Morgunblaðið - 21.07.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
Ármúla 24 • S: 585 2800
Úrval útiljósa
í palla & veggi
Opið virka daga 9 -18, – www.rafkaup.is
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Þegar Petra Bender horfir ákeppnisíþróttir í sjónvarp-inu fangar klæðnaðuríþróttafólksins fremur at-
hygli hennar en leikurinn sjálfur.
Samt hefur hún brennandi áhuga á
íþróttum, sérstaklega hlaupi. Engu
að síður skákar tískuáhugi hennar
íþróttaáhuganum og hefur raunar
gert frá því hún var nítján ára. Núna,
þrettán árum síðar og reynslunni rík-
ari, hyggst hún láta drauma sína ræt-
ast og hanna og framleiða fatnað inn-
blásin af íþróttum og sameina þannig
áhugamál sín.
Til þess að komast yfir erfiðasta
hjallann – peningaleysi, sem helst
hrjáir hana eins og flesta unga frum-
kvöðla, hefur hún sett upp síðu fyrir
framlög á Karolina Fund. Takmarkið
er að safna 5.000 evrum sem sam-
svara tæpum 740 þúsund íslenskum
krónum.
Þægindin í fyrirrúmi
Hugmyndin er fullmótuð en nán-
ari útfærslur í burðarliðnum. „Að-
almarkhópur minn er nútímakonan
sem er ávallt á ferð og flugi. Alls stað-
ar er mikil vitundarvakning varðandi
heilsu, næringu, mannrækt og hreyf-
ingu. Samhliða þessari vitundarvakn-
ingu hefur tískan breyst og þægindin
eru í auknum mæli höfð í fyrirrúmi.
Eftir amstur dagsins vilja konur
klæðast þægilegum flíkum án mik-
illar fyrirhafnar, en á sama tíma vilja
þær vera glæsilegar og kynþokka-
fullar,“ segir Petra, sem fluttist heim
fyrir tveimur árum eftir sjö ár við
nám og störf í London.
„Ég útskrifaðist frá Listahá-
skóla Íslands 2006 með BA í grafískri
hönnun, en fór í millitíðinni í hálfs árs
skiptinám í London College of
Communication. Þá vaknaði áhugi
minn fyrir að fara í framhaldsnám til
Bretlands og úr varð að ég hóf MA-
nám í textílhönnun við Central Saint
Martins. Meðfram náminu,
sem ég lauk árið 2009,
vann ég fyrir hönn-
unarstofuna Hot-
el Creative sem
var með kúnna á
borð við Nike og
Kenzo. Mitt hlut-
verk var meðal
annars að hanna
ýmsar útfærslur í
kringum fatamerk-
in og sjá um útstill-
ingar í verslunum.
Ég var einnig á tíma-
bili í starfsnámi hjá fatahönnuðunum
Peter Jensen og Fred Butler, vann í
nokkrum tískuverslunum og var stíl-
isti fyrir lífsstílsbloggið BNTL, sem
stendur fyrir Better Never Than
Late, eða betra aldrei en seint,“ segir
Petra.
Fatnaður fyrir fólk
á ferð og flugi
Petra Bender klæddist oft íþróttagalla þegar hún fór ásamt félögum sínum í Run
Dem Crew beint út á lífið eftir hlaup um London eða aðrar stórborgir heims. Þá
vaknaði hjá henni sú hugmynd að hanna fatnað sem væri ávallt gjaldgengur,
smart og töff alltaf og alls staðar.
Velkominn Bómullarbolur með lógói nu Werq í aðalhlutverki.
Lógóið Taumerki
sem strauja má á
fatnað, t.d. jakka
og gallabuxur.
Vaxandi matarsóun í Bandaríkj-
unum hafði lengi runnið ungri konu,
Komal Ahmad, til rifja, þegar hún
fékk hugljómun um að sjálf gæti
hún átt þátt í að nýta afgangs mat í
þágu heimilislausra í heimaborg
sinni, Los Angeles. Fyrir þremur ár-
um hitti hún – sem reyndar oftar,
heimilislausan mann á leið sinni í
Berkeley-háskólann í Kaliforníu. Sá
bað hana um peninga fyrir mat, en í
stað þess að verða við bóninni bauð
Ahmad honum til hádegisverðar.
Maðurinn rakti fyrir henni raunir
sínar, kvaðst vera hermaður, ný-
kominn frá Írak, og hafi æ síðan átt
erfitt með að fóta sig í lífinu. Eftir
samtalið fékk Ahmad hugmynd sem
hún beið ekki boðanna með að
hrinda í framkvæmd. Hún þróaði
smáforrit en með hjálp þess hefur
verið hægt að fæða hátt í 600 þús-
und heimilislausa í borginni.
Ahmad kom því einfaldlega til
leiðar að mötuneyti skólans léti
matarafganga renna til athvarfa
fyrir heimilislausa. Tiltækið þótti
eðlilega til fyrirmyndar og eft-
irbreytni og nú er svo komið að 140
háskólar vítt og breitt um Bandarík-
in gera slíkt hið sama.
„Heimskulegasta vandamál
heimsins,“ sagði Ahmad í samtali
við Daily News í New York um mat-
arsóun sem víða viðgengst. „Hung-
ur er slæmt, það er alls staðar
hræðilegt, en í Bandaríkjunum,
mesta velmegunariðnaðarríki
heims, ætti það einfaldlega ekki að
líðast,“ bætti hún við og benti á að
á hverjum einasta degi fleygði fólk
matvælum sem gætu barmafyllt
stærsta fótboltavöll landsins.
Ahmad er nú framkvæmdastjóri
fyrirtækisins Feeding Forward, sem
er rekið án hagnaðarvonar og bygg-
ist á samnefndu smáforriti. Fyrir-
tæki, veislustjórar og allir sem geta
látið mat af hendi rakna til fátækra
samborgara þurfa aðeins að ýta á
takka og gefa bílstjórum Feeding
Forward upplýsingar um hvert þeir
eigi að sækja matinn. Ahmad er á
því að matarskortur sé ekki stærsta
vandamálið heldur að matnum sé
útdeilt með ósanngjörnum hætti.
Eftir að framtak hennar komst í
fjölmiðla segir hún fjölda fólks
hvaðanæva að, t.d. í Naíróbí, Banga-
lore og Hong Kong, hafi haft sam-
band og verið áfram um að fyrir-
tækið færði út kvíarnar. Raunar
liggur Feeding Forward-smáforritið
niðri þessa dagana, en verður til-
tækt í næsta mánuði eftir yfirhaln-
ingu og endurbætur.
Brugðist við matarsóun í Los Angeles
Getty Images/BananaStock RF
Matarsóun heimskulegasta
vandamál heimsins
Lúxushótel heimsins keppast við að
spilla ríkum krökkum til óbóta með
sífellt dýrkeyptari, frumlegri og
kannski að sama skapi fáránlegri af-
þreyingu, dóti og tækjum. Lengi vel
voru gestir undir 120 sentimetrum
tæpast virtir þar viðlits, en nú eru
dæmi um að gullhúðaðar spjaldtölvur
standi þeim til boða sem og hafmeyj-
ar sem þeir geta leikið sér við á
ströndinni.
Hótelkeðjan Aman Rosorts þótti
löngum í fararbroddi hvað þarfir lág-
vöxnu gestanna áhrærði en nú þykir
ekki í frásögur færandi þótt Amanzo-
hótelið á Grikklandi, þar sem nóttin
kostar minnst 160 þúsund íslenskar
krónur, bjóði upp á glæsta sali þar
sem krakkarnir geta spilað billjard og
borðtennis eða sungið karókí. Fylgirit
The Sunday Times um ferðir og
ferðalög tók nýlega saman nokkra
möguleika sem lúxushótelin bjóða
yngstu kynslóðinni upp á. Foreldrum
var bent á að fela blaðið fyrir börnum
sínum.
Í Burj Al Arab-hótelinu í Dubai þar
sem sumir eru sagðir fá ofbirtu í aug-
un af gulli og kristalsskreytingum er
ekkert skorið við nögl þegar krakkar
eru annars vegar. Til dæmi stansar
Tommi Togvagn troðfullur af sæta-
brauði við herbergisdyrnar hjá þeim á
hverjum morgni og yfirþjónninn ráð-
færir sig síðan við þau um matseðil
dagsins. Frekar svona venjulegt og
„fimmstjörnulegt“ að mati The
Sunday Times ef ekki væri fyrir gull-
Lúxushótel með fjölbreytta afþreyingu fyrir ungviðið
Hafmeyja, Disney-fígúrur og Tommi