Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 11
vestfirska r 1 rRETTABLADÍD voru stæði brekku og ekið í fjörunni eða ofan við hana fram hjá Naust- um eða Kjarvalsstöðum sem voru á smáeyri rétt ofan við flæðarmáhð. I flóðum náði sjórinn upp á veginn. Er utar kom lá vegslóði 4 — 5 m breiður skorinn inn í fjallshlíðina, á vetrum varð hann oft ófær vegna snjóa og í miklum rign- ingum runnu oft aurskriður niður á hann. Þegar leitað var eftir flug- vallarstæði fyrir Isafjörð var ekki um marga staði að ræða, en talið var nauðsynlegt að len- gd flugbrautarinnar yrði a.m.k. 12 — 1400 m auk þess þurfti stórt svæði fyrir hlað og bygg- ingarsvæði fyrir flugstarfsemi. Þá þurfti svæðið að liggja sem best fyrir vindáttum, það er að hafa ldárar vindáttir, en mis- vindi er mjög hættulegt flugi, einkum við lendingar, en þá getur vélin misst flugið skyndi- lega og þá er ekki að sökum að spyrja. Fyrst voru athugaðar að- stæður í Skutulsfirðinum en þar er mikill ókostur að þurfa að taka krappa beygju inni í fjarð- arbotninum, en reyndar höfðu sjóflugvélamar árum saman valið þann kostinn við lending- ar út fjörðinn og þá í mun krappari beygju en nú er gert, aftur á móti er logn mjög oft þar inni eða hreinar og stöðugar vindáttir í norðlægum áttum, varðhugaverðastar eru suðvest- lægu áttirnar í þeim tilfellum að vindhraði er verulegur. Fyrsta hugmyndin um flug- braut var að gera hana á grunninu milli Norðurtanga og 11 að Suðurtanga, á því svæði þar sem bátahöfnin er nú. Var það mjög dýrt mannvirki og hafði aðra ókosti sem ekki verða ræddir hér. Næst voru aðstæð- urnar við Skipeyrina athugaðar og síðan úti á Amarnesinu. Ástæðumar fyrir að flugvall- arstæðið á nesinu var ekki talið hæft, voru þessar: 1. Amardalsáin skiptir svæð- inu í tvo hluta, þannig að beggja megin má fá um 500 m braut- arstæði, en brú yfir ána þvert gegnum brautina þarf að vera a.m.k. 60 — 80 m löng og því mikið og dýrt mannvirki. (Á það má benda að á þeirri mynd um fjörubraut sem fylgir þessari grein er ekki hugsað hvar á að koma ánni til sjávar.) 2. Jafnvel þótt brú væri gerð fæst ekki lengri braut en um 1000 m 3. Hliðarhalli er allmikill á svæðinu og er það því mjög illa fallið fyrir flugbraut sem þarf að vera a.m.k. 60 — 80 m breið að meðtöldum öryggissvæðum. 4. Staðurinn er mjög var- hugaverður vegna misvinda í sunnan- og vestan áttum, en þá geta komið alvarlegir vind- hnútar út Amardahnn, Álfta- fjörðinn og Skutulsfjörðinn. 5. Flugvallargerð verður þar dýr því fyllingarefni þarf líklega að verulegu leyti að sækja inn í Álftafjörð en þangað erum 16 km vegalengd. 6. Þótt hægt væri að koma fyrir flugbraut á nesinu verður erfitt að fá nægilegt svæði fyrir stórt hlað og þær byggingar sem reisa þarf á flugvellinum. 7. Vegalengdin frá kaup- staðnum lengist um 5 — 6 km en á þann kafla geta snjóskriður fallið. Nú er það svo að varaþing- maðurinn átti í fyrirspuminni ekki við að flugbraut yrði ekki gerð á Amarnesinu, heldur „í sjó fram utan við Amarnes, þar sem talið er, eða a.m.k. skoðun bæjarstjómarmanna að upp- fyllingar séu ekki mjög dýrar, án þess þó að þeir hafi haft að- stöðu til þess að meta það.“ Það skal viðurkennt að sá möguleiki að gera brautina í sjó fram á Amamesinu var ekki athugaður, en um hann gildir margt hið sama og fyrir flugvöll ofar á nesinu en ástæðan var sú að Amamesið liggur opið fyrir ógnvekjandi brimölduróti (en brautarkantamir eins og þeir em teiknaðir á uppdrættinum eru 1600 + ’300). Man nú eng- inn eftir óveðrinu þegar breski togarinn strandaði á nesinu eða þegar mennimir tveir fórust þar, eða eftir sögunum um brimbrjótinn í Bolungarvík? Þá er það að flugvöllur úti á nesinu liggur mikið meira undir salt- úða frá fjörunni en inni í firð- inum, en hann hefur tærandi á- hrif á flugvélar. Þótt hér hafi verið bent á al- varlega ágalla við brautina þama við fjöruborðið er ekki rétt að kveða upp endanlegt álit fyrr en aðstæður hafa verið at- hugaðar nánar á staðnum, en til stendur að gera það næsta sumar. Væri þá ánægjulegt að kynnast skoðunum þeirra, er hafa áhuga á flutningi flugvall- arins. En ef vikið er aftur að flug- vallargerðinni, þá hófust fram- kvæmdir lítillega haustið 1958, en síðan var haldið áfram árin 1959 og 1960, og þá um haustið var brautin tekin í notkun