Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 15

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 15
FRETTASLADIS í textíl fyrrnefndu. Ástæðuna má finna í tækninni og efninu. Hún notar fína grisju og málar taulitinn á með pensli og er því ekki eins þrælbundin af nákvæmni og skipulagningu tauþrykksins. í grisjuverkun- um nær hún fram hinni svölu og einstæðu birtu sem er svo einkennandi hér fyrir vestan. Hér er á ferðinni næm og tilfinningarík listakona og verður gaman að fylgjast með þróun og framförum hennar á þessu sviði í framtíðinni. Ólafur Már Guðmundsson J ____________________J Frá íþróttanámskeiði. [ Vestfirsk fjöil Það er ekki á hverjum degi ■ eða réttara sagt á hverju ári, I sem ísfirðingum gefst kostur á I að sjá textílsýningar, að und- ! anskilinni sýningu á Sigur- I laugar Jóhannesdóttur í I Bókasafni ísafjarðar í mars á J síðasta ári. f gallerí Slúnkaríki er nú I yfirstandandi sýning á textíl- I verkum listakonunnar Krist- J ínar Þóru Guðbjartsdóttur. I Kristín sýnir þar 4 textílverk I sem skipta má i 2 flokka hvað J tækni snertir, þ.e. hina hefð- ■ bundnu þrykk-aðferð (Dögun I — aftan) og grisj uverk (M istur Gluggar). í stuttu spjalli við listakon- una sagði hún mér að hún hefði unnið þessi verk undir áhrifum af sleðaferð um vest- firskt hálendi. Hún kemur þessum áhrifum til skila með tignarlegum og jafnframt ein- földum fomum sem hún skip- ar á myndflötinn af einstakri nákvæmni og yfirvegun. Þetta kemur einkum fram í verkun- um Dögun og Aftan, sem skoðast má sem myndröð. Ég heillaðist einkum af verkun- um Gluggar og Mistur. f þeim verkum kemur hún hug- myndum sínum á framfæri á ólíkt frjálsari hátt en í hinum Kristín Þóra við eitt verka sinna. Landsþing Kvenfélaga- sambands íslands Landsþing Kvenfélagasam- bands íslands verður í Mennta- skólanum á ísafirði dagana 31. maí — 2. júní n.k. Landsþinfg K.í. eru haldin á tveggja ára fresti og er þetta í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Vestfjörðum. Fulltrúar eru kosnir af héraðssambönd- um innan K.í. og munu þátt- takendur verða um 80. Stjórn Sambands vestfirskra kvenna hefur séð um undirbúning þingsins og fengið til liðs við sig kvenfélögin á ísafirði og ná- grenni. Þinghaldið fer fram í Menntaskólanum og mötuneyti verður undir stjóm Sonju Hjálmarsdóttur, með aðstoð kvenfélagskvenna. Kvenfélögin efna til kvöld- Karlakórarnir á ísafirði og í Bolungarvík: Söngferð til Finnlands og Álandseyja Karlakór fsafjarðar og Karlakórinn Ægir í Bolungarvfk hafa að undanfömu haldið sam- eiginlega tónleika á Vestfjörð- um. Tvennir tónleikar hafa verið á ísafirði og kóramir hafa sungið einu sinni á Flateyri, í Bolungarvík og á Þingeyri. í byrjun maí var gerð út- varpsupptaka á söng kóranna og verður hluti hennar e.t.v. fluttur í útvarpi á sjómanna- daginn. Kóramir fara í söngferðalag til Finnlands 3. júlí n.k. og vöku á laugardagskvöldið 1. júní kl. 21:00 og verður þar ýmislegt til skemmtunar og kaffiveitingar fram bomar. Kvöldvakan verður í Mennta- skólanum og er opin öllum kvenfélagskonum í Sambandi vestfirskra kvenna. í tengslum við þingið verður sýning á ýmsum listmunum, unnum af vestfirskum konum uppi í Húsmæðraskólanum Ósk. Síningin verður opin al- menningi kl. 18:00 — 22:00 sunnudaginn 2. júní. Strákarnir á myndinni héldu hlutaveltu fyrir skömmu og gáfu síðan allan ágóðann til Hjálparsveitar skáta á Isafirði. Það voru alls 1.660,15 krónur. Þeir heita: Gunnar Ingi Hafsteinsson, Sigþór Sigurðsson, Helgi Steinarr Kjartansson og Reynir Erlingsson. Landssamband íslenskra samvinnustarfsmanna: Sumarbúðir að Bifröst halda tónleika í Helsinki og Orimantilla. Þaðan fer kórinn til Álandseyja og heldur tón- leika í Marienhamn. Þó að þetta séu karlakórar verða einnig konur með í ferð- inni þar sem þeir hafa boðið mökum sínum með og endar hópurinn ferðina með heim- sókn til Leningrad í Rússlandi. Söngstjóri í ferðinni verður Kjartan Sigurjónsson, undir- leikari James Haugton og ein- söngvarar þau Bergljót Sveins- dóttir og Björgvin Þórðarson. Undanfarin ár hefur Lands- samband íslcnskra Samvinnu- starfsmanna staðið fyrir sumar- búðum fyrir böm samvinnu- starfsmanna að Bifröst í Borg- arfirði. Á hverju sumri hafa 40 til 50 börn dvalið þar við íþróttir, leiki, störf og náttúruskoðun og alltaf hefur eftirspurn verið meiri en hægt hefur verið að anna. Nú hefur stjórn L. í. S. á- kveðið að auka þetta starf og verða sumarbúðir nú starfrækt- ar í orlofshúsum samvinnu- starfsmanna að Bifröst í Borg- arfirði dagana 1. til 14. júní n.k. og að Skúlagarði í Kelduhverfi dagana 9. til 21. júní n.k. Á báðum stöðum verður boðið upp á viku dvöl í senn fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára og við- fangsefnin verða svipuð og áð- ur. Fyrir vikudvöl er gjald að- eins 1700 krónur, enda greiðir Landssambandioð stóran hluta af dvalarkostnaði úr sameigin- legum sjóði. Tekið verður á móti þátt- tökutilkynningum næstu daga í símum 91-50643 (Ann Marí Hansen), og 96-21900/210 (Erla Helga Guðfinnsdóttir.). Einnig munu formenn við- komandi starfsmannafélaga taka við tilkynningum um þátt- töku. Það er von stjórnar L.Í.S. að þessar sumarbúðir verði vel sóttar og öllum til ánægju. Landssamband íslenskra Sam- vinnustarfsmanna. Hestamannafélagið Stormur auglýsir eftir kauptilboðum í hestakerru félagsins. Kerran á að seljast í því ástandi sem hún er í nú. Hún er á Þingeyri og er til sýnis þar. Stjórn félagsins áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skilað til formanns félagsins, Braga Björgmundssonar, Heiðarbrún 10, 415 Bolungarvík, fyrir 15. júní 1985.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.