Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 5
vestíirska rRETTABLADIS Merki þetta teiknaði sr. Jakob Hjálmars- son árið 1981 og það var notað sem einkennistákn hátíðar, sem haldin var í Vatnsfirði í tilefni af 1000 ára afmæli kristniboðs á íslandi. Ég var að segja frá því hérna einhvers staðar í vor snemma, að ég hefði tekið eftir því, að línubátarnir og reyndar togararnir líka legðu ævinlega upp í sjóferð úr stjórnborðsbeygju hér í ísafjarðarhöfn. Út frá þessu spunnust nokkrar umræður um venjur sjómanna og kölluð sumir hjátrú. Þá var mér sagt frá því af ungum manni, sem reri hér við Djúp, að þegar hanni hafi verið að byrja til sjós, þá hafi hann verið hjá skipstjóra, sem hafði þann vana, að kalla allan mannskapinn aftur fyrir rórhús í fyrsta róðri vertíðar og fara þar með bæn fyrir skipi og mönnum og góðri vertíö. Ég veit ekki hvort hér er um að ræða síðustu leifar gömlu sjóferðabænanna, en það er víst, að þá er illa farið ef lengur verður ekki á djúpið lagt í Drottins nafni. En hyggjum aðeins nánar að þessum gömlu venjum. Að byrja vertíð á ákveðnum degi, að sigla á fyrrgreindan hátt frá landi, að vera ekki til sjós á ákveðnum dögum, að halda sig frá ákveðnu miði á vissum tíma, allt eru þetta eins konar bænir, gerðar með það í huga að valt er veraldar lán og margt getur hent, sem menn ráða ekki við. Þá er ekki í annað hús að venda en að biðja Guð fyrir sér og treysta því að hann hafi enn sem fyrr, mátt til þess að hasta á sjó og vind, og bjarga úr nauðum. Og hvernig sem fara vill, þá sé allt í hans hendi, stýri hann, sem hann vill. Það skiptir miklu máli hvernig maðurinn lítur á náttúruna sem hann býr við og lifir af. Flestar þjóðir aðrar en kristnar hafa af því ótta að náttúran stjórnist af einhverjum duttlungafullum goðmögn- um, sem séu manninum ekki nema í meðallagi hliðholl og í sumum tilfellum jafnvel hættuleg. Við könnumst við sagnir af skrímslum í sjó. Þar er um að ræða leifar frá heiðni vesturheims. Fornir norrænir menn trúðu til dæmis að umhverfis jörðina, sem flaut á hafinu væri hringaður Miðgarðsormur og þegar hann væri reiður, þá bylti hann sér og kæmu af því öldurnar. Þá gat hann átt það til að svelgja í sig skip með manni og mús. Við það stilltist hann, héldu menn. Svona er í heimi heiðingjans. Honum finnst allt í náttúrunni sitja á svikráðum við sig og það vekur honum eðlilega ótta, sem hann losnar sjaldan við með öllu. Hann reynir með öllu móti að blíðka goðmögnin, svo honum verði veiðiferðin hættulaus, en hann getur aldrei veriö viss. Töfra- maðurinn getur litla hjálp veitt og allt er óvissunni háð og ef illa fer, þá er það ekkert gamanmál, þvert Sr. Jakob Hjálmarsson: Leggjum á djúpið í Drottins nafni á móti þá er úti öll von. Þeir kveða því ekki svo: ,,Yfir logn og banabylgju/ bjarmi skín af Drottins náð.“ Nei, ef ólánið hendir, þá hafa hin illu goðmögn mann á valdi sínu upp frá því. öll sund eru lokuð. Okkur er hins vegar gefin sú trú að allt sé skapað af kærleiksríkum Guði og lúti lögmálum hans. Þetta gerir það að verkum að við þurfum ekki að óttast að setið sé á svikráðum við okkur af huldum öflum. Ég trúi á Guð en grýlur ei, sagði Eggert Ólafsson og ýtti frá kaldri Skor- og upp á þessa trú sína gat hann óttalaust stungið sér í hafið á eftir brúði sinni. í gamla daga tóku menn ofan sjóhattinn sinn og litu til himins og vissu að það er Guð sem ræður og hversu erfitt, sem það kann að vera fyrir menn að sætta sig við ákvarðanir hans, þá er því að treysta að málalok séu í hendi hans, sem er kærleikurinn. En nú má velta fyrir sér, hvernig