Morgunblaðið - 21.07.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
Klár í flugtak?
Þú færð allavega byr undir báða
vængi með þessa derhúfu á 900 kr.
Hún fæst líka blá.
Se
n
d
u
m
íp
ó
st
kr
ö
fu
|s
:5
28
82
00
Villidýr á verði
tiger.is · facebook.com/tigericeland
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tímasetning og staðsetning eldgoss-
ins í Holuhrauni forðuðu því að áhrif
eldgossins yrðu enn meiri en raunin
varð. Þetta er mat Sigurðar Reynis
Gíslasonar, vísindamanns við Há-
skóla Íslands. Ný vísindagrein eftir
Sigurð Reyni og samstarfsfólk hans
um umhverfis-
áhrif gossins í
Holuhrauni var
birt í vísindarit-
inu Geochemical
Perspectives
Letters í gær.
Ritið er gefið út
af samtökum evr-
ópskra vísinda-
manna á sviði
jarðefnafræði.
Sigurður
Reynir nefndi tvennt þegar hann var
spurður hvaða lærdóma mætti helst
draga af gosinu. Hann sagði að ann-
ars vegar væri það tenging gossins
við stóru eldgosin í Lakagígum og
Þjórsáreldahraunið, sem er stærsta
hraun sem vitað er til að hafi komið
upp í einu eldgosi á nútíma og er
upprunnið úr Bárðarbungukerfinu.
Hins vegar hvað tímasetning um-
hverfisáhrifanna skipti miklu.
Heppni með Holuhraun
„Við vorum heppin með Holu-
hraun í sambandi við tímasetningu
og staðsetningu. Að sama skapi voru
menn eins óheppnir og hægt var með
Skaftárelda,“ sagði Sigurður Reynir.
Fjarlægðin frá byggð og tímasetn-
ingin drógu úr áhrifum eldgossins á
líf fólks.
Hann sagði að umbreyting brenni-
steinsdíoxíðs í brennisteinssýru í
þurru lofti sé háð ljósi eða birtu.
Brennisteinssýra er mjög skaðleg
fyrir heilsu fólks. Því meira sólarljós
þess hraðar gengur umbreytingin.
Gosið hófst þegar nær dró skamm-
deginu og gosið stóð yfir myrkasta
tíma ársins. Magn úrkomu skiptir
einnig máli því umbreyting brenni-
steinsdíoxíðs í brennisteinssýru
verður allt að fjórfalt hraðari í röku
lofti en þurru. Veðurhæð hefur einn-
ig áhrif á dreifingu mengunarinnar
og hvað hún situr lengi yfir landinu.
Verði svona gos að vetri, þegar veð-
urhæð er mest, þá tætir vindurinn
mengunarskýin í sundur og þeytir
þeim skjótt út af landinu. Verði gos
að sumri í hægviðri þá liggur móðan
yfir landinu.
„Það lagðist allt með okkur í vet-
ur,“ sagði Sigurður Reynir. „Það var
óvenju mikill lægðagangur og óvenju
mikil vindhæð. Það voru ríkjandi
þurrar suðvestanáttir á þessu svæði.
Þá verður ekki mikil oxun og agn-
irnar sem mynda blámóðuna verða
ekki til. Vindurinn þeysti brenni-
steinsdíoxíðinu norður í enn meiri
dimmu.“
Sigurður Reynir minnti á að
Skaftáreldagosið hefði byrjað 8. júní
1783. Þá var bjart allan sólarhring-
inn og hægviðri, bestu aðstæður til
að blámóðan myndaðist. Um tíu þús-
und manns, eða 20% íslensku þjóð-
arinnar, dóu vegna umhverfisáhrifa
gossins í Skaftáreldum. Brenni-
steinsmengunin þá var talin hafa
haft áhrif á þúsundir Evrópubúa,
einkum í Bretlandi, Frakklandi og
Hollandi.
Staðsetning Holuhrauns skipti
einnig miklu máli. Það er í regn-
skugganum, þ.e. á þurra svæðinu,
norðan Vatnajökuls og nálægt helstu
rykuppsprettu á landinu. Á Flæðun-
um myndast mikið ryk, sem er bas-
ískt eða lútað og hlutleysir brenni-
steinssýruna.
Súr úrkoma víða um land
„Það féll mikil súr úrkoma víða um
landið. Þá kom rykið með og hvarf-
aðist við sýruna og hlutleysti hana.
Þetta var eins og bólusetning sem
kom með menguninni,“ sagði Sigurð-
ur Reynir.
Tekin voru úrkomusýni víða á veð-
urathugunarstöðvum meðan á gos-
inu stóð. Sigurður Reynir sagði að
úrkoman hafi verið súrust fyrstu
mánuði eldgossins meðan mestur
gangur var í því. Ef brennisteins-
díoxíðið fór austur af landinu þá gat
það hringsólað suður í höf í meiri
birtu og raka. Svo kom súr úrkoma
til baka af hafi með næstu lægð og
féll t.d. á Suðurlandi.
Tekin voru snjósýni allt í kringum
Holuhraun og sýrustigið mælt. Sig-
urður Reynir sagði að þar hefði
mælst gallsúr snjór og mikill styrkur
af klór og brennisteini í snjónum.
Bæði brennisteinssýra og saltsýra
gætu verið að sýra snjóinn.
