Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 19
ensku með sömu forsendur og nemendur í norsku og sænsku á árunum fyrir 2008. Nám í pólsku hófst 2009. Heildarfjöldi nemenda Fjöldi samstarfs- sveitarfélaga 2014–2015 351 28 2013–2014 291 22 2012–2013 276 25 2011–2012 246 24 2010–2011 270 29 2009–2010 121 (pólskunám hefst) 13 2008–2009 171 13 2007–2008 Tölur ekki til 2006–2007 265 (þar af 47 í ensku og dönsku) 20 2005–2006 276 (þar af 46 í ensku og dönsku) 18 2004–2005 Tölur óáreiðanlegar 16 Á skólaárinu 2014–2015 lærðu 42,5% allra nemenda í Tungumálaveri sænsku, 31,5% pólsku og 26% norsku. 56% nemenda voru úr Reykjavík. Þróun, samstarf og viðurkenningar Frá stofnun hafa starfsmenn Tungumálavers tekið þátt í fjölmörgum þróunar- og samstarfsverkefnum sem tengjast netnámi og tungumálakennslu. Má þar nefna Tungumálatorgið, Nordens dage, eTwinning og ýmsar málstofur á vegum ECML. Tungumálaverið hefur tvisv- ar sinnum hlotið Evrópumerkið fyrir Tungumálanám á neti og framfaramöppur í tungumálanámi, auk Hvatningarverðlauna fræðsluráðs Reykjavíkurborgar. Verkefnið var tekið út af hópi á vegum OECD. Hver er lærdómurinn? Lagt var af stað í þetta ævintýri árið 1998. Það hefur tekið á annan áratug að koma verkefninu á þann rekspöl sem það nú er á. Verkefnið hefur sannað að með upplýsingatækni er hægt er að mæta þörfum fámennra hópa með sérþarfir og gera það vel. Það tekur tíma að vinna verkefnum sess og traust samstarfsaðila. Eigi verkefni af þessu tagi að festa rætur í rótgrónu skólakerfi þarf þolinmóða stjórn- sýslu. Starfið í Tungumálaveri hefur notið þess að hafa trausta frumkvöðla sem starfsmenn og víðsýna, skilnings- ríka stjórnendur sem hafa hvatt og stutt við starfsemina. Heimildir Málfríður, 2/99: Norsku – og sænskukennsla á neti. Tilraunaverkefni. http://malfridur.ismennt.is/ Aðalnámskrá grunnskóla, 2013, bls. 123. http://www.menntamala raduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/adalnamskra-grunnskola/ Lög um grunnskóla, 91/2008: http://www.althingi.is/lagas/nuna/ 2008091.html Málfríður, 1/2010: Pólska í Tungumálaveri. http://malfridur.ismennt.is/ Nordens dage 2014: http://nordensdage.nu/ Lagaumhverfið Námsgreinarnar norska og sænska lúta 25. grein laga um grunnskóla þar sem segir: „Í aðalnámskrá skal setja ákvæði um inntak og skipulag náms í […] ensku, dönsku eða öðru Norðurlandamáli […]“ og flokkast því sem skyldu- námsgreinar með þeim takmörkunum sem áður hafa verið nefndar. Umgjörð pólskukennslunnar er laus- ari í reipum og er það á valdi skóla og sveitarstjórna hvort boðið er upp á pólsku eins og heimild er fyrir í 16. grein laga um grunnskóla: „Grunnskólum er heimilt að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli nemenda með annað móðurmál en íslensku sem hluta af skyldunámi er komi í stað skyldunáms í erlendu tungumáli.“ Þróun nemendafjölda Frá upphafi hefur markmiðið með starfsemi Tungu mála- vers verið • að stuðla að því að allir nemendur í norsku, pólsku og sænsku sitji við sama borð hvað námsefni og gæði kennslunnar varðar, án tillits til búsetu. • að sjá til þess að nemendur geti stundað allt skyldu- nám sitt á skólatíma, innan veggja síns heimaskóla. • að koma til móts við nemendur á mismunandi getustigi. Nemendur í Tungumálaveri eru nemendur í sínum heimaskóla en taka eina námsgrein á þennan sérstaka hátt. Þess vegna innrita skólar nemendur sína og koma þeir að jafnaði úr 20 -30 sveitarfélögum. Árið 2011 var hannað rafrænt innritunarkerfi fyrir Tungumálaver. Fram til þess tíma voru allar innritanir handfærðar. Á meðfylgjandi töflu má sjá þróun nem- endafjölda á tíu ára tímabili. Athygli vekur hve þátt- taka dróst saman 2008 en einnig hve nemendum hefur fjölgað, jafnt og þétt, í kjölfar lægðarinnar. Tölur vantar frá árinu 2007–2008. Vert er vekja athygli á að kominn var skriður á netnám fyrir nemendur í dönsku og MÁLFRÍÐUR 19 Nordens dage 2014: Nemendur í 7. og 8. bekk á tali við jafnaldra á Norðurlöndunum.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.