Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 25

Málfríður - 15.03.2015, Blaðsíða 25
fólk til dómnefndarstarfa í keppninni og margar and- ans manneskjur má nefna í því sambandi t.d. Vigdísi Finnbogadóttur, Thor Vilhjálmsson, Pétur Gunnarsson, Brynhildi Guðjónsdóttur, Sigríði Thorlacius og Sigurð Pálsson. Þó að keppendum hafi fækkað undanfarin ár er óhætt að fullyrða að frönskukeppni framhaldsskóla- nema sé hvatning fyrir kennara og nemendur þeirra til að halda franskri tungu á lofti. Keppnin ber áhuga frönskukennara fyrir starfi sínu vitni og sýnir vilja franskra stjórnvalda til að hvetja íslensk ungmenni til að læra frönsku. Höfundur þakkar öllum þeim frönskukennurum sem lögðu hönd á plóg við að útvega upplýsingar um tilurð og sögu frönskukeppni framhaldsskólanema. gerð á frönsku þar sem þeir útskýrðu nálgun sína að efninu. Dómnefnd í keppninni skipuðu að þessu sinni Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur, Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, fyrrverandi forseti Alliance française á Íslandi og Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi. Níu framhaldsskólanemar tóku þátt í keppninni í ár og var það Sindri Máni Ívarsson úr Kvennaskólanum í Reykjavík sem hreppti fyrsta sætið. Hlýtur hann í verðlaun tíu daga námskeiðsdvöl í La Rochelle í sumar og stendur sendiráð Frakklands alfarið straum af kostnaði við ferðir, uppihald og nám- skeiðið. Í öðru sæti lenti Brynhildur Ásgeirsdóttir úr Borgarholtsskóla og í því þriðja Verslunarskólaneminn Daníel Alexander Pálsson. Hlutu þau í verðlaun bók og kvikmynd á mynddiski. Allir aðrir keppendur fengu viðurkenningarskjal og mynddisk með franskri kvik- mynd. Ágrip af sögu frönskukeppni framhaldsskólanema Eins og kom fram hér að ofan var þetta í 19. sinn sem frönskukeppni framhaldsskólanema var haldin og er ekki úr vegi að segja aðeins frá tilurð hennar og sögu. Það var árið 1996 að til hennar var stofnað að frumkvæði stjórnar Félags frönskukennara á Íslandi en fyrsta keppnin fór fram ári seinna. Fyrstu þrjú árin var keppnin haldin í húsnæði MH en síðan hefur hún farið víða t.d. í MR, í Borgarleikhúsið, Iðnó og und- anfarin ár hefur Borgarbókasafnið við Tryggvagötu hýst keppnina. Framan af fólst frönskukeppnin í ljóðaflutningi keppenda sem yfirleitt völdu ljóð eftir frönskumælandi skáld til að flytja fyrir framan dómnefnd og aðra viðstadda. Voru ljóðin frá ýmsum tímabilum, jafnvel frá miðöldum, þó að vinsælasta skáldið hafi án efa verið 20. aldar ljóðskáldið Jacques Prévert sem höfðar vel til framhaldsskólanema með hnyttnum, auðskiljanlegum prósaljóðum. Einnig kom fyrir að nemendur fluttu frumsamið ljóð. Árið 2009 var tekin ákvörðun um að breyta fyrirkomulagi keppninnar. Það ár sömdu nemendur eigin texta um ákveðið þema, ýmist ljóð, lagatexta eða stuttan fyrir- lestur með myndasýningu sem þeir fluttu fyrir fram- an dómnefnd. Fyrirkomulag keppninnar hefur síðan þá verið í þessum anda. Verðlaun og dómnefndir Fyrstu verðlaun hafa verið vegleg allt frá stofnun keppninnar, ferð til Frakklands í boði sendiráðs Frakklands á Íslandi, og fyrstu fimm árin voru veitt tvenn ferðaverðlaun fyrir tvö efstu sætin. Ferðirnar eru gjarnan tengdar við hátíðir sem fara fram í Frakklandi t.d. tónlistar- eða kvikmyndahátíð og alltaf fá nemend- ur að sækja námskeið á frönsku ásamt ungmennum frá öðrum löndum. Yfirleitt hefur verið auðvelt að fá frönskumælandi MÁLFRÍÐUR 25 Vinningshafarnir: Sindri Máni Ævarsson og Brynhildur Ásgeirsdóttir.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.