Einnig mældist hár styrkur áls í
snjónum, en það bæði kom upp með
kvikunni og getur losnað úr jarðvegi
vegna sýru. Berist það t.d. í fiskivötn
í háum styrk þá getur álið dregið úr
lífslíkum seiða laxfiska. Sigurður
Reynir kvaðst hafa haft nokkrar
áhyggjur af því hvað gerðist þegar
súri snjórinn bráðnaði en engar
fregnir hafa enn sem komið er borist
af fiskidauða í ám og vötnum í kjölfar
eldgossins.
Snjósýni sem tekin voru á Vatna-
jökli og á hæstu tindum fyrir austan
sýndu töluverðan styrk áls, en ekki
jafn mikinn og í kringum Holuhraun.
Heppilegur gosstaður á réttum tíma
Neikvæð áhrif eldgossins í Holuhrauni hefðu líklega orðið mun meiri ef það hefði komið upp að vori
eða sumri Staðsetning gossins mjög góð með tilliti til umhverfisáhrifa Brennisteinsdíoxíð fór víða
Umhverfisáhrif frá eldgosinu í Holuhrauni
Tíðni meðalstyrks brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti sem fór yfir 350
míkrógrömm í rúmmetra á klukkustund, þ.e. yfir heilsuverndarmörk á Íslandi,
meðan á eldgosinu stóð.
Reykjavík
Írafoss
Hjarðarland
Vatnajökull
Hofs-
jökull
Mývatn
Litla-Hlíð
Upptyppingar
Reyðar-
fjörður
Borgir
Höfn
0-1% (ólitað)
1-5%
5-10%
10-15%
15-20%
Eldstöðin
í Holuhrauni.
Úrkoma
Veður
Mælingar á gasi
Heimild: Háskóli Íslands
Styrkur brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti
við jörðu í Evrópu
Heimild: Háskóli Íslands
Land Nafn
stöðvar
Hæð yfir
sjávarmáli Dagsetning
Fjarlægð frá
gosstöðv.
Hæsta
meðalgildi
SO2 á klst.
Írland Ennis 16 m 06.09.´14 1.407 km 498 μg/m3
Írland Portlaoise 98 m 06.09.´14 1.420 km 343 μg/m3
Holland Philippine 5 m 22.09.´14 1.905 km 82 μg/m3
Belgía Ghent region 12 m 22.09.´14 1.931 km 87 μg/m3
Bretland Wicken Fen 3 m 22.09.´14 1.701 km 96 μg/m3
Austurríki Masenberg 1210 m 22.09.´14 2.754 km 235 μg/m3
Morgunblaðið/RAX
Holuhraun Eldgosið er það stærsta frá Skaftáreldum 1783 - 1784 þegar
gaus í Lakagígum og miklar hörmungar fylgdu í kjölfarið.
Sigurður Reynir
Gíslason
Eldgosið í Holuhrauni stóð í sex
mánuði, frá 31. ágúst 2014 til 27.
febrúar 2015. Það var stærsta eldgos
sem orðið hefur hér á landi frá
Skaftáreldum, gosinu í Lakagígum,
sem stóðu frá 1783 til 1784.
Eldstöðin í Holuhrauni losaði
nærri 12 milljónir tonna af brenni-
steinsdíoxíði (SO2). Það var meira en
heildarlosun þessa eitraða efna-
sambands í allri Evrópu árið 2011 og
um 10% af allri brennisteinslosun
manna á jörðinni á einu ári. Þessi
brennisteinslosun var þó ekki nema
1⁄10 af því sem var í Lakagosinu.
Brennisteinsdíoxíð getur haft al-
varleg áhrif á heilsu manna. Sé
styrkur þess mikill í andrúmsloftinu
þá getur það haft áhrif á öndun og
ert augu, nef og háls. Einnig getur
það valdið hósta og öndunarfæra-
sjúkdómum. Brennisteinsdíoxíð hef-
ur slæm áhrif á gróður og veldur
dýrum vanlíðan.
Styrkur brennisteinsdíoxíðs frá
Holuhrauni fór langt yfir heilsu-
verndarmörk (350 μg m−3 að með-
altali á klukkustund) dögum og vik-
um saman víða hér á landi meðan á
gosinu stóð. Fram að því hafði styrk-
ur gastegundarinnar aldrei mælst
yfir heilsuverndarmörkum, ekki
einu sinni nálægt álverum.
Brennisteinsdíoxíðið barst víða
um Evrópu. Þannig sýndu mælingar
í Ennis á Írlandi að styrkur brenni-
steinsoxíðs fór þar langt yfir heilsu-
farsmörk 6. september í fyrra og
slagaði hátt upp í þau í Portaloise
sama dag. Styrkurinn fór nærri 50
sinnum yfir venjulegan bakgrunns-
styrk á mælistöð í 1.210 metra hæð í
austurrísku Ölpunum.
Frá eldstöðinni í Holuhrauni kom
um 1,6 rúmkílómetrar af hrauni. Það
samsvarar um helmingnum af rúm-
máli Þingvallavatns og nýja hraunið
er álíka stórt að flatarmáli og Þing-
vallavatn. Þá losnuðu í eldgosinu 5-6
milljónir tonna af koldíoxíði (CO2)
sem er aðeins meira en íslenska
þjóðin losaði af koldíoxíði árið 2012.
Stærsta gos á Íslandi
frá Skaftáreldum
Morgunblaðið/Eggert
Mökkur og móða Brennisteinsdíox-
íðið mældist víða á meginlandinu.