Morgunblaðið - 21.07.2015, Síða 25

Morgunblaðið - 21.07.2015, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa, útskurður kl. 9-16. Boðinn Brids og kanasta kl. 13. Garðabær Opið í Jónshúsi og molasopi í boði alla virka daga kl. 9.30-16, hádegismatur kl. 12, panta með dags fyrirvara í s. 6171503, meðlæti með síðdegiskaffi selt kl. 14-15.50, opnar saumastofur, Bónusrúta frá Jónshúsi kl. 14.45 á þriðjudögum, brids á miðviku- dögum kl. 13, handavinnuhorn á fimmtudögum kl. 13, í Jónshúsi. Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-15.30. Leikfimi gönguhóps kl. 10, ganga um hverfið kl. 10.30. Heitt á könnunni. Gjábakki Handavinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40, heitt á könnunni til kl. 15.30. Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kanasta kl. 13 og handavinnu- stofan opin. Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16. Boðið upp á kaffi kl. 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Pútt kl. 10.30. Blöðin, taflið og púslin liggja frammi. Opið inn í handavinnustofu. Þrektækin á sínum stað. Minn- um á netið og spjaldtölvuna. Hádegisverður seldur kl. 11.30-12.30. Kaffi og meðlæti selt kl. 14.30-15.30. Norðurbrún 1 Í dag, þriðjudag, engin dagskrá. Miðvikudagur: Bónusbílinn leggur af stað 14.40. Félagsvist 14-16. Fimmtudagur: engin dagskrá. Föstudagur: engin dagskrá. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 7.15. Tölvunámskeið í Mýrarhúsaskóla kl. 10. Kaffikrókur á Skólabraut kl. 10.30. Botsía í Gróttusal kl. 13.30. Á fimmtudaginn er komið að hinu árlega Nikkuballi Ungmennaráðs Seltjarnarness. Nikkuballið veður haldið fimmtudag-inn 23. júlí, frá 13.30 til 16, á planinu hjá húsi Björgunarsveitarinnar Ársæls á Seltjarnarnesi. Veitingar verða í boði og mun harmonikkuleikarinn, Reynir Jónasson, leika undir dansi ásamt Súkkuliðinu, lista-hópi Seltjarnarness, auk þess sem boðið verður upp á hópsöng. Vitatorg Handavinnustofa opin, félagsvist kl. 13.30, opnar hár- greiðslu- og fótaaðgerðarstofur. Farin verður ferð til Vestmannaeyja mánudaginn 10. ágúst, allir velkomnir, uppl. í síma 411-9450 og 8223028. Smáauglýsingar 569 1100 Garðar Tré og runnar - rýmingarsala 6 ára gróskumiklar plöntur til sölu. T.d. kopar, kasmír, silfur-, úlfa- og gráreynir. Furur og flestar gerðir af toppum. Blómsturvellir v/Reykjavlund, opið kl. 14-18 virka daga. Sími 8641202. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Íþróttir Verðlaunagripir - gjafavara -áletranir Bikarar, verðlaunapeningar, barm- merki, póstkassaplötur, plötur á leiði, gæludýramerki - starfsgreinastyttur Fannar Smiðjuvegi 6, Rauð gata Kópavogi, sími 5516488 Til sölu Til sölu glæsilegt einbýlishús í Grindavík – og Sómi 800 króka- bátur tilbúinn á strandveiðar strax, ásamt fjórum GND-handfærarúllum. Upplýsingar í síma 897 1494. Tréhjólbörur undir blóm og sem garðprýði. Kaldasel ehf., Dalvegur 16 b, Kópavogur. S. 544 4333. 12 ljósa kristalsljósakrónur ný sending. Lækkað verð, 159.000 kr. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331 og 820 1070. KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Ný sending af glæsilegum kristals- ljósakrónum, veggljósum, matar- stellum, kristalsglösum til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Grensásvegi 8, Sími 7730273 Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt 40 feta notaðir ódýrir gámar til sölu. Kaldasel ehf., Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur, s. 5444333 og 8201070 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Sava Tamar M+S vörubíladekk rýmingarsala 11 R 22.5 kr. 35.900 Kaldasel ehf., Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur, s. 5444333 Þjónustuauglýsingar 569 1100              Nýir varahlutir í Mercedes Benz Sprinter 2003-2007. Framljós, afturljós, grill, hliðarhurð og hurðafestingar bílstjóramegin. Kaldasel ehf., Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur, s. 5444333 og 8201070. Bílar aukahlutir Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Við komum hér á kveðjustund að kistu þinni bróðir að hafa við þig hinsta fund og horfa á gengnar slóðir. Og ógn oss vekja örlög hörð en ennþá koma í hópinn skörð og barn sitt faðmi byrgir jörð vor bleika trygga móðir. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til þær ljóma bak við dauðans þil og því er gröfin þeim í vil sem þráðu útsýn stærri. (Magnús Ásgeirsson.) Það er komið að kveðjustund. Friði og líkn er náð eftir afar erfið veikindi. En nú er Heiðar horfinn okkur, ástkær pabbi og tengda- Heiðar Þór Bragason ✝ Heiðar ÞórBragason fæddist 14. júní 1947. Hann lést 29. júní 2015. Útför Heiðars Þórs fór fram 10. júlí 2015. pabbi, afi, bróðir, mág- ur, frændi og vinur. Í janúar 1990 bjarg- aði Heiðar skipsfélaga sínum, sem fallið hafði milli skips og bryggju í Dalvíkurhöfn, frá drukknun með þeim af- leiðingum að hann varð aldrei vinnufær eftir það. Á þeim tuttugu og fimm árum sem liðin eru frá því slysi dundu á Heiðari heilsufarsáföllin, hvert á fætur öðru, sem hvert fyrir sig hefði get- að lagt hvern meðalmann að velli. Í gegnum öll þessi áföll brosti Heiðar og tapaði aldrei gleðinni. Það var einmitt sterkur þáttur í persónuleika hans. Hann tapaði aldrei gleðinni. Og gleðin óx, ekki síst þegar barnabörnin fæddust hvert af öðru. Þau eru fimm tals- ins sem nú kveðja afa sinn. Með Heiðari er genginn kær bróðir og heimilisvinur til margra áratuga. Að leiðarlokum þökkum við samfylgdina. Júlla, Hjalta, Gyðu og fjölskyld- um þeirra sendum við friðar- kveðju. Viggó og Hulda. mikill Norðfirðingur í sér og bar hag byggðarlagsins fyrir brjósti. Hann ásamt fleirum var aðal- hvatamaður að sameiningu sveit- arfélaga hér fyrir austan og varð síðan fyrsti bæjarstjóri í samein- uðu sveitarfélagi, Fjarðabyggð, eftir sameiningu Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Hann vissi sem var að sú samein- ing var forsenda þess að hér yrði byggð upp ný stóriðja hvaða skoð- un sem menn hafa á slíkri starf- semi. Ekki má gleyma aðaleinkenn- um Gumma en hann var mikill húmoristi og skemmtilegur með afbrigðum. Hann sá hlutina oft í spaugilegu ljósi og Kommablótin sem hann og Smári Geirs ásamt fleirum hafa skipulagt og stjórnað áