Morgunblaðið - 21.07.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.07.2015, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Grikklands-deilan hef-ur afhjúpað margan veikleik- ann í þróun Evr- ópusamstarfsins á hverjum tíma. Aðdáendur þess hér á landi, sem fer nú fækkandi, ræða sambandið helst með end- urteknum frösum. Þeir segja t.d. gjarnan að sambandið sé lifandi hreyfing, sem taki sífelldum breytingum. Þess vegna verði menn að „eiga sæti við borðið“ til að geta haft áhrif á hina öru þróun. Sagan sýnir hins vegar að einvörð- ungu stórríkin hafa þar áhrif, og raunar sum þeirra ótrúlega lítil áhrif. En hvað felst raunverulega í þessum tiltekna frasa að ESB sé lifandi síbreytilegt fyrir- bæri? Fyrst og síðast það að þjóð sem hverfur inn í þann heim veit ekki hvernig sú för endar. En hún ætti þó að vita hvaða þróun sé langlíklegust. Menn þurfa ekki annað en að líta um öxl til að fá glögga og trúverðuga mynd af því. Sú mynd blasir þá við að sífellt er saxað á rétt einstakra ríkja. Engar líkur standa til að ætla að breyting verði í þeim efnum. Það gerist ekki bara í sáttmálum, sem hafa stjórn- arskrárígildi, heldur einnig með tilskipunum sem krafist er með hótunum að séu gagn- rýnislaust leiddar í innlend lög hvers ríkis. Flóðið er orðið óhugnanlegt af reglusetningu af því tagi. Þær eru fyrir langa löngu komnar langt út fyrir allt sem réttlæta megi með því, að þjóðir ESB þurfi að geta átt sæmilega snurðulaus sam- skipti sín á milli. Sannleik- urinn er auðvitað sá að nokkr- ar meginreglur með fáeinum leiðbeiningarreglum til fyll- ingar duga til þess. En á milli þess að „agúrku- aðferðinni“ er beitt á hverjum degi og oft á dag til að sneiða af fullveldi þjóðanna í svo þunn- um sneiðum í senn að menn átti sig ekki fyrr en agúrkan er öll sneidd, kemur krafan um stærri stökk. Evrópusamband, sem stundum er sagt að hafi verið hugsað sem rammi um hindrunarlítil viðskipti, er komið með sífellt fleiri ein- kenni ríkis. Ríkistáknin liggja þegar flest fyrir. Þó var engin þörf á neinu slíku. ESB hefur eigin dómstól sem lýtur lögmálum sem um sumt eru einkennileg fyrir dómstól. ESB hefur fána. Það er ekki látið duga heldur er að- ildarríkjunum gert skylt að stilla honum upp í opinberum stofnunum, meira að segja í þjóðþingunum sé þjóðfáni hafður þar uppi. ESB hefur þjóðsöng eins og væri það ríki. Það hefur sendiráð út um allan heim. Sambandið var komið vel á veg með að tryggja að ríkin skyldu öll búa við sameiginlega mynt. Bretar fengu undanþágu eins og Danir sem höfðu þó ekki afl til að nýta hana til fulls. Ekki er lengur heimilt að semja um undanþágur frá myntinni. Ríkjum, eins og Sví- þjóð, er skylt að taka upp evru. En þá skyldu hafa Svíar kom- ist upp með að túlka að tíma- setning upptöku myntarinnar sé á þeirra hendi. Sænska þjóðin hefur ekki viljað sam- þykkja evru. En framangreind skylda og túlkun sænskra stjórnvalda leiðir til þess að leitast verður við að bera málið á ný undir þjóðaratkvæði komi glufa um skeið í andstöðu þjóð- arinnar. Þau níu ESB-ríki sem standa utan við evruna eru þó ekki líkleg til að taka hana upp í bráð eftir nýlegan brest í trú- verðugleika. Sífellt fleiri hafa áttað sig á að slík ákvörðun verður ekki auðveldlega aftur tekin. Ríki hefur ekki einhliða heimild til að hverfa úr mynt- samstarfinu. Umræður um vanda Grikkja sýndu hins vegar að stórríkin telja sig hafa vald til að vísa einstökum ríkjum út úr mynt- samstarfinu. Menn vissu alla tíð að evran gengi ekki upp nema að fullveldi aðildarríkja myntsamstarfsins yrði skert hraðar en með hinni almennu agúrkusneiðingu. Þann inn- byggða galla evrunnar stóð alla tíð til að nota sem þrýsting á flýtingu endanlegrar ákvörð- unar um að breyta ESB í ríki. Eins og fyrr sagði hefur þegar náðst mjög langt á þeirri leið. Nú hefur Hollande, forseti Frakklands, lagt til að evrurík- in komi sér upp sameiginlegri ríkisstjórn! Hollande forseti telur að nota megi örvænt- inguna í álfunni til að knýja þjóðirnar til að kyngja slíkri tillögu. Forsetinn virðist vera á svipuðum nótum og íslenskir krataforingjar vorið 2009. Þá var auðvitað brýnast alls að þjappa þjóðinni í eina sam- henta fylkingu. En þá voru þau Jóhanna og Steingrímur við völd. Þau voru á öðrum buxum. Þau lögðu höfuðáherslu á til- lögur og ákvarðanir sem allir máttu vita að var, hvert eitt sér og hvað þá allt saman, upp- skrift að því að kljúfa þjóðina í andstæðar fylkingar. Dæmin eru svo kunn að óþarft er að rifja upp. Allir vita hversu illan endi þau uppátæki fengu. Kannski fer eins með örvænt- ingarúrræði Hollande. Vitað var að gallað myntkerfi átti að verða þrýstiafl til stórríkismyndunar} Ögrandi hugmyndir Á hinni stafrænu tölvuöld hefur margt í daglegu lífi okkar einfald- ast til mikilla muna. Það fyrsta sem mörgum kemur í hug er vita- skuld hin stafræna bylting á dreif- ingu tónlistar. Hún hefur gert utanumhald og umsýslu neytenda á músík ólíkt einfaldara við- fangs en áður var. Hér í eina tíð raðaði maður vínylplötum í búðarpoka og gekk svo heim til vinar til að renna músíkinni undir nálina. Í kjöl- farið voru lögin krufin til mergjar, sem og textar ef tónlistin var sungin. Þá var uppbygg- ing plötunnar metin, uppröðun laga á hlið 1 og hlið 2, grafíkin á plötuumslaginu skoðuð í bak og fyrir og dómurinn kveðinn upp yfir sykruðu Melroses og ristuðu brauði með appelsínu- marmelaði. Síðan eru allmörg ár liðin og í dag dytti engu ungmenni í hug að hafa fyrir þessu. Músík er aðgengileg gegnum tölvuský, hugtökin hlið 1 og 2 eru yngri kynslóð- inni óskiljanleg og það að borga fyrir tónlist kemur þeim spánskt fyrir sjónir. Vinnan við að raða saman lögum á kassettu verður þeim líka sjálfsagt hulin um alla framtíð en þau kynnast þá heldur ekki hinni dásamlegu sælu- tilfinningu sem hríslaðist um hlustirnar þegar rétt valið lagasafn gekk upp með tilliti til 60 ellegar 90 mínútna stað- allengdar á hljóðsnældum. Slíkt var vandasamt handverk sem ekki var öllum gefið. Í framhaldi af þessum hugleiðingum má sömuleiðis sýta bréfaskriftir í því formi sem þekktist þangað til fyrir um 20 árum. Rétt í blálok þess tíma bjuggum við hjónin – þá kærustupar – í Frakklandi við nám og skrifaðist undirritaður á við vini og ættingja heima á Fróni. Áður en haldið var út spurðust þeir fyrir um tölvupóstfang en ég neitaði að fá mér slíkt því mig grunaði að skilaboðaskipti yrði snubbóttari ef þeim yrði beint í hinn staf- ræna farveg. Bar því við að tölvukosturinn væri hvort eð er fornfálegur í háskólanum, án þess að vita í raun nokkuð um það. Á daginn kom að þetta var snilldarráð því bréfin á ég ennþá og gleymi mér á nokkurra ára fresti við að glugga í þau, stíga inn í tímavélina og skima inn í Frakklandsdvölina um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Fólk taldi það nefnilega ekki eft- ir sér að skrifa og það nokkuð reglulega, þó nokkrar handskrifaðar síður í senn. Einn vin- urinn fór svo sjálfur utan tveimur árum seinna og þá var skipst á tölvupóstbréfum. Það er viðleitni í þeim skrifum, en þau nema í besta falli fimmtungi af hefð- bundnu bréfi, auk þess sem útprentaðir tölvupóstar hafa ekki sama sjarmann og handskrifuð bréf. Það er margt fengið með þægindum og tímasparnaði stafrænunnar en það fer um leið ýmislegt forgörðum sem áður var áþreifanlegt. Bréfin eru þar á meðal og það er ákveðin synd að þau séu horfin í glatkistuna, á tímum skype og annarra tengimöguleika. Ég held samt ég þráist hér við og skrifi einhverjum bréf innan skamms til að prófa aftur og sjá hvort ég hefi einhverju gleymt. Hver vill svo fá bréf í pósti? jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Hið gleymda handverk STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Um verslunarmannahelginaverður hægt að kaupabjór á matsölustöðum aðminnsta kosti átta bensín- stöðva um allt land, þar af á öllum bensínstöðvum Olís á leið frá Reykja- vík til Landeyjahafnar. Sett verða upp þjóðhátíðartjöld á bensínstöðvum Olís í Norðlingaholti, á Selfossi og Hellu þar sem vín og veitingar verða á boð- stólum. Íslensk lög gera ekki ráð fyrir því að bensínstöðvar selji áfengi. En öðru máli gegnir um matsölustaði og því má selja áfengi á bensínstöðvum Olís og N1, eins og raunin er og þar er það hluti af veitingarekstri. Ekki má kaupa áfengið til neyslu utan stað- arins. Hjá N1 hefur áfengi verið selt bróðurpartinn af áratug á lands- byggðinni á fimm stöðum. Áfengi hefur verið selt á matsölu- stöðum N1 í Staðarskála og á Blöndu- ósi frá árinu 2008. Kristján Þorbjörns- son, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra, segir að lögreglan þar hafi ekki tekið eftir aukningu á ölvunar- akstri eða vandræðum vegna sölu áfengis á matsölustöðum N1 í Stað- arskála og á Blönduósi. „Við höfum alla vega ekki tekið eftir því að það hafi aukist eða breyst. Auðvitað kem- ur fyrir að við séum látnir vita að ein- hver hafi sést fara í bíl eftir að hafa fengið sér öl, en það eru ekki það mörg tilfelli að það sé eitthvað mæl- anlegt eða slíkt. Þetta eru undantekn- ingar.“ Egill Benediktsson hjá sýslu- manninum á Suðurlandi segir að sömu reglur gildi um alla matsölustaði. „Hugmyndin er sú að þetta sé ekkert öðruvísi en hjá öðrum veitingastöðum. Þú mátt ekki fara með veitingarnar út. Það er ekkert öðruvísi hvort sem það er bensíntankur fyrir utan eða ekki,“ segir hann. Áfengið er því ein- ungis til neyslu innan veitingastað- arins, sem ekki má selja áfengi í smá- sölu. „Menn sjá svo sem oft að það er ekkert farið neitt rosalega vel eftir þessu,“ segir Egill um áfengissölu á veitingastöðum. „Það er stundum passað að menn komi ekki með áfengi inn en það er ekkert alltaf verið að passa hvort áfengið fari út.“ Í kjölfar umfjöllunar Morg- unblaðsins um áfengissölu á veit- ingastöðum Olís um verslunarmanna- helgina hafa borist athugasemdir frá ýmsum félagasamtökum, svo sem UMFÍ og Samstarfsráði um for- varnir. „Fyrir neðan allar hellur“ Árni Guðmundsson hjá For- eldrasamtökum gegn áfengisauglýs- ingum er einn þeirra sem er ósáttur við þá þróun að bensínstöðvar selji áfengi og finnst uppátæki Olís ekki vera til eftirbreytni. „Það er rosalega sérkennilegt að bensínstöðvar séu að hvetja til áfengisneyslu á stöðvum sínum. Það er fyrir neðan allar hellur. Sérstaklega um þessa helgi. Þá finnst manni algjörlega ósæmilegt að olíufé- lögin séu að ýta undir slíka stemn- ingu. Bensínstöðvar ættu að styðja bætta umferðarmenningu en þetta er alveg á hinum kantinum,“ segir Árni og bendir á slysatíðni um versl- unarmennahelgina og að sum slysanna tengist áfengisneyslu. „Áfengisiðnaðurinn á mikla peninga og er í ofsalegri hagsmunabaráttu um að koma áfengi sem víðast. Og þetta er einn þáttur í því. Það virðist eins og Ölgerðin sé frekar að halda þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en ÍBV. Eins og þetta kemur fram í frétt ykk- ar um Olís, þá er þetta einn liður í því að einhver sölustjóri hjá Ölgerðinni sé að gera eitthvað rosalega spenn- andi fyrir fólk sem er að keyra til Landeyjahafnar, fólk á að geta fengið brennivín með mjög reglulegu milli- bili alla leiðina til Vestmannaeyja.“ Áfengisvíglínan færð inn á bensínstöðvar Morgunblaðið/Þórður Deilt Ekki eru allir sáttir við áfengissölu N1 og Olís. Reglur um sölu áfengis á matsölustöðum kveða á um að ekki megi fara með áfengið af sölustað. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að leggja aftur fram áfengis- frumvarp sitt sem myndi enda afnám ríkisins á sölu áfengis. Verði frumvarpið samþykkt myndi það heimila smásölu áfengis á bensínstöðvum. Væri þá hægt að kaupa áfengi á bensínstöðvum og taka með heim. Í dag má bara kaupa áfengi til neyslu innan mat- sölustaða bensínstöðvanna, ef tilskilin leyfi eru til staðar. Hann telur að vegna núver- andi áfengislöggjafar verði allir bílar hlaðnir áfengi, svo ef til vill skipti ekki máli hvort Olís bjóði upp á öl á leiðinni. „Út af því að frumvarpið mitt hefur ekki gengið í gegn munu allir þessir bílar sem eru á leiðinni á Þjóðhátíð vera drekkhlaðnir af áfengi. Ef það mætti selja áfengi í verslunum í Vest- mannaeyjum myndi fólk bara kaupa þetta þar,“ segir Vil- hjálmur. Drekkhlaðnir bílar til Eyja ÁFENGISFRUMVARPIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.