Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 27

Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 27
Æskilegt væri að fleiri skólar tækju þátt í keppninni sem hefur oftast verið haldin um miðjan febrúar í húsa- kynnum Háskólans í Reykjavík. Undantekningarlítið virðast keppendur hafa haft gaman af að spreyta sig og þeir kennarar sem viðstaddir hafa verið haft gaman af. Tvisvar hefur keppendum verið boðið í námsferð til Bandaríkjanna vegna frammistöðu sinnar og allir keppendur fá ársaðild að ESU á Íslandi. Þeir sex sem keppa til úrslita hafa fengið verðlaun og sigurvegarinn og sá sem lendir í öðru sæti sérstök verðlaun þess utan. Gott væri að kennarar hefðu samband við greinarhöf- und og gæfu honum ráð til að efla þennan viðburð en Félag enskukennara er reiðubúið að styðja þá eftir megni. Úr hverjum riðli fara einhverjir í undanúrslit en í þeim er annar háttur hafður á. Keppendur fá að draga um þrjú þemu sem þeir hafa ekki fengið að vita um fyrirfram og fá 15 mínútur til að undirbúa þriggja mín- útna ræðu sem ekki fylgir spurningalota. Sex kepp- endur komast í úrslit en sigri fylgir sá böggull að mæta í höllu drottningar um haustið. Keppendum er ætlað að koma til Lundúna á mánu- degi í þeirri viku sem keppnin er haldin. Þeir þurfa sjálfir að koma sér á fundarstað en annað uppihald er að mestu kostað af ESU og aðildarlöndum sem greiða hófstillt skráningargjald. Keppendum er boðið upp á fjölbreytta viðburði áður en keppnin hefst auk þjálf- unar í ræðumennsku. Á fimmtudegi hefst riðlakeppn- in, en undanúrslit og lokakeppni eru á föstudeginum. Valinn er sigurvegari að mati dómara og annar sem er vinsælastur meðal áhorfenda. NPSC (National Public Speaking Competition) Eins og að ofan getur hófum við leik árið 2010. Þá mátti senda tvo keppendur frá hverju landi og urðu tveir Verslunarskólapiltar fyrir valinu. Næst voru það stúlkur úr VÍ og MH. Árið 2012 hafði þátttökulöndum fjölgað svo að frá hverju landi kemur nú aðeins einn keppandi. Við höfum sent stúlkur úr VÍ, MH, MA og núna í maí aftur stúlku úr MH. Kynjahlutföllin eru sem sagt 6:2. MÁLFRÍÐUR 27 Alþjóðleg ræðukeppni ESU. 30 ára afmæli STÍL laugardaginn 31. október 2015 kl. 14:00 – 17:00 STÍL heldur upp á 30 ára afmæli sitt á léttum nótum með frumkvöðlum og tónlistaratriðum. Staða tungumála í dag skoðuð. Nákvæm dagskrá verður send út síðar.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.