standi á því að trúin, sem liggur til grundvallar þeirri heimsmynd, sem hefur reynst okkur svo ákaflega holl í þessu tilliti, sé svo mjög á undanhaldi. Eldri sjómennirnir leggjast flestir ekki svo til kojs að þeir fari ekki með bæn fyrir sér og sínum, en ég er viss um að þetta er mun sjaldgæfara hjá þeim yngri og ekki kallar skip- stjórinn lengur áhöfn sína saman til bænar. En vera má að einhver þeirra hvetji menn sína í þessum tilgangi til að koma í guðshús á sjómannadaginn og er þá vel, og enn um hríð munu menn biðja til Guðs á þann einfalda og hrífandi hátt að stýra frá í stjór. En meira má til, ef trúin á að lifa á sjó og landi mönnum til blessunar á ókomnum tímum. Það felst í því sterk boðun að kalla menn saman á skipsfjöl til bænar. Það felst líka boðun í því að fjölmenna af borði til kirkju á degi sem slíkum. Það segir frá því í sjómannasögum frá öðrum löndum að sjómenn fjölmenntu til kirkju í upphafi vertíðar og þáðu fyrir- bæn og blessun. Þessu hefur ekki verið háttað svo hjá okkur, heldur hefur það tíðkast í mannsaldur eða svo að koma saman að lokinni vetrarvertíð til að þakka giftu og minnast ef nokkurir hafa hlotið vota gröf. Ég árna fyrir kirkjunnar hönd sjómönnum allra heilla á þessum hátíðis- og þakkargjörðardegi þeirra og bið þeim blessunar með þeirri von að helgihald á þessum degi í þeirri góðu trú að Guð stýri bátnum, eflist enn, svo og að hispursleysi megi einkenna þeirra tal og gerðir í trúarefnum, sem og öðrum efnum. Það erþeim eiginlegt. 5 I Á morgun er sjómanna-í I dagur. Það er líklega til marksl J um mikilvægi sjómannastétt-J I arinnar aö hún skuli ein allraj I starfsstétta í landinu eiga sérj | hátíðisdag sem haldið er upp| I á með pompi og pragt. Enþaðl ■ eru ekki sjómenn einir seml J halda daginn hátíðlegan.J j heldur samfögnum við land-J I krabbarnir og jafnvel svo að| | sumir fara aldrei á sjó nema| I þegar þeir róa kappróöur ál I sjómannadaginn. Það er ekkil J nema sjálfsagt og eðlilegt aðj ■ menn samfagni þeim semj I stíga fyrsta skrefið í verð-j | mætasköpun þjóðarinnar, | I sérstaklega þegar sjómenn-l I irnir sjálfir eiga þess kost að I J taka þátt í hátíðarhöldunum, J J en það mun vera nýtilkominj I venja að sjómenn séu allir í| I landi á sjómannadag. Von-| í andi hefur veður snúist til| I betri vegar á sunnudag frá því| I sem verið hefur að undan-i I förnu þannig að hátíðarhöldin I I megi fara sem best fram. BESSI var á veiðum í vikunni í sinni fyrstu veiðiferð eftir nokkurt hlé vegna viðgerðar á skrúfu, og kemur væntanlega inn í dag. GUÐBJARTUR er að koma í land úr sinni fyrstu veiðiferð eftir endurbætur í Slippstöð- inni á Akureyri. PÁLL PÁLSSON kom inn á þriðjudaginn með 137 tonn af blönduðum afla. JÚLlUS GEIRMUNDSSON landaði rúmum 50 tonnum, mest þorski, á þriðjudag. GUÐBJÚRG landaði 189 tonnum, mest grálúðu, á þriðjudag. DAGRÚN kom inn í dag. HEIÐRÚN landaði 62 tonnum af blönduðu á þriðjudag. SÓLRÚN kom inn rétt fyrir helgi. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR kom inn föstudaginn 24. maí með 130 tonn af blönduðu. GYLLIR landaði 126 tonnum af blönduðu á laugardaginn. SLÉTTANES landaði á mánudaginn, 136 tonnum af blönduðu. FRAMNES landaði 34,5 tonn- um af rækju á ísafirði, fimmtudaginn 23. maí. SÓLVI BJARNASON landaöi 50 tonnum af blönduðu síð- astliðinn laugardag. TALKNFIRÐINGUR landaöi 149 tonnum af blönduðum afla á laugardaginn. SIGUREY er í Reykjavík í viö- gerö með bilaðan gír. HAFÞÓR kom inn í gær með um 27 tonn af rækju. L_______________________I

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.