fyrir DC-3 flugvélar, en flugbátarnir leystir af hólmi, eins og til stóð. Var það mikill áfangi, því nú tóku við miklu háfleygari vélar og ömggari og ferðin til Reykjavíkur tók um 50 mínútur í stað IV2 tíma. Næsta ár var brautin lengd í 1400 m. Sumrin tvö, 1959 og 1960 voru mikil rigningasumur og kom það sér illa því fyllingar- efnin úr melnum reyndust mjög Ieirborin og er vatnið kom í lausan leirinn niður hlíðina, varð hann fljótandi og stundum varð það svo að illa var fært gangandi um vinnusvæðið, jafnvel jarðýtur sátu fastar í drullunni, þurfti oft að láta verstu svæðin bíða meðan leir- drullan var að setjast. En okkur var sett ákveðið mark að Ijúka 1200 m áfanganum fyrir haustið og það tókist vegna þess að allir sem unnu við það lögðu sig fram og hér voru víkingar að verki og má þar nefna Sigurð Tryggvason kennara við gagn- fræðaskólann, sem hafði for- sjón með verkinu, Sigurð Sveinsson, Veturliða Veturliða- son, Kristján Jónsson o.fl. ýtu- menn að ógleymdum Mar- sellíusi, sem tók upp sparilykl- ana að skemmunni þegar okkur vantaði eitthvað. Svo þegar reikningar voru gerðir upp fyrir 1. áfangann, hittist svo á að heildarkostnaðurinn við fram- kvæmdina stóð á sama þús- undinu og áætlunin hljóðaði uppá, en misgengi var þó milli einstakra Uða hennar. Reykjavík, 14. maí 1985 Ólafur Pálsson, verkfræðingur Guðrún Vigfúsdóttir: Kvenfélag ísafjarðar- kirkju 25 ára Kvenfélag ísafjarðarkirkju átti 25 ára Starfsafmæli 17. maí s.l. Það var stofnað 1960. Fyrir réttum 25 árum bankaði Jónas Tómasson, tónskáld, for- maður sóknarnefndar um árabil og organisti kirkjunnar um 50 ára skeið, á dyr 30 kvenna og bað þær stofna félag til styrktar kirkju og safnaðarstarfi. „Mig vantar ritara eða gjald- kera, viltu taka það að þér”, sagði hann við mig. „Ekki gjald- keri, heldur ritari, ef undankomu er ekki auðið”, svaraði ég. Hann hefur eflaust grunað að erfiðast væri að fá konur til for- ystustarfa og var því nokkurn veginn búinn að hóa saman stjórnarliði fyrir stofnfund. Sjálfur samdi hann lög fyrir fé- lagið, sem eru að mestu óbreytt. Okkur hefur alltaf fundist þetta framtak Jónasar, á efri árum, eftirbreytnivert og lýsa vel hans innri manni. Honum þótti vænt um kirkjuna sína og hefur manna best í 50 ára starfi, séð hvað bet- ur mætti fara. Það væri kannske ekki úr vegi að snúa dæminu við í dag. Því ekki að senda kven- mann á fund karla í söfnuðinum og stofna með þeim bræðrafélag til styrktar kirkju og safnaðar- starfi. Með nýju safnaðarheimili batnar aðstaða öll til muna. En tveir fyrstu kaflarnir í lögum Jónasar Tómassonar hljóða þannig: A. Að sameina krafta vora góðu trúarlífi og kristilegu siðgæði til eflingar safnaðarlífi, til styrktar svo og hverju góðu málefni sem söfuðinn varðar. B. Að annast hreinsun, þvott og viðhald altarisklæða, messu- skrúða og fermingarkyrtla. Einnig að sjá um skreytingar, sérstaklega við hátíðaguðsþjón- ustur og aðrar þær samkomur sem ástæða þykir til sérstakrar viðhafnar. Fyrsta stjórnin hans Jónasar var þannig skipuð: form. Lvára Eðvarðsdóttir, ritari Guðrún Vig- fúsdóttir, gjaldkeri Margrét Hagalínsdóttir, varaform. Kristín Bárðardóttir, vararitari Bjarney Ólafsdóttir, og varagjaldk. Herdís Jónsdóttir. ísafjarðarkirkja. Stofnendum félagsins fjær og nær sem ekki komust í afmælis- kaffið vegna veikinda eða annara ástæðna, svo og þeim sem horfnar eru sjónum okkar, biðj- um við allrar blessunar. Jónasar Tómassonar minn- umst við með virðingu og þökk fyrir hlutdeild hans í tilkomu fé- lagsins. Við vitum að fámennur hópur sem þessi lyftir ekki Grettistaki, en það ætti að vera styrkur presti og sóknarnefnd að vita að þessi kjarni er til og vinnur ýmis störf í þágu kirkjunnar með gleði. Við þökkum ágætt samstarf á um- liðnum árum. Stjórn félagsins skipa nú: form. Guðrún Vigfúsdóttir, ritari Auður Hagalín, gjaldk. Lára Gísladóttir, varaform. Auður Daníelsdóttir, ritari Herdís Þor- steinsdóttir og gjaldk. Sigríður Sigurðardóttir. Kvenfélag (safjarðarkirkju bauð kirkjugestum til afmælis- kaffis eftir messu á uppstigning- ardag. Heiðursgestur sam- kvæmisins var frú Margrét Hagalínsdóttir, sem var formaður félagsins í 15 ár. Fjöldi fólks kom í kaffi og hinn besti andi ríkti yfir samkomunni.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.