Morgunblaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015 ✝ Stefán B. Stein-grímsson fædd- ist í Reykjavík 11. janúar 1938. Hann lést á Landspítala- num við Hring- braut 10. júlí 2015. Foreldrar hans voru Steingrímur Björnsson vörubíl- stjóri, f. 30. júní 1913, d. 21.maí 2002 og María Valdimarsdóttir húsmóðir, f. 25. sep. 1915, d. 7. jan. 1992. Al- systkini Stefáns eru Guðlaug Steingrímsdóttir, f. 11. jan. 1938 og Valdimar Ágúst Stein- grímsson, f. 7.jún. 1939. Hálf- systkini sammæðra eru Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 21. mari, þar sem þau ólust upp hjá föðursystkinum sínum. Stefán fór ungur til náms í rafvirkjun og lauk rafvirkjameistaraprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann vann sem rafvirki við byggingu Sogsvirkjana og síðar við Búrfellsvirkjun. Stefán var einnig til sjós um árabil og þá á úthafstogurum þeirra tíma sem sigldu jafnan með aflann til er- lendra hafna. Frá árinu 1968 bjó Stefán á Blönduósi og vann þar lengst af sem sjálfstætt starfandi rafvirki. Hann vann þó í nokkur ár sem veghefilsstjóri hjá Vega- gerð ríkisins. Einnig við fram- leiðslu hjá Ósplasti og sem land- póstur í Austur-Húnavatnssýslu. Árið 1997 flutti Stefán aftur til Reykjavíkur og vann þá fyrstu árin sem kirkjuvörður í Lang- holtskirkju og síðar sem rafvirki hjá Rafveri, allt þar til hann hætti störfum 67 ára. Útför Stefáns verður gerð frá Garðakirkju í dag, 21. júlí 2015, kl. 13. okt. 1932, Emil Pét- ur Ágústsson, f. 7. júl. 1944, d. 22. jan. 2015 og Björgvin Alexander Gísla- son, f. 21. okt. 1947, d. 14. febr. 2009. Hinn 8. ágúst 1967 kvæntist Stefán Ernu Svavars- dóttur frá Blöndu- ósi. Dóttir þeirra er Þóra Stefánsdóttir, f. 1. nóv. 1968. Börn hennar og Inga Guðjónssonar (fyrrv. sam- býlismanns) eru Kolbrún Erna, f. 24. mars 2001 og Bergvin Logi, f. 11. júní 2005. Stefán sleit barnsskónum á Móbergi í Langadal ásamt systk- inum sínum, Guðlaugu og Valdi- Á björtum sumardegi er þó sem veröldin hafi brugðið lit þegar ég kveð elskulegan föður minn. Missirinn er mikill. Sárt er að hugsa til þess að sá tími sem við fengum notið saman sé liðinn. Fyrir þann tíma er ég af- ar þakklát og margs er að minn- ast. Pabbi var einstaklega hjartahlýr, hógvær, traustur og jákvæður maður. Glettinn og orðheppinn var hann og ósjaldan sem ég reyndi að ráða í sposkan svip hans. Með hans túlkun urðu ótrúlegustu menn og málefni spaugileg. Alltaf gnótt af hnyttn- um tilsvörum, jafnvel þegar hann lá mikið veikur á Landspít- alanum. Minnist þess með bros á vör þegar ég sagði honum að Pétur frændi væri að koma í heimsókn. Það var mikill flug- vélagnýr úti. Hann brosti og svaraði að bragði „er hann Pétur kominn á þyrlu?“ Pabbi vildi öllum vel. Aldrei heyrði ég hann kvarta eða hall- mæla nokkrum manni, hann bara leiddi hjá sér fimlega hvers konar tuð og bölsýni. Þegar ég spurði hann hvernig hann hefði það, þá hafði hann það ávallt gott. Áhugamálin voru mörg, meðal annars golf, músík, bílar og and- leg málefni. Einnig naut hann þess að stunda laxveiði. Hann var ein- staklega fiskinn og þekkti hvern hyl í Blöndu enda alinn upp við veiðar á bökkum árinnar. Við veiðarnar kom þolinmæði hans sér vel. Það reyndi hins vegar töluvert á þolinmæði dótturinnar þegar beðið var löngum stundum eftir því að fiskurinn tæki. Pabbi var mjög músíkalskur og ekki fannst betri dansherra en hann. Hann spilaði á harmónikku, m.a. með bróður sínum og frænda á yngri árum á böllum í samkomu- húsum sem þá voru í hverjum hreppi. Pabbi var einstakt snyrti- menni, hjá honum átti allt sér sinn sérstaka stað og bíllinn ávallt gljáandi og vel pússaður. Hann var tíður gestur í bílaum- boðum, fylgdist vel með og prufukeyrði reglulega nýja bíla. Seinni ár spilaði hann mikið golf og hafði unun af. Síðustu 15 árin var hann nær daglegur gestur á Urriðavelli, jafnan mættur til leiks hvernig sem viðraði. Svo voru teknar 9 holur af og til á Ljúflingi með barna- börnunum sem voru honum svo kær. Börnin mín voru svo heppin að njóta mikilla samvista við afa sinn, spila golf, tefla, sparka bolta, horfa á mynd, púsla eða bara spjalla. Þau nutu þess og ég er ekki í nokkrum vafa að ánægjan var gagnkvæm. Pabbi, þú sinntir þeim svo einstaklega vel. Alltaf til staðar fyrir þau hvern dag. Elsku pabbi minn: þetta tók snöggan enda og hvorki ég, þú né neitt okkar tilbúið að kveðja. Það var svo gott að fá að halda í hlýja hönd þína hvern dag þess- ar tvær vikur sem þú lást á Landspítalanum og við vissum í hvað stefndi. Við þurftum ekki orð, við stunduðum hugsana- flutning og það ríkti gagnkvæm- ur skilningur. Þú hræddist ekki vistaskiptin og það var gott að vita af því. Einlæg trú þín og áhugi á andlegum málefnum var þinn styrkur þessa síðustu daga. Hógværð þína og elskulegheit mun ég hafa að leiðarljósi. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Fyrir gleðina, viskuna, hlýjuna og alla væntumþykjuna. Þín dóttir, Þóra. Elskulegur Stefán Stein- grímsson lést á Landspítalanum þann 10. júlí síðastliðinn. Margar ljúfar minningar líða um hugann þegar ég hugsa til Stefáns. Ég hitti hann í fyrsta skipti árið 1998 þegar Þóra kynnti mig fyr- ir foreldrum sínum. Við Stefán náðum fyrr en varði vel saman og myndaðist milli okkar vinátta og sterk taug sem ávallt hélst. Við vorum líka svo lánsamir að eiga nokkur sameiginleg áhuga- mál. Veiðiferðirnar sem við fórum voru ófáar og eftirminnilegar. Seint gleymi ég fyrstu ferð okk- ar í Blöndu í Húnavatnssýslu. Stefáni var mikið í mun að ég fengi fisk í þessari ferð en áin var ákaflega mórauð og mér leist því ekkert á blikuna. Hvernig átti ég að geta staðið undir væntingum með mína litlu veiðikunnáttu? Þær áhyggjur voru þó óþarfar. Stefán fylgdi mér á einn veiðistað og gaf mér nákvæm fyrirmæli um hvernig ég ætti að kasta flugunni. Það skipti engum togum að ég fékk vænan lax á í öðru kasti. Í ferð- inni fékk ég þennan eina lax en Stefán fjóra og voru það einu laxarnir sem veiddir voru í ánni þann daginn. Stefán var einstak- lega flinkur veiðimaður, veiddi mikið á árum áður og Blöndu þekkti hann eins og handarbakið á sér. Golfíþróttin var annað sam- eiginlegt áhugamál okkar Stef- áns en við spiluðum mikið golf saman um áratugaskeið og fór- um meðal annars nokkrar ferðir til Spánar. Árið 2009 afrekaði Stefán að ná holu í höggi á Urr- iðavelli og varð þar með gjald- gengur félagi í Einherjaklúbbn- um. Stefán fylgdist vel með mál- efnum líðandi stundar og stóð hæfilega fast á sínu. Oft ræddum við um pólitík og breytta heims- mynd. Ég minnist þess þegar við vorum staddir á Tenerife vorið 2008 að við ræddum mikið um stöðuna á Íslandi og víðar. Stef- án hafði þá sem oftar mikil áhrif á mig en hann var sannfærður um að framundan væri hrun á fjármálamörkuðum og varaði mig við. Ég fór eftir hans tilfinn- ingu og ráðum og náði því að sigla klakklaust gegnum þann mikla ólgusjó sem síðar gekk yfir. Stefán hafði einkar þægilega og milda rödd og hafði yfirvegað og virðulegt fas. Hann var sann- kallaður öðlingur, hógvær, hlýr og gefandi og jafnframt gæddur mikilli kímnigáfu. Hann var ein- stakt ljúfmenni og mikið snyrti- menni og öllum leið vel í návist hans. En fyrst og fremst var hann sannur og góður maður. Ég dáðist að mörgu í fari Stefáns en fáu jafnmikið og hans ástríka og einlæga sambandi við börnin mín, Kolbrúnu og Berg- vin. Þau eru einu afabörnin hans og missir þeirra er mikill því að hann var þeim einstakur og ákaflega kær afi. Stefán um- gekkst fólk ávallt af virðingu og umburðarlyndi og hlúði að sínum með hlýju, hógværð og jákvæðni og náði einstaklega vel til allra. Fyrir þremur vikum kom í ljós að Stefán var alvarlega veik- ur og fljótlega varð ljóst að við ekkert varð ráðið. Stefán tók ör- lögum sínum af miklu æðruleysi. Þær stundir, sem fjölskyldan átti með honum síðustu vikurn- ar, eru dýrmætar og eiga eftir að vera ómetanlegar í minning- unni. Að leiðarlokum og með sárum söknuði vil ég þakka fyrir allar yndislegu stundirnar sem ég átti með Stefáni. Minningin um hann varðveitist í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (M. Joch.) Ingi Guðjónsson. Elsku afi minn. Við höfum átt margar góðar stundir og mörg sameiginleg áhugamál eins og golf, fótbolta og gamanmyndir. Við spiluðum golf á Ljúflingi og líka í Wii. Stundum vannst þú og stundum ég. Það var líka svo gaman að horfa á grínmyndir með þér, þú hlóst alltaf svo mikið. Afi, þú varst alltaf til í skutlið, en nú verður ekki eins mikill lúxus, bara strætó. Ég er svo glaður að hafa átt þig sem afa og vin. Ég veit þú verður alltaf hjá mér. Kveðju- stundin okkar var góð. Ég elska þig svo mikið, afi. Þú varst alltaf svo góður við alla og þér þótti vænt um alla. Ég sakna þín. Þinn afastrákur, Bergvin Logi. Elsku besti afi, Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért búinn að kveðja okkur. Ég á svo margar góðar minningar um þig. Þú varst allt- af svo yndislegur og góður við mig og þú varst mér mjög kær. Alltaf varstu tilbúinn að skutla mér á æfingar eða sækja mig í skólann og þú varst alltaf mætt- ur á réttum tíma. Við vorum svo lík að mörgu leyti. Bæði höfðum við gaman af því að spila, púsla, fara í golf saman eða slá úr fötu, en mig langar til að verða jafngóð og þú í golfi. Það var svo gaman að spjalla við þig og þú sagðir mér frá svo mörgu skemmtilegu. Það verður aldrei jafn gaman að horfa á bíómynd með neinum eins og með þér. Þú varst alltaf svo góður og kær við alla. Ég hefði ekki getað átt betri afa en þig. Þú ert mér sönn fyrirmynd og ég elska þig svo óendanlega mik- ið. Þín afastelpa, Kolbrún Erna. Stefán bróðir minn er látinn. Við vissum að hann var haldinn þessum skæða sjúkdómi en and- lát hans bar þó hraðar að en við væntum. Við bræðurnir og systir okkar ólumst upp hjá föðurfjölskyldu á Móbergi í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu og áttum þar góða bernsku með frændsystk- inum okkar. Heimilið var mann- margt; þar var líf og fjör og æskan ljúf við leik og störf. Við bræðurnir áttum snemma sömu áhugamálin: að veiða lax og silung. Við vorum ungir þeg- ar við byrjuðum að binda snæri á skaft og festa öngul á og renna í alla læki og tjarnir, að ég tali nú ekki um Blöndu sem rann rétt við túngarðinn. Áhugamálin urðu fleiri. Tón- listin átti hug okkar og við lærð- um að spila á harmonikku. Sjálf- menntaðir stofnuðum við hljómsveit ásamt Ara, frænda okkar og vini af næsta bæ. Hljómsveitina nefndi fólk „Mó- bergsbræður“ og spiluðum við á böllum um allar sveitir um tíma. Árin liðu og leiðir skildi. Við fórum báðir til náms og síðan að stofna fjölskyldu. Sambandið varð minna þótt við vissum alltaf hvor af öðrum. Seinustu árin höfum við tekið upp þráðinn að nýju, verið í sam- bandi og farið saman í veiði á bernskuslóðirnar í okkar uppá- haldsá, Blöndu. Þar höfum við átt okkar bestu stundir saman. Fyrir þær er ég mjög þakklátur. Innilegar samúðarkveðjur til Ernu, Þóru, Kolbrúnar og Berg- vins frá mér og fjölskyldunni. Guð blessi minningu Stefáns bróður. Valdimar Steingrímsson. Stefán B. Steingrímsson Í dag kveð ég elskulega ömmu mína. Margs er að minnast, margt að þakka og margs er að sakna. Allar Kolaportsferðirnar og bíltúrarnir með þér og afa. Að stússast með þér á Miðvang- inum og róta í dótinu þínu. Þar var alltaf hægt að finna eitthvað spennandi. Sitja með þér inni í eldhúsi að ræða um allt og ekk- ert. Hversu gaman mér fannst að sitja heima hjá þér, pakka inn jólagjöfum og þú að stússast í kringum mig. Hversu yndisleg og góð þú varst við mín börn og gleðin sem skein frá þér þegar þú varst í kringum þau. Ég er svo þakklát fyrir að þú fékkst að hitta þau öll og þau þig. Í raun er ég búin að sakna þín í þó nokkurn tíma, elsku amma mín, sökum veikinda þinna. Og það eru þessir litlu hversdagslegu hlutir sem ég sakna mest. Ég get enn lokað augunum, hugsað til þín og heyrt þrennt hljóma í huga mér líkt og þú værir hér hjá mér. Í fyrsta lagi hvernig þú varst vön að kalla „Diddi“ á afa þegar við sátum inni í eldhúsi og afi sat frammi yfir sjónvarpinu. Í öðru lagi þegar þú varst að fussa yfir Fúsa frænda … „Fúsi! láttu ekki svona!“ og ég get ekki ann- að en brosað yfir því að þetta sé setning sem stendur upp úr minningaflóðinu. Síðast, en þó best af öllu, þá get ég lokað aug- unum og heyrt hlátur þinn óma í huga mér og séð fyrir mér bros- andi andlit þitt. Það er án efa mín dýrmætasta minning um þig, elsku amma Sibba. Hana mun ég ávallt varðveita og geyma. Ég vissi það þegar ég kom til þín þetta kvöld að það væri okk- ar síðasta stund. Hún var átak- anleg og erfið, en samt svo mik- ilvæg og dýrmæt því ég fékk að kveðja þig eins og ég vildi. Ég veit að þú ert nú búin að skila kveðjunni minni til afa. Þrátt fyrir okkar hinstu kveðju þá vil ég trúa því að þetta sé ekki end- irinn heldur frelsun þín og nýtt upphaf. Nú ertu komin í faðm afa og þið eflaust að dansa sam- an inn í eilífðina eins og ykkur er einum lagið. En þrátt fyrir að það sé léttir að þú sért komin á betri stað er sorg mín mikil. En ég tek henni fagnandi því hún er spegilmynd af þeim dásamlega tíma sem við áttum saman. Hvert tár er minning um þig og því ekkert skrýtið að þau séu mörg. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu og fyrir allt sem þú hefur gefið mér og gefið af þér, elsku amma Sibba. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ég vil trúa því að nú vakir þú yfir mér og mínum. Fallegri verndarengil er ekki hægt að hugsa sér. Þar til við hittumst á ný, hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín Anna Björk Sigurðardóttir. Nú þegar hún amma okkar er fallin frá viljum við systur minn- Sigurbjörg Vigfúsdóttir ✝ SigurbjörgVigfúsdóttir fæddist 28. nóv- ember 1930. Hún andaðist 12. júlí 2015. Útför Sigur- bjargar fór fram 20. júlí 2015. ast hennar með nokkrum orðum. Hún amma okkar var besta amma sem hægt er að hugsa sér. Hún vildi alltaf allt fyrir okkur gera og við fundum það alla tíð að henni fannst við svo frábærar. Henni fannst það reyndar um öll barnabörnin sín. Við vorum öll svo rosalega vel gert fólk skv. henni, skemmtileg, falleg og vel gefin. Það er ekki amalegt að eiga ömmu sem finnst það um mann, sérstaklega þegar maður er á þeim aldri að manni finnst það ekki sjálfum. Það var alveg yndislegt að koma í heimsókn til ömmu og afa þegar við vorum börn og fá leika okkur í hraun- inu, skoða dótið þeirra eða bara hafa það notalegt og horfa á sjónvarpið. Þegar við vorum krakkar þá skammaði hún amma okkur systur aldrei nokk- urn tímann þó að okkur gruni að hana hafi langað til þess þegar önnur okkar, þá 9 ára gömul, tíndi fallegu túlípanana hennar og gaf henni í þessum líka fína blómvendi. Hún amma okkar átti þó nokkur áhugamál. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist og það var nær alltaf kveikt á útvarp- inu eða hún var með plötu á fón- inum og hún elskaði að dansa. Einnig var hún amma alltaf mikil áhugamanneskja um föt, snyrtidót, skartgripi og skó, og henni fannst fátt skemmtilegra en að fara og kaupa eitthvað fal- legt. Hún var alltaf svo vel til- höfð og fylgdist vel með tísk- unni. Við erum nokkuð vissar um að henni hafi þótt það hálf- leiðinlegt að við systur virðumst ekki hafa fengið nein af þessum tískugenum frá henni en hún sagði það nú samt aldrei. Þótt okkur systur vantaði tískugenið stoppaði það okkur ekki í að fara með ömmu í búðir og eigum við skemmtilegar minningar um það þegar við vorum að flækjast með henni í allskonar búðum. Amma var gædd mjög mörg- um kostum. Einn af þeim var sá að hún var snillingur í eldhús- inu. Fiskibollurnar hennar ömmu hefur enginn í fjölskyld- unni getað leikið eftir og púð- ursykurtertan hennar, sem hún gerði samviskusamlega fyrir öll afmæli, var algjörlega ógleym- anleg en fyrir okkur krakkana þá gerði hún líka besta ristaða brauð í heimi. Amma var ein- staklega gjafmild kona og henni fannst gaman að dekra við fólkið sitt. Við eigum ótal hluti sem hún hefur gefið okkur í gegnum tíðina en hún og afi gleymdu aldrei afmælum eða öðrum merkilegum tilefnum. Reyndar var það svo að við barnabörnin fengum alltaf afmælisgjöf, sum- argjöf, páskaegg og jólagjöf. Það er nú ekki lítið m.t.t. þess að við barnabörnin erum 14 tals- ins. Amma var einstaklega barn- góð og það var gaman að sjá hana verða ömmu í annað sinn þegar langömmubörnin bættust við. Henni fannst þau alveg jafn frábær og henni hafði fundist við foreldrarnir áratugum fyrr. Hún amma okkar var ynd- isleg manneskja í alla staði og við söknum hennar sárt. Hún og afi voru stór hluti af lífi okkar þegar við vorum að alast upp og höfðu mikil áhrif á það hvernig manneskjur við erum í dag. Það er því erfitt að sætta sig við að þau séu bæði fallin frá. Við reynum að hugga okkur við góð- ar minningar og það að nú séu þau afi og amma loksins saman á ný. Sigurbjörg og Sólveig. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.