Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 12
vestfirska 12 mmnm Byggingasamvinnufélagið Hlíf: Bygging eignaríbúða hefst í haust Stofnað hefur verið á fsafirði Byggingarsamvinnufélagið Hlíf og er markmið þess að byggja eignarfbúðir fyrir aldraða í húsi sem tengjast myndi Hlíf, leiguí- búðum aldraðra, með tengi- byggingu sem í yrði aðstaða fyr- ir þjónustu við aldraða og fé- lagsstarf aldraðra. Undirbúningur stofnunar þessa byggingarsamvinnufélags hefur staðið um alllangt skeið og hafa þeir Snorri Hermanns- son, formaður stjómar Hlífar, og Halldór Guðmundsson, for- stöðumaður Hlifar, unnið hvað ötullegast að framgangi þessa máls. Hönnun og teikningu hússins er þegar lokið en það er teiknað af Ingimundi Sveins- syni. Jarðvegsskipti á lóð bygg- ingarinnar verða boðin út í þessum mánuði og uppsteypa hússins verður boðin út síðar í sumar. Áætlaður byggingartími er tvö ár. Þessar íbúðir em hugsaðar fyrir fólk sem á eitthvert hús- næði fyrir en hefur áhuga á að skipta. Margt eldra fólk er of stóru eða óhentugu húsnæði, t.d. með bröttum stigum o.s.frv. Auk þess yrðu þeir sem flyttu í þetta hús um leið komnir undir sama þak og öll helsta þjónusta bæjarins við aldraða og í næsta hús við sjúkrahjús og heilsu- gæslustöð þar sem m.a. hefur verið tekin í notkun endurhæf- ingardeild sem margt af þessu fólki mun sækja. Einnig munu sveitarfélög í nágrenninu gerast félagar í Byggingarsamvinnufé- laginu og eiga, þannig mögu- leika á að bjóða íbúum sínum upp á þessa þjónustu. Auk fyrrtalinna er Isafjarðarkaup- staður aðili að byggingunni og nær eignarhluti hans til þess húsnæðis sem fer undir þjón- ustu og félagsstarf aldraðra, enda er gert ráð fyrir að það verði opið öllum öldruðum bæjarbúum, jafnt innan sem utan Hlífar. íbúðabyggingin verður 4 hæðir og kjallari. Þjónustu- eða tengibyggingin verður 2xh hæð. Húsin verða 4,385 ferm. að heildarflatarmáli, sem skiptist þannig að jarðhæð verður 1000 ferm., 2. hæð 1030 ferm., 3. hæð 970 ferm., 4. hæð 690 ferm. og kjallari 695 ferm. Heildarrúm- talk húsanna er 13.220 rúmm. íbúðimar verða 42, af fjórum stærðum: A: 24 stk. 55 ferm. B: 7 stk. 65 ferm. C: 7 stk. 70 ferm. D: 4 stk. 79 ferm. Áætlað verð íbúðanna er sem hérsegir: A-íbúð: 1.591 þús. kr., B-íbúð: 1.767 þús. kr., C-íbúð: 1.865 þús. kr. og D-íbúð: 2.111 þús. kr. Það sem hver kaupandi þarf að leggja fram á bygging- artíma er u.þ.b. helmingur af þessu verði. Húsnæðisstofnun lánar af- ganginn til byggingarinnar. Síðan geta þeir sem þess óska gert upp skuld sína við Hús- næðisstofnun að hluta eða að fullu innan tiltekins umþótt- unartíma eftir að þeir taka við nýju íbúðunum. Þannig er það t.d. hægur vandi fyrir einstak- ling sem á húsnæði en getur ekki selt það eins og skot að taka lán með veði í því til að greiða sinn hluta af byggingar- kostnaði og greiða það lán svo ásamt Húsnæðisstjórnarláninu þegar gamla húsnæðið er selt og eiga þá nýju íbúðina skuld- lausa. Það er sem sagt auðvelt fyrir fólk að vera með þó að ekki sé tryggt að gamla hús- næðið seljist eins og skot. Á stofnfundinum ákváðu 10 aðilar að taka þátt í Byggingar- samvinnufélaginu, auk bæjar- sjóðs, en menn geta gerst stofn- félagar fram til 15. ágúst. Allar frekari upplýsingar um málið gefur Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Hlífar. í Hlíf hefúr verið haldið uppi blómlegu félagsstarfi og tómstundastarfi. Við tilkomu nýju byggingarinnar batnar aðstaðan til þess. Eins og fram kemur á öðrum stað í þessari um- fjöllun um stofnun Bygg- ingarsamvinnufélagsins Hlífar er Halldór Guðm- undsson, forstöðumaður Hlífar einn þeirra sem hvað mest hafa unnið að undirbúningi_____þessa máls. Hann var spurður um tilgang og hag- kvæmni þess að hafa þennan háttinn á um uppbyggingu öldrunar- þjónustu á ísafirði. Eins og fram kemur hér á eftir telur hann þetta ekki ein- ungis bestu lausnina fyr- ir þá sem koma til með að búa í þessum íbúðum heldur einnig f jölda ann- ara bæjarbúa. Gefum Halldóri orðið. Halldór Guðmundsson Með byggin endurheimta forystu í þjó VERÖND ISKRjFSTOFÁ- GEYMSLA VERSLUlP \ ÞJÖNUSTA // LYFTA GEYMSLA ELDHUS ELDHÚS VERÖND VERÖND JARÐH/EÐ rO/ERÖND □ ,©□ 01-06 01-07 ono OÍ ..,0 ) % ±1 HJÖN ý f'HJÖN ± i;t Sjálfseignaríbúðir við Hlíf — Grunnmynd jarðhæðar — Til hægri er tengibygging við leiguíbúðarhúsið.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.