Morgunblaðið - 21.07.2015, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
Þótt Guðmundur
Bjarnason sækti sér
menntun suður á
land og færi í há-
skóla í Reykjavík sneri hann til
baka í heimabyggðina á Norðfirði
ungur maður og helgaði samfélag-
inu þar líf sitt og krafta. Úr húsinu
sínu í Neskaupstað horfði hann út
á hafið, umkringt háum og tign-
arlegum fjöllum. Með Klöru sér
við hlið var hann ósigrandi. Hún
færði honum líka börnin sín tvö,
Ívar og Boggu, og afastelpurnar
tvær Klöru og Telmu. Hann var
vakinn og sofinn yfir velferð
þeirra. Mér er minnisstætt þegar
ég keyrði hann í verslun inn á
Sundlaugaveg í Reykjavík til að
sinna erindi fyrir Klöru litlu. Það
var nokkuð sem ekki mátti gleym-
ast í erli dagsins.
Guðmundur var róttækur á
yngri árum og alla tíð hélt hann
sig vinstra megin í pólitíkinni. Það
fór ekki hjá því að hann yrði
áhrifamaður í sínu samfélagi og
um langt árabil var hann bæjar-
stjóri fyrst í Neskaupsstað og síð-
ar eftir að sveitarfélögin eystra
sameinuðust, í Fjarðabyggð. Þar
virtist hann þekkja hvert manns-
barn og hverja þúfu. Hann skildi
mæta vel þarfir samfélagsins og
vissi að án atvinnu verður ekki
mikið líf þar.
Guðmundur var í hópi þeirra
sveitarstjórnarmanna á Austur-
landi sem börðust fyrir því með
oddi og egg að orkan sem beisluð
yrði í fjórðungnum yrði notuð til
Guðmundur
Bjarnason
✝ GuðmundurBjarnason
fæddist 17. júlí
1949. Hann lést 11.
júlí 2015.
Útför Guð-
mundar fór fram
18. júlí 2015.
uppbyggingar þar.
Eftir áratugabar-
áttu fyrir því tókust
samningar við
bandaríska fyrir-
tækið Alcoa um
byggingu álvers á
Reyðarfirði. Alcoa
Fjarðaál er glæsi-
legt fyrirtæki og í
kringum það hafa
skapast um 2.000
störf, af þeim nálægt
500 í álverinu sjálfu. Guðmundur
átti drjúgan þátt í að þessi upp-
bygging varð að veruleika.
Tvennt fannst mér einkenna
Guðmund öðru fremur, húmorinn
og umhyggja hans fyrir fólki.
Hann hafði næmt auga fyrir því
spaugilega í lífinu og var ásamt
Smára Geirssyni potturinn og
pannan í Kommablótinu á Norð-
firði í áraraðir. Af því þorrablóti
vildi enginn missa. Hann var
skemmtilegur maður og góður
maður. Umhyggja hans fyrir þeim
sem stóðu höllum fæti einhverra
hluta vegna, var augljós. Guð-
mundur var hreinn og beinn og
óhræddur við að segja hlutina eins
og þeir voru. Hann var vinsæll,
átti vini úr öllum stjórnmálaflokk-
um og virti alla jafnt, sama hvort
var ráðherra eða hafnarverka-
maður.
Eftir að Guðmundur lét af
starfi bæjarstjóra hóf hann störf
fyrir álver Alcoa Fjarðaáls. Þar
munaði svo sannarlega um
reynslu hans og þekkingu, bæði á
þjóðmálum og málefnum Austur-
lands. Hann átti sérstaklega auð-
velt með að vinna með öðrum. Það
var bæði fróðlegt og gaman að
vinna með honum. Hann er ákaf-
lega minnisstæður maður og verð-
ur víða saknað.
Guðmundur var farinn að
kenna þess meins sem varð hon-
um að aldurtila, fyrir nokkuð
mörgum árum. Hann ræddi veik-
indi sín af raunsæi og æðruleysi.
En hann lét þau ekki stöðva sig og
sinnti störfum sínum nánast fram
á síðasta dag, með dyggum stuðn-
ingi Klöru. Hann barðist til hinstu
stundar og mætti örlögum sínum
af karlmennsku. Góður maður og
góður félagi er genginn langt fyrir
aldur fram. Blessuð sé minning
hans. Ég sendi Klöru og fjölskyld-
unni allri innilegar samúðarkveðj-
ur.
Erna Indriðadóttir.
Mig langar til í nokkrum fátæk-
legum orðum að minnast vinar
míns, Guðmundar Bjarnasonar
sem við kveðjum í dag eftir hetju-
lega baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Óhætt er að segja að ævi hans
þó að allt of stutt hafi verið hafi
verið viðburðarík, hann kom víða
við á lífsleiðinni enda hann áhuga-
samur um flest mannlegt. Ég veit
að í greinum annarra og æviágripi
munu vera talin upp þau störf er
hann innti farsællega af hendi á
sinni ævi enda ætla ég mér ekki
inn á þá braut hér.
Kynni okkar Guðmundar eða
Gumma eins og við yfirleitt köll-
uðum hann hófust árið 1977 er ég
fluttist til Neskaupstaðar góðu
heilli. Það sem fýtti kynnum okkar
var sameiginlegur áhugi á fótbolt-
anum en Gummi var formaður
knattspyrnuráðs Þróttar er hér
var komið við sögu.
Næstu árin áttum við einstak-
lega ánægjulegt og skemmtilegt
samstarf innan þróttar, ég sem
leikmaður og í stjórn félagsins og
hann sem hugsuðurinn og skipu-
leggjandi knattspyrnumála fé-
lagsins. Það væri hægt að skrifa
bók um allt það sem á okkar daga
dreif á þessum árum. Auðvitað
sitja skemmtilegu atriðin best í
minningunni. Í svo ótrúlega mörg-
um tilvikum kom Gummi við sögu
enda leitun að skemmtilegri
manni.
Það sem stendur upp úr í minn-
ingunni um Gumma er húmorinn.
Ég hef aldrei kynnst nokkrum
manni sem átti svo ótrúlega auð-
velt með að sjá spaugilegu hlið-
arnar í öllu. Mannlífið í Neskaup-
stað var honum eins og persónur í
leikriti sem alltaf mátti uppfæra á
hverju ári.
Öll þau ár sem ég bjó í Nes-
kaupstað var varla sú skemmtun
haldin án þess að Gummi kæmi við
sögu. Þetta mun hafa byrjað með
annálum hans á Kommablótum
sem síðar varð dagskráratriði á
Veiðigleðinni á meðan hún var og
hét auk fjölmargra annarra tæki-
færa. Þegar fram í sótti var
Kommablótið orðið að allsherjar
Kabarett sem allir sem þessi blót
hafa sótt dásama enn í dag.
Ég spurði Gumma einhvern
tíma í árdaga annála hans hvað
væri nauðsynlegt að hafa við gerð
þeirra. Svarið ver einfalt: Kame-
rat Stolichnaya er góður félagi við
skriftir því auðvitað verður drykk-
urinn að koma frá Sovétríkjunum.
Við hjá Þrótti fórum heldur
ekki varhluta af hinu frjóa ímynd-
unarafli Gumma. Á okkar þremur
sumarárshátíðum Þróttar í kring-
um 1980 fór hann á kostum sem
Fjallkonan í ávarpi hennar, á
þeirri næstu sem prestur í Þrótt-
armessu og þeirri þriðju sem mið-
ill í skyggnilýsingu. Þetta hefði
engum dottið í hug nema Gumma.
En þrátt fyrir þessa eiginleika
var Gummi alvarlega þenkjandi,
hann hafði óbilandi áhuga á sinni
heimabyggð og vildi veg hennar
sem mestan. Það átti ekki hvað
síst við um hornsteininn sem Síld-
arvinnslan er.
Hafandi verið virkur í bæjar-
pólitíkinni varð hann að lokum
bæjarstjóri. Hann sagði mér
seinna að hann hefði verið hikandi
við að fara í svo ábyrgðarmikið
starf en svo fór þó um síðir og ég
veit að sú ákvörðun hans að fara í
þetta starf var honum og Nes-
kaupstað farsæl.
En nú er komið að leiðarlokum
og góður drengur kveður.
Elsku Klara, Bidda og fjöl-
skyldur ykkar. Við Sigga Fanný
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þórhallur Jónasson.
Andlát vinar míns Guðmundar
Bjarnasonar, fv. bæjarstjóra,
Neskaupstað/Fjarðarbyggð, kom
ekki á óvart. Fyrir þó nokkuð
löngu kom í ljós að hann var hald-
inn alvarlegum sjúkdómi. Aðdá-
unarvert var að fylgjast með því
hvernig hann barðist við illvígan
sjúkdóm af æðruleysi og hetju-
skap, staðráðinn í því að vinna sig-
ur, en hafði því miður ekki betur.
Ég kynntist Guðmundi fyrst fyrir
fjölmörgum árum á ársfundi
Hafnasambands sveitarfélaga en
þar skipuðum við kjörstjórn Sam-
bandsins. Eftir að Guðmundur
varð bæjarstjóri árið 1991 lágu
leiðir okkar saman á sviði sveit-
arstjórnarmála um langt árabil.
Við vorum kjörnir í stjórn Bruna-
bótafélags Íslands (síðar EBÍ) ár-
ið 1995 allt til ársins 2011 eða í ein
16 ár. Þá sátum við saman í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
um tíma. Snemma varð mér ljóst
hversu góður drengur og mann-
kostamaður Guðmundur var. Það
var gott að eiga hann að vini. Við
áttum mikið og farsælt samstarf
saman vegna starfa okkar sem
bæjarstjórar, hann á Austfjörðum
og undirritaður á Vestfjörðum. Þó
aðstæður til lands og sjávar væru
um margt ólíkar voru verkefni
sveitarstjórnanna lík og því ár-
angursríkt að bera saman bæk-
urnar og leita lausna til öruggari
búsetuskilyrða og uppbyggingar í
landshlutum okkar. Við hjónin
vorum að rifja upp ferðalög sem
við áttum með Klöru og Guðmundi
og bar þar hæst skipsferð með
þeim um Miðjarðarhafið, ferð til
Amsterdam, Hollandi, og glæsileg
keyrsluferð um Þýskaland. Þá má
ekki gleyma ótal ferðum hér inn-
anlands vítt um sveitir landsins.
Ógleymanlegar ferðir sem treystu
vináttuböndin og opnuðu augu
okkar fyrir fegurð landsins og
ekki síður því að kynnast viðhorf-
um íbúa minni sveitarfélaga til
samfélagsins og tryggð þeirra við
heimahagana. Á engan er hallað
þó því sé hér haldið fram að Guð-
mundur hafi verið einn af sterk-
ustu tals- og baráttumönnum
landsbyggðarinnar og er honum
hér skipað í forustusæti sem
áhrifamiklum talsmanni þeirra
sem börðust fyrir betri byggð á
landsbyggðinni. Kæra Klara og
fjölskylda. Í hugljúfu ljóði Jó-
hanns Helgasonar, Söknuður,
koma fyrir ljóðlínurnar: „Eitt sinn
verða allir menn að deyja“ … „að
sumarið líður alltof fljótt“ … Já,
sumar Guðmundar er liðið, leið
alltof fljótt, en minningin um hann
mun lifa, skína björt og ylja
hjartarótunum um ókomna tíð.
Klara mín, ótrúlegur styrkur þinn
var sem akkeri í ólgusjó og mild-
aði þann mikla sársauka sem
fylgdi veikindum Guðmundar.
Austfirðingar hafa nú misst mik-
inn mannkostamann en missir
fjölskyldu hans er þó mestur. Við
Lillý þökkum fyrir mikla vináttu
liðinna ára um leið og við sendum
þér og aðstandendum öllum inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
góðan Guð að styrkja ykkur öll á
erfiðum stundum. Blessuð sé
minning Guðmundar Bjarnasonar.
Ólafur Kristjánsson,
fv. bæjarstjóri, Bolungarvík.
Það er margt sem kemur upp í
hugann þegar ég minnist vinar
míns og fyrrum samstarfsmanns,
Guðmundar Bjarnasonar. Þegar
við hjónin komum til Neskaup-
staðar ásamt börnum okkar fyrir
um ellefu árum var einstaklega vel
tekið á móti okkur. Þar var Guð-
mundur Bjarnason fremstur í
flokki en hann hvatti okkur til þess
að setjast að í Neskaupstað, byggja
okkur nýtt heimili og nýta þau
tækifæri sem samfélagið í Fjarða-
byggð hefði upp á að bjóða. Guð-
mundur reyndist okkur síðan ávallt
traustur vinur og góður félagi.
Ég starfaði með Guðmundi sem
fjármálastjóri Fjarðabyggðar á
árunum 2004 til 2006 er hann lét af
störfum sem bæjarstjóri. Ég fann
fljótt að Guðmundur naut mikillar
virðingar, bæði meðal samstarfs-
manna sem og á vettvangi lands-
og sveitarstjórnarmála, enda
skarpgreindur, listamaður í sam-
skiptum og alrómaður húmoristi.
Þessir eiginleikar gerðu hann að
sérlega góðum og skemmtilegum
samstarfsmanni og ekki síst að
ákveðinni fyrirmynd. Á þessum
árum var unnið við að undirbúa
samfélagið undir uppbyggingu ál-
vers Alcoa-Fjarðaáls. Mér er
minnisstæð sú vinna sem lögð var
í fjármögnun sveitarfélagsins og
þeim miklu útreikningum sem
henni tengdust. Guðmundur var
þekktur fyrir að reikna hratt í
huganum og oftar en ekki var
hann með útkomuna á hreinu,
löngu áður en ég nýútskrifaði
masterinn hafði náð að stimpla
tölurnar í excelinn. Aldrei man ég
eftir að nokkur skuggi hafi fallið á
samstarf okkar Guðmundar. Eftir
því var tekið hvernig Guðmundur
leysti oft úr flóknum viðfangsefn-
um, þar sem allir sem að málum
komu, gátu með sóma gengið sátt-
ir frá borði. Guðmundur lék lyk-
ilhlutverk í uppbyggingu atvinnu-
lífs í Fjarðabyggð, þar sem
fyrrgreindir eiginleikar hans
skiptu að mínu mati miklu í því
hversu vel tókst til.
Þegar ég var ráðinn bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar árið 2010
var gott að geta leitað til Guð-
mundar, enda aldrei komið að
tómum kofunum hjá honum í mál-
efnum sveitarfélagsins. Reynslu
og djúpa innsýn í stjórnsýslu ríkis
og sveitarfélaga var gott að sækja
til Guðmundar og aldrei stóð á
góðum ráðum. Þá var hvatning
hans ómetanleg og oftar en ekki
var hún sett fram af hans hálfu
sem krefjandi spurningar um mál-
efni líðandi stundar. Spurningar
Guðmundar hafa oftar en ekki
fengið mig til að hugsa um og
grípa til aðgerða í starfi mínu sem
bæjarstjóri.
Samfélagið í Fjarðabyggð mun
búa að því um ókomna tíð að hafa
átt Guðmund Bjarnason að sem
traustan íbúa, starfsmann og stór-
tækan bandamann. Guðmundur
gaf samfélagi sínu, fram á síðustu
stundu, alla sína krafta, dugnað og
áhuga. Það er mikilvægt að við
sem eftir stöndum, minnumst
þessara eiginleika Guðmundar og
gerum okkar besta í því að tileinka
okkur þá samfélaginu öllu til heilla.
Það er með miklum söknuði
sem við Hildur Ýr kveðjum Guð-
mund Bjarnason. Eftirlifandi eig-
inkonu, Klöru Ívarsdóttur og öðr-
um aðstandendum Guðmundar
vottum við okkar dýpstu samúð.
Minning um góðan vin og traustan
samstarfsmann mun lifa um
ókomna tíð. Blessuð sé minning
Guðmundar Bjarnasonar.
Páll Björgvin Guðmundsson,
bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Guðmundur Bjarnason naut
mikillar virðingar sveitarstjórnar-
manna, ekki aðeins á Austurlandi,
heldur á landsvísu. Hann valdist
til fjölmargra verkefna á sviði
sveitarstjórnarmála heima fyrir,
auk þess að gegna ábyrgðar- og
stjórnarstörfum hjá heildarsam-
tökum sveitarfélaganna í landinu
og stofnunum og sjóðum, tengd-
um þeim.
Hann, ásamt fleiri sómamönn-
um, tók við kyndli „Kommanna í
Neskaupstað“ í fyllingu tímans.
Leiddu þeir framboð þeirra til
margra glæstra sigra. Guðmund-
ur varð bæjarstjóri 1991, fyrst í
Neskaupstað og síðar í Fjarða-
byggð og hélt því starfi til hausts
2006. M.a. með þróttmikilli að-
komu hans sameinuðust Neskaup-
staður og tvö önnur sveitarfélög í
Fjarðabyggð hina fyrri. Má full-
yrða að það hafi verið einn stærsti
þátturinn í að tryggja jákvæðustu
breytingarnar í austfirzku atvinnu-
lífi undanfarna áratugi.
Guðmundur hafði sterkan per-
sónuleika, var vinnusamur og
vann skipulega. Honum gekk vel
að vinna með öðrum og hafði góða
nærveru. Hann bjó yfir afburða
kímnigáfu, sem hann beitti af var-
færni og á þann máta að enginn
hlaut sár af. Auk þess að vera góð-
ur ræðumaður létti hann því oft
andrúmsloftið á fundum með
hnyttnum innskotum eða athuga-
semdum til að krydda mál sitt. Og
síðan gat hann af innileik hlegið
sínum strákslega og smitandi
hlátri með hlýjan glampa í augum
sínum.
Guðmundur Bjarnason var
ekki alltaf í vinningsliði, þótt fót-
boltaliðið hans á Bretlandseyjum
ynni fleiri glæsta sigra en ýmsir
gátu fellt sig við. Það varð honum
verulegt áfall í kosningunum 2002
þegar listinn hans náði ekki hrein-
um meirihluta, eins og talið hafði
verið formsatriði fram til þess
tíma í fjölmarga áratugi. Hvattur
til þess af sínu fólki og ekki síður
vinum sínum í fjórðungnum og
víðar hélt hann þó sínu striki og
tók þátt í að mynda traustan
meirihluta að afloknum kosning-
um. Þrotlaus vinna hans og fjöl-
margra annarra skilaði sér í fram-
haldinu í þeirri uppsveiflu sem
varð í atvinnulífi fjórðungsins.
Guðmundur var áhugasamur
veiðimaður á ýmsum sviðum.
Naut hann þess að kasta fyrir fisk
m.a. í veiðilegum vatnsföllum hér
austan lands og áttu hann og
Klara margar góðir stundir sam-
an við slíkar aðstæður. Einnig
sótti hann sér hvíld frá erfiðu
starfi með því að fara til fjalla á
haustin og tryggja að jólasteikin
yrði til staðar eins og vera bar.
Spurður um feng í lok slíkra veiði-
ferða gaf hann samvizkusamlega
upp veiðitölur, þótt ekki hefði allt-
af borið vel í veiði. Vel mátti
skynja, hve útiveran og gangan
um veiðilendurnar voru honum
mikils virði.
Með Guðmundi Bjarnasyni er
genginn einn af beztu sonum
Austurlands. Ljóst var að hann
unni fjórðungnum og öllu hinu já-
kvæða sem byggðirnar þar stóðu
fyrir. Menn munu lengi minnast
hans, bæði fyrir hin sýnilegu verk,
er halda munu nafni hans á lofti og
vegna hinna persónulegu kynna,
sem svo margir urðu aðnjótandi.
Við hjónin þökkum honum góða
vináttu og langa samfylgd um leið
og við sendum Klöru og fjölskyld-
um þeirra beggja innilegar sam-
úðarkveðjur.
Björn Hafþór Guðmundsson og
Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir.
Vinur minn og félagi Guðmund-
ur Bjarnason er látinn langt um
aldur fram. Hann barðist hetju-
legri baráttu við erfiðan sjúkdóm
um langt skeið og síðustu vikurn-
ar var ljóst hvert stefndi, andláts-
fréttin barst mér á laugardaginn
var. Við Gummi vorum nánir sam-
starfsmenn og félagar í aldar-
fjórðung, auk þess sem við ólumst
upp nánast á sömu þúfunni í inn-
bænum. Gummi kenndi mér í
Gagnfræðaskólanum árin 1973-
1975. Hann var afbragðs góður
kennari og vel látinn af öllum. Árið
1990 var Gummi kjörinn í bæjar-
stjórn Neskaupstaðar sem aðal-
maður og sama ár var ég ráðinn
fjármálastjóri bæjarins. Ári síðar
varð Gummi bæjarstjóri og undir
hans stjórn starfaði ég í 14 ár.
Afar gott var að vinna með
Gumma og allar hans ákvarðandi
voru vel ígrundaðar og vandaðar.
Hann skoðaði mál frá öllum hlið-
um og kom ansi oft með ný sjón-
arhorn og sjónarmið í umræður.
Auk þess var hann afar talnag-
löggur og víðsýnn og fljótur að sjá
aðalatriði hvers máls.
Eftir samvinnu á sviði bæjar-
mála höfum við Gummi setið sam-
an í stjórn Samvinnufélags út-
gerðarmanna síðastliðin áratug og
hefur samstarfið ávallt byggst á
gagnkvæmri virðingu fyrir skoð-
unum hvor annars.
Guðmundur var mikill félags-
málamaður og starfaði alla tíð
mikið í hinum ýmsu stjórnum,
nefndum og ráðum og þá helst á
sviði sveitarstjórna og eða æsku-
lýðs og íþróttamála. Hann var
Innilegar þakkir fyrir samúð, kveðjur og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
LILJU KRISTINSDÓTTUR,
Ægisbyggð 9, Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hornbrekku, Ólafsfirði.
.
Kristinn E. Hrafnsson, Anna Björg Siggeirsdóttir,
Sigurlaug Hrafnsdóttir,
Líney Hrafnsdóttir, Georg Páll Kristinsson
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar
elskulegrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður og ömmu,
MAGÐALENU AXELSDÓTTUR,
Maddý,
frá Læk, Skagaströnd,
Vallarbraut 5, 170 Seltjarnarnesi.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til Karitas og starfsfólks göngudeildar
Landspítalans við Hringbraut á 11g og 11b.
.
Þorbjörn Einar Jónsson,
Sandra Þorbjörnsdóttir, Jónas Helgason,
Jón Arnar Þorbjörnsson, Berglind Bragadóttir
og barnabörn.
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
ALLAR SKREYTINGAR UNNAR
AF FAGMÖNNUM