Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 13

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 13
vsstfirska r i FRETTABLADID 13 HÚSNÝTINGARSTEFNA. Nú þegar miklar umræður eru í þjóðfélaginu um alla hús- nýtingarstefnu, þannig að unga fólkinu verði gefinn kostur á að komast í stóra húsnæðið sem gamla fólkið býr í, gamla fólk- inu verði skaffað minna og hentugra húsnæði en það býr í núna, líka vegna þess að ellilíf- eyrisþeginn hefur ekki yfir að ráða þeim tekjum sem hann þarf að ráða yfir til þess að geta staðið undir þessu stóra og dýra húsnæði sem hann býr í frá því að hann var með sína stóru fjölskyldu, þá með því að byggja þessar 42 íbúðir, sam- svarar það því að við séum með framboð af íbúðum eins og til Holtahverfið var á sínum tíma, og bent ungu fólki sem flyst hingað í bæinn eða vill setjast hérna að, á gamla húsnæðið sem núna er að fara að losna. Það er enn frekar hægt að ýta undir þetta núna vegna þess að Húsnæðismálastjóm og Ríkis- stjómin em búnar að taka á- kvörðun um að hækka endur- kaupalánin upp í það að þau jafngildi nýbyggingarlánum, þannig að þú getur vahð um það hvort er hagstæðara fyrir þig að fara út í nýbyggingu eða að kaupa notað. f flestum til- fellum er það hagstæðara að kaupa notað þar sem þú færð húsið á minna verði en það kostar þig að byggja nýtt. Þar af þetta gamla húsnæði sem nú er að losna með byggingu þessara íbúða fyrir aldraða. ÞAÐ ÞARF EKKIAÐ TAKA FJÁRMAGN ÚR BÆJARSJÓÐI TIL AÐ STANDA UNDIR FJÖLGUN FÓLKS f BÆNUM. Fyrir bæinn sjálfan, þá er það alveg augljóst að það þarf ekki að taka neitt fjármagn úr bæj- arsjóði til gatnagerðarfram- kvæmda og þ.h. til þess að standa undir því að auka fólks- fjölda hér í bænum, heldur eig- um við eins og ég segi að geta boðið þessu fólki upp á gömlu húsin, sem eru öll hér á Eyrinni gu þessa húss Isfiroingar nustu við aldraða tveggja ára hér á markaði. Það þýðir að við getum næstu tvö til þrjú árin frestað öllum nýjum framkvæmdum í kaupstaðnum. Við getum frestað því að byggja upp nýtt hverfi eins og t.d. leiðandi færðu hærra hlutfall lána. Ef húsnæðismálastjórn stendur við þetta eins og hún hefur lofað, á þessu ári, þá verður það ennfremur til að ýta 'undir ungt fólk með að kaupa í nánum tengslum við atvinnu- lífið. Við höfum mátt glíma við það undanfama áratugi að eldra fólk hefur flust úr bænum vegna þess að þjónustan hefur ekki verið í boði. Það hefur flutt á DAS eða Hrafnistu og jafnvel Grund. Allavega hefur fólk farið úr bænum til að sækja öldrunar þjónustu sem það hefur þurft á að halda. Núna eru ísfirðingar komnir með þá forystu sem þeir höfðu árið 1920 þegar fyrsta elliheimihð á íslandi var stofnað hérna og við getum boðið öllum ellilífeyris- þegum upp á þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda með til- komu þessarar nýju byggingar. Það þýðir aftur að gamla fólkið þarf ekki lengur að flytjast úr bænum til að sækja þjónustuna og ungt fólk sem vill vera í ná- lægð við foreldra sína síðustu áratugina sest hér að. Þetta ætti að með þessum líkindum að hvetja til þess að fólksfjöldi hér á ísafirði ykist, án þess að við byggjum stórhýsi eða íbúða- hverfi á meðan. Þetta er sú húsnýtingarstefna sem bæði ísafjörður (og Rikisstjómin) eiga að geta náð með byggingu þessa húss. GETUM TEKIÐ Á MÓTI ÖLLU ÞVÍ FÓLKI SEM Á ÞVÍ ÞARF AÐ HALDA. Inn í öldrunarþjónustu í bænum passar þetta mjög vel vegna þess að núna eru fyrir- liggjandi miklar framkvæmdir í nýja sjúkrahúsinu og það er gert ráð fyrir því að 1. apríl 1987 verði nýja sjúkrahúsið tilbúið til afhendingar með 30 rúma legudeild ásamt gjörgæslu. Ef það stenst, eins og öll líkindi benda til, þá er á þeim tíma komið nýtt og fullkomið sjúkrahús til að annast þetta gamla fólk sem hér verður til staðar, sem mun náttúrlega fjölga hér eins og annars staðar á landinu. Það þýðir að við get- um tekið á móti öllu því fólki sem á því þarf að halda og verðum ekki í því vandræðaá- standi sem t.d. Reykvíkingar hafa lent í, þar standa menn frammi fyrir því að fólk verður bara að vistast þar sern það er, í gömlum hjöllum og húskofum hingað og þangað um bæinn. ... AÐ EINSTAKLINGURINN FÁI HLUTVERKI AÐ GEGNA GAGNVART SJÁLFUM SÉR í SINNI ELLI. Með því að byggja svona þjónustuíbúðir erum við þjóð- hagslega miklu hagkvæmari en mörg önnur vistunarstig í öldr- unarþjónustu. Einstaklingurinn stendur kannski frammi fyrir þér í dag og segir: Ég get ekki lengur séð fyrir mér sjálfur í mínu eigin húsnæði vegna þess að það eru brattir stigar, það er engin baðaðstaða og ég get ekki hugsað um að þrífa þetta af því að það er orðið svo gamalt. Þá er tvennt til: Annarsvegar að bjóða honum þjónustuíbúð þar sem hann fær þá þjónustu sem hann þarf á að halda, hann fær nýja, hreina og tilbúna íbúð, eða að bjóða honum vistun á sjúkrahúsi eða dvalarheimili. Ef þú setur manninn í þjónustuí- búðina, þá kostar það í dag á milli 6 og 7 þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinginn að búa í þessu húsnæði, en ef hann Færum íslenzkum sjómönnum beztu árnaðaróskir í tilefni s j ómannadagsins. w Oskum þeim farsældar í störfum sínum, sem færa þjóðinni „björg í grunn undir framtíðarhöll". Við leitumst við að bæta þjónustu okkar við ís- lenzkan sjávarútveg með opnun nýs útibús í stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum. Útflutningur á ferskum fiski til Bretlands, Belgíu, V-Þýzkalands og Frakklands. 35 SANDFELL HF Suðurgötu, ísafirði sími 3500 Strandgötu, Akureyri sími 26120 Strandvegi, Vestmannaeyjum sími 2975 Suðurgötu, ísafirði sími 3500

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.