Morgunblaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
Þegar þú kaupir bökunardropa frá
Kötlu, styður þú fjölfötluð börn til náms.
Sunnusjóður hefur í meira en 30 ár
aukið námsmöguleika fjölfatlaðra
barna. Katla er helsti bakhjarl sjóðsins.
DROPAR SEM
LOFA GÓÐU
www.sunnusjodur.is www.katla.is/dropar
!"!
"#
$"
$%
!$#
"%%
#"%
!%%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$$
""
!
"#!
!"$
$"
! #
"
##$
!#"
$##
$
!
"%!
$!!
$%$
!"
"!$
##%
!%
$ $
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Creditinfo Group hefur undirritað
samning um kaup á upplýsingafyrir-
tæki í Marokkó, Experian Marocco.
Seljandinn er Experian plc, eitt
stærsta fyrirtæki í heimi á sviði fjár-
málaupplýsinga. Experian Marocco er
staðsett í Casablanca og er heildar-
fjárfestingin um 500 milljónir króna.
Meðal helstu markmiða Creditinfo
Group er að auka umsvifin í Afríku, að
sögn Kristins Agnarssonar, fram-
kvæmdastjóra nýrra markaða hjá
Creditinfo Group. Fyrirtækið er nú
með skrifstofur í 20 löndum og hefur
þeim fjölgað um fimm á þessu ári.
Starfsmenn eru um 300.
Creditinfo kaupir
fyrirtæki í Marokkó
● Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð
um miðjan júlí hækkaði um 3,3% frá
fyrri mánuði. Hækkunina má fyrst og
fremst rekja til 11,2% hækkunar vinnu-
liðar milli mánaða, sem hefur áhrif til
hækkunar á vísitöluna um 3,3%. Þessi
hækkun kemur í kjölfar nýgerðra kjara-
samninga iðnaðarmanna og verkafólks í
byggingariðnaði. Á síðustu tólf mán-
uðum hefur vísitala byggingarkostn-
aðar hækkað um 6,0%. Vísitalan gildir í
ágúst 2015.
Byggingavísitalan upp
um 3,3% milli mánaða
STUTTAR FRÉTTIR ...
þeim 24% innskatti sem þeir hafa
hingað til þurft að greiða án nokk-
urs möguleika til frádráttar.
Leiðrétt aftur í tímann
Alexander G. Eðvardsson, for-
stöðumaður skatta- og lögfræði-
sviðs KPMG, bendir á að þau fyr-
irtæki sem nú verði færð undir
virðisaukaskattskerfið muni helst
njóta þess ef tryggt verði að þau
geti nýtt frádráttarbæran innskatt
aftur í tímann af þeim fjármunum
sem notaðir verða í virðisauka-
skattsskyldri starfsemi þeirra.
Þannig geti aðilar sem byggt hafi
upp rekstur sinn áður en til skatt-
skyldu kom, nýtt innskatt fyrri ára
til að mæta útskatti sem þau munu
innheimta eftir að til skattskyld-
unnar stofnast. Telur hann að
nefndarálit efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis, sem fylgdi því
frumvarpi sem varð að lögum og
kvað á um breytta skipan virðis-
aukaskattsmála, kveði nokkuð
skýrt á um að svo muni verða. Það á
þó eftir að skýra nánar og telur Al-
exander að það verði gert þegar
þing kemur saman að nýju í haust.
Samkvæmt núgildandi reglugerð
um innskatt verða fyrirtæki sem
nýtt hafa innskatt til frádráttar að
endurgreiða frádráttinn eftir til-
teknum reglum aftur í tímann, ef
breytingar verða á öflun lausafjár-
muna eða notkun eignar. Gert er
ráð fyrir að hið sama muni gilda um
fyrirliggjandi breytingar en að
reglurnar virki þá í öndverða átt.
Virðisaukaskattur leiðir til
aukinna tekna frá ríkinu
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Skattur Virðisaukaskattur sem leggjast mun á aðgangseyri í heilsulindir verður 11% frá og með næstu áramótum.
Byrja að greiða VSK
um áramótin
» Fólksflutningar sem ekki
teljast til almennings-
samgangna, skólaaksturs og
leigubifreiða.
» Innlendar ferðaskrifstofur.
» Erlendar ferðaskrifstofur.
» Afþreying á borð við göngu-
ferðir, heilsulindir, hestaleigu,
hvalaskoðun og vélsleðaferðir.
Álagning virðisaukaskatts mun koma mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum vel
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Þeir aðilar sem selja út þjónustu
sem ber 11% virðisaukaskatt en
greiða 24% virðisauka af aðföngum
sínum eru í raun og veru að fá dálít-
inn ríkisstyrk.“ Þetta segir Vala
Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og
lögfræðisviðs hjá Deloitte, en um
komandi áramót eru fyrirhugaðar
töluverðar breytingar á skattaum-
hverfi margra ferðaþjónustufyrir-
tækja. Þá mun ýmiss konar þjón-
usta sem til þessa hefur verið
undanþegin virðisaukaskatti færast
upp í neðra þrep kerfisins og bera
11% virðisaukaskatt. Breytingarn-
ar koma í kjölfar þess að virðis-
aukaskattskerfinu var breytt, en
helstu breytingarnar fólu það í sér
að neðra þrepið hækkaði úr 7% í
11% og efra þrepið var fært niður
úr 25,5% í 24%.
Vala bendir á að þeir aðilar í
ferðaþjónustu sem hingað til hafa
ekki þurft að standa skil á útskatti
sem tengist rekstrinum hafi ekki
getað talið neitt á móti. „Þessir aðil-
ar hafa í raun þurft að gleypa þenn-
an kostnað að öllu leyti og hafa ekki
getað rukkað neitt á móti. Nú hér
eftir munu þessir sömu aðilar í raun
fá greitt úr ríkissjóði. Það munar
miklu um að innheimta útskatt sem
nemur 11% en geta svo talið á móti
24% innskatt sem fellur til vegna
alls viðhalds, tækja og búnaðar og
slíks.“
Vala segir að þetta eigi ekki að
koma mjög á óvart. „Svona hefur
þetta verið með hótelreksturinn
lengi og þetta er einfaldlega raun-
veruleikinn þegar tvö þrep eru í
skattheimtunni.“ Því er ljóst að um
töluvert hagsmunamál kann að vera
að ræða fyrir þá aðila sem munu
geta innheimt 11% útskatt á móti
„Það er ekkert sem skyldar neinn
að eiga í viðskiptum við Mjólk-
ursamsöluna,“ segir Ari Edwald,
forstjóri MS. „Arna hefur fulla
heimild til að kaupa mjólk frá öðr-
um bændum en þeir kjósa að
kaupa hana af MS.“ Eins og fram
kom í viðtali við Hálfdán Óskars-
son, framkvæmdastjóra mjólkur-
vöruframleiðandans Örnu í Við-
skiptaMogganum á fimmtudaginn,
þá greiðir Arna 10 krónu álag á
mjólkurlítrann frá MS.
„Munurinn á verðinu sem MS og
aðrir mjólkurframleiðendur greiða
er hugsaður til að dekka kostnað
MS af t.d. söfnun mjólkurinnar og
ýmsum prófunum sem við gerum á
mjólkinni,“ segir Ari. „Jafnframt
fylgir kostnaður þeirri skuldbind-
ingu MS að taka við allri mjólk frá
bændum, sem önnur fyrirtæki eru
laus við.“ Verðið er ákveðið af
verðlagsnefnd og er verðið sem
MS greiðir bændum 82,92 krónur
á meðan verðið sem aðrir aðilar
greiða MS er 91,5 krónur, að sögn
Ara.
Hálfdán segist ekki hafa neitt
við þennan hluta rekstursins að at-
huga heldur væri umhverfi mjólk-
urframleiðslunnar vandamálið.
„Auðvitað væri betra að fá mjólk-
ina á sama verði og MS en þeir
smala henni af bændum hérna á
svæðinu og keyra hana til okkar.
Það er fínt fyrir okkur, við kaup-
um það sem við þurfum og þeir
eru fínir í að þjónusta okkur með
mjólk. Það er starfsumhverfið sem
maður óttast.“ Þar á hann við bú-
vörulögin sem gera MS kleift að
starfa án afskipta Samkeppniseft-
irlitsins eins og kom fram í Við-
skiptaMogganum.
sigurdurt@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Mjólk Verðmunur er á mjólkinni
sem MS kaupir og selur svo Örnu.
Kostnaður fylgir
söfnun á mjólk
Forstjóri MS
segir álagningu
eiga rétt á sér