Morgunblaðið - 21.07.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Aldrei hefur
verið
auðveldara
að heyra
Enn er bætt um betur með nýju
ReSound heyrnartækjunum
sem gefa eðlilega og
áreynslulausa heyrn.
Taktu þátt í framþróuninni og
prófaðu þessa hágæða tækni.
GOLDEN
LOBE
AWARDS
2014
ASSOCIATION OF
INDEPENDENT
HEARING HEALTHCARE
PROFESSIONALS
Most Innovative
Concept 2014
presented to:
Resound - LiNX
made for iPhone
Í gær var forseta Íslands afhentundirskriftarsöfnun sem farið
var í vegna lagafrumvarps um
makríl.
Aðstand-endur
söfnunarinnar
virðast telja að söfnunin gildi áfram.
Þá er eins gott að hún gufi ekki upp
eins og önnur kunn söfnun.
Það er raunar nauðsynlegt aðþessi undirskriftasöfnun varð-
veitist, því hún minnir á fjölnota
lyfseðil.
Forsetinn á að geta gripið tilhennar hvenær sem upp koma í
þinginu mál sem tengjast henni með
einhverjum hætti.
Við móttökuna benti forsetinn ávægi undirskriftasafnana í að-
draganda beitingar synjunarákvæð-
is stjórnarskrárinnar. Á safnanir er
þó ekki minnst í stjórnarskránni en
þar miðað við að forsetinn geti gert
ágreining við meirihluta þingsins og
ráðherrann sem samþykkt hefur
lögin fyrir sitt leyti.
Forðum var synjun þjóðhöfðingjaendanleg, en síðar var úr dreg-
ið úr því valdi og miðað við að kæmi
synjun til gæti þjóðin skorið úr. Sú
er raunin hér. Íslenskir fræðimenn
kenndu áður að samþykkti þjóðin
lög sem forseti hefði synjað staðfest-
ingar yrði honum illa vært. Ef þjóðin
hafnaði hins vegar lögum frá Al-
þingi sem ráðherra hefði staðfest
væri eðlilegt að ríkisstjórnin segði af
sér.
Ríkisstjórn Jóhönnu og Stein-gríms fékk hræðilegri rass-
skell í slíku falli en dæmi er um í hin-
um lýðræðislega heimi en sat sem
fastast. Það sá enginn fræðimaður
fyrir.
Bessastaðir
Undarlegar
undirskriftir
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 20.7., kl. 18.00
Reykjavík 12 léttskýjað
Bolungarvík 6 alskýjað
Akureyri 9 skýjað
Nuuk 7 skýjað
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 20 léttskýjað
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 17 skýjað
Lúxemborg 23 skýjað
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 20 léttskýjað
Glasgow 13 súld
London 22 skýjað
París 26 alskýjað
Amsterdam 18 súld
Hamborg 21 heiðskírt
Berlín 23 heiðskírt
Vín 30 heiðskírt
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 37 léttskýjað
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 30 léttskýjað
Róm 33 heiðskírt
Aþena 31 heiðskírt
Winnipeg 21 skýjað
Montreal 26 léttskýjað
New York 32 heiðskírt
Chicago 27 skýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
21. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:59 23:10
ÍSAFJÖRÐUR 3:33 23:46
SIGLUFJÖRÐUR 3:15 23:31
DJÚPIVOGUR 3:22 22:47
Fyrirhugað er að
opna nýjan ham-
borgarastað á
næstu dögum á
Skólavörðustíg 8,
þar sem Grænn
kostur var áður
til húsa. Staður-
inn mun bera
nafnið Block Burger. Ráðningar
standa nú yfir en Eiríkur Eiríksson,
einn eigenda, segir að 4-5 manns
muni starfa á staðnum. „Við höfum
verið að þróa brauð síðan í nóv-
ember í fyrra. Þetta er öðruvísi
blanda af kjöti, brauði og eldunar-
aðferð en tíðkast á Íslandi. Svo verð-
um við líka með gamla ísinn á vél,“
segir Eiríkur. Spurður um hver eld-
unaraðferðin sé segir Eiríkur hana
vera leyndarmál, fólk þurfi bara að
koma og smakka hamborgarana.
Þó að nafnið sé alþjóðlegt þá er
um alíslenskan rekstur að ræða.
Eiríkur mun reka staðinn ásamt
konu sinni, Þóru Einarsdóttur, en
það hefur lengi verið draumur hans
að opna hamborgarastað. Þau eru að
koma ný inn í veitingastaðarekstur-
inn, en þau reka fataverslun saman.
Öðruvísi
eldunar-
aðferð
Block Burger
á Skólavörðustíg
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Svanur Guðmundsson leigumiðlari
segir þróun vísitölu leiguverðs eðli-
lega, en samkvæmt frétt á vef Þjóð-
skrár Íslands lækkaði hún um 1,9%
frá fyrri mánuði, en vísitalan var ný-
lega birt fyrir apríl, maí og júní,
vegna verkfalla í vor. Hingað til hef-
ur vísitalan að mestu farið hækkandi
frá ársbyrjun árið 2011.
„Þetta kemur ekki mikið á óvart
af fenginni reynslu, bæði á þessum
tíma og líka vegna þess að fólk ræð-
ur illa við leiguna. Það er minni eft-
irspurn á sumrin en með haustinu
eykst hún. Þegar skólarnir byrja og
þegar nær dregur áramótum eykst
hún aftur,“ segir Svanur.
Síðustu sumur hefur vísitalan þó
hækkað, um 4,9% árið 2013 og 3,8%
árið 2014.
Svanur segir aukna eftirspurn
hafa valdið hækkuninni þessi ár, en
nú sé leigan farin að sliga leigutaka.
„Það sem er breytt núna er að verðið
er orðið það hátt að menn eru aftur
farnir að lækka,“ segir hann.
Svanur segir vísitöluna þó ekki al-
veg gefa rétta mynd. „Verð til ferða-
manna, t.d. á vefsíðunni Airbnb, eru
ekki tekin með inn í vísitöluna,“ seg-
ir hann, en yfir 1.000 íbúðir eru nú til
leigu í miðborg Reykjavíkur á vef-
síðu Airbnb.
Eðlileg lækkun vísitölu leiguverðs
Íbúðir sem leigðar eru gegnum Airbnb eru þó ekki teknar með í vísitöluna
Ljósmynd/© Mats Wibe Lund
Miðbær Yfir 1.000 íbúðir á Airbnb.