Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 20
í ensku í grunnskóla uns þeir fara í ensku hjá faglærð- um enskukennurum í framhaldsskóla. Ég hræðist það ekki að geta ekki fundið einstakling í framtíðinni sem býr yfir góðri enskukunnáttu, heldur hef ég áhyggjur af því að einstaklingur sem hefur ekki fengið góða og krefjandi enskukennslu við upphaf tungumálanámsins muni eiga erfitt með að meðtaka flóknari og erfiðari ensku þegar á líður, og þá sérstaklega fræðilega ensku, sem virkilega reynir á í öllu háskólanámi og á starfs- vettvangi. Ætla má að um 25% nemenda eigi í erfiðleikum með að lesa fræðilegan texta á ensku (Róbert Berman, 2010). Gerður Guðmundsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir (2014) halda því fram að íslenskir háskólanemendur hafi ekki nægilega góða enskukunnáttu til að ráða við fræðilegan texta á ensku. Sé það raunin nú árið 2015 getum við ekki búist við breytingum hvað það varðar á meðan okkur tekst ekki að fjölga faglærðum enskukennurum í grunnskólum landsins. Þar er lagð- ur grunnur að tungumálinu sem er grundvöllur fyrir áframhaldandi enskunám í framhaldsskóla. Óformleg könnun Í viðleitni minni til að reyna að finna út hvers vegna svo fáir kennaranemar velja ensku sem kjörsvið spurði ég 20 þeirra sem ég hitti af tilviljun á Menntavísindasviði 24.–26. febrúar sl. Ég spurði þá hvaða kjörsvið þeir höfðu valið sér og hvort enska hefði e.t.v. orðið fyrir valinu. Enginn af þeim sem ég spurði hafði valið ensku sem kjörsvið en þó hafði einn nemandi setið eitt val- námskeið sem tengdist enskukennslu. Fjögur meginatriði komu fram hjá þeim einstakling- um sem sátu fyrir svörum: • Þau höfðu valið sitt kjörsvið því þá langaði til að kenna það fag og ekkert annað kom til greina. • Þau töldu sig ekki búa yfir nægilegri færni í ensku til þess að geta kennt það og þá sérstaklega ekki á unglingastigi. • Þrátt fyrir að sumir viðmælenda minna töldu sig búa yfir góðri enskukunnáttu þá hræddust þau hugmyndina að kenna unglingum. Þau höfðu meðvitað valið að kenna yngri nemendum til þess að þurfa ekki að takast á við unglingsárin. • Þau bjuggu yfir röngum eða ófullnægjandi upp- lýsingum. Þeim hafði ekki hugkvæmst að taka ensku sem auka kjörsvið, sem er mögulegt, en einn aðili af þeim 20 sem ég spurði, hélt að ef Við sem kennum ensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands höfum áhyggjur af því hversu mikið kennaranemum sem velja ensku sem kjörsvið hefur fækkað undanfarin ár, frá því að vera 10–20 nemendur á ári í 4–6 nemendur. Reyndar hefur grunnskólakenn- aranemum fækkað verulega síðustu ár og þá sérstak- lega síðan kennaranámið var lengt í fimm ára nám. Árið 2006 voru nemendur 263, árið 2010 voru þeir 157 en einungis 95 árið 2013. Þessi fækkun hefur leitt til fækkunar nemenda á öllum kjörsviðum, ekki síður á enskukjörsviði en öðrum. Enska hefur aldrei verið sérstaklega fjölmennt kjör- svið á Menntavísindasviði en ensk kennslufræði hefur þó verið vinsælt námskeið hjá erlendum skiptinemum okkar og öðrum nemum í Háskóla Íslands. Ég hef áhyggjur af því hversu fáir kennaranemar hafa áhuga á að sérhæfa sig í enskukennslu á grunnskólastigi og hvaða áhrif það mun hafa á árangur í enskukennslu til lengri tíma litið. Fræðileg enska Ég hef ekki áhyggjur af því að einn daginn geti Íslendingar ekki gert sig skiljanlega sem ferðamenn erlendis, né heldur sem gestgjafar hér heima, þar sem óformleg enska er mikið notuð nú til dags í fjölmiðlum og á netinu. Eins og fram kemur í rannsókn Samúel Lefever (2010) búa íslensk börn þegar yfir grunnfærni í ensku er þau hefja eiginlegt nám í ensku í grunn- skóla og telja má víst að allir muni búa yfir þeirri færni óháð því hvort þeir hafi öðlast enskukennslu hjá fag- lærðum enskukennurum eða ekki. Samkvæmt upplýs- ingum frá Menntamálaráðuneytinu hefur alltaf verið vöntun á faglærðum enskukennurum í grunnskólum (Menntamálaráðuneytið, 2006) og því miður sitja sumir nemendur uppi með það að fá fábreytta kennslu 20 MÁLFRÍÐUR Róbert Berman, dósent í ensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Hvers vegna velja þau ekki ensku?

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.