá, efndu til keppni í sínum skóla og sendu þrautþjálfaða sveit til aðalkeppninnar. Því miður hafa fáir skólar gripið þetta tækifæri á lofti þannig að ekki hefur komið til margra daga riðlakeppni. Hins vegar hafa sendiráðsmenn og aðrir sem hlýtt hafa á málflutning ungmennanna í ræðum sínum undrast framgöngu þeirra og málsnilld. Keppnin sjálf Haustið áður en keppnin fer fram er ákveðið hvaða þema keppendur eiga að styðjast við t.d. „Words are not Enough“ eða „Culture is not a Luxury but a Necessity.“ Ræðan skal vera sem næst 5 mínútur að lengd, titill er að eigin vali og síðan svarar ræðumaður spurningum í 4–5 mínútur. Þær geta komið frá viðstöddum, dóm- urum eða jafnvel ræðustjóra. Ræðukeppnin er ekki próf í ensku þótt vissulega sé ákveðin færni í málinu nauðsynleg til að koma hugsunum til skila. Af 100 stigum sem hæst eru gefin geta keppendur fengið 35 fyrir ræðuflutning, 35 fyrir röksemdafærslu, 15 fyrir uppbyggingu og meðferð áhersluatriða og 15 fyrir það hvernig þeir bregðast við spurningum að ræðu lokinni. Dómarar eru beðnir um að meta hvernig ræðumaður ber sig og hvaða sambandi hann nær við áhorfendur, hversu sann- færandi hann er og leikinn í að bregðast við spurn- ingum. 26 MÁLFRÍÐUR Jón Ingi Hannesson, ensku- kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Samstarf Félags enskukennara og English Speaking Union

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.