Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 4
Í þetta sinn vantar nafn Ásmundar Guðmundssonar
á listann yfir fulltrúa í ritstjórn Málfríðar. Það er í
fyrsta sinn í sögu Málfríðar sem kom fyrst út í des-
ember 1985. Ásmundur hefur verið fulltrúi Félags
þýzkukennara öll árin enda hefur hann aðallega kennt
þýsku við Menntaskólann í Reykjavík. Fljótlega gerð-
ist Ásmundur eins konar framkvæmdastjóri Málfríðar.
Hann sá um samband ritstjórnar við prentsmiðjuna,
um að koma blaðinu í dreifingu og líka um fjármál
blaðsins en blaðið var lengi vel sjálfstæð eining í STÍL
með eigið bókhald og taldi fram til virðisaukaskatts.
Hér með þakkar ritstjórn Málfríðar Ásmundi fyrir
hartnær 30 ára starf fyrir blaðið. Lifðu heill, Ásmundur!
Á aðalfundi Samtaka tungumálakennara á Íslandi
þann 6. mars s.l. var kosin ný stjórn.
Petrina Rós Karlsdóttir, frönskukennari við Mennta
skólann við Sund, leiðsögumaður og löggiltur skjala
þýðandi, var kosin formaður STÍL. Petrína Rós er
tilnefnd af félagi frönskukennara. Hún hefur langa
reynslu af tungumálakennslu á öllum skólastigum
svo og fullorðinsfræðslu, skipulagi og umsjón endur
menntunarnámskeiða fyrir kennara, námsefnisgerð og
dómnefndarstörfum. Petrina Rós var formaður félags
frönskukennara á árunum 199196, hún hefur einnig
verið í stjórn Bandalags þýðenda og túlka og Félags
leiðsögumanna. Petrina Rós tekur við af Brynhildi
Önnu Ragnarsdóttur sem verið hefur formaður undan
farin ár kosin af félagi dönskukennara.
Aðrir í stjórn eru:
• Brynja Stefánsdóttir, gjaldkeri, Félagi dönsku
kennara á Íslandi (FDK).
• Elna Katrín Jónsdóttir, Félagi þýzkukennara á
Íslandi (FÞ).
• Erla Bolladóttir, Ísbrú.
• Hrefna Clausen, Félagi frönskukennara á Íslandi.
• Lilja Ágústa Guðmundsdóttir, ritari, Félagi ensku
kennara á Íslandi (FEKÍ).
• Svanlaug Pálsdóttir, vefstjóri, Félagi spænsku
kennara á Íslandi (AIPE).
4 MÁLFRÍÐUR
Petrína Rós Karlsdóttir
Ásmundur
Guðmundsson
Ásmundur Guðmundsson
Ný stjórn STÍL