Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 4

Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 4
Í þetta sinn vantar nafn Ásmundar Guðmundssonar á listann yfir fulltrúa í ritstjórn Málfríðar. Það er í fyrsta sinn í sögu Málfríðar sem kom fyrst út í des- ember 1985. Ásmundur hefur verið fulltrúi Félags þýzkukennara öll árin enda hefur hann aðallega kennt þýsku við Menntaskólann í Reykjavík. Fljótlega gerð- ist Ásmundur eins konar framkvæmdastjóri Málfríðar. Hann sá um samband ritstjórnar við prentsmiðjuna, um að koma blaðinu í dreifingu og líka um fjármál blaðsins en blaðið var lengi vel sjálfstæð eining í STÍL með eigið bókhald og taldi fram til virðisaukaskatts. Hér með þakkar ritstjórn Málfríðar Ásmundi fyrir hartnær 30 ára starf fyrir blaðið. Lifðu heill, Ásmundur! Á aðalfundi Samtaka tungumálakennara á Íslandi þann 6. mars s.l. var kosin ný stjórn. Petrina Rós Karlsdóttir, frönskukennari við Mennta­ skólann við Sund, leiðsögumaður og löggiltur skjala­ þýðandi, var kosin formaður STÍL. Petrína Rós er tilnefnd af félagi frönskukennara. Hún hefur langa reynslu af tungumálakennslu á öllum skólastigum svo og fullorðinsfræðslu, skipulagi og umsjón endur­ menntunarnámskeiða fyrir kennara, námsefnisgerð og dómnefndarstörfum. Petrina Rós var formaður félags frönskukennara á árunum 1991­96, hún hefur einnig verið í stjórn Bandalags þýðenda og túlka og Félags leiðsögumanna. Petrina Rós tekur við af Brynhildi Önnu Ragnarsdóttur sem verið hefur formaður undan­ farin ár kosin af félagi dönskukennara. Aðrir í stjórn eru: • Brynja Stefánsdóttir, gjaldkeri, Félagi dönsku­ kennara á Íslandi (FDK). • Elna Katrín Jónsdóttir, Félagi þýzkukennara á Íslandi (FÞ). • Erla Bolladóttir, Ísbrú. • Hrefna Clausen, Félagi frönskukennara á Íslandi. • Lilja Ágústa Guðmundsdóttir, ritari, Félagi ensku­ kennara á Íslandi (FEKÍ). • Svanlaug Pálsdóttir, vefstjóri, Félagi spænsku­ kennara á Íslandi (AIPE). 4 MÁLFRÍÐUR Petrína Rós Karlsdóttir Ásmundur Guðmundsson Ásmundur Guðmundsson Ný stjórn STÍL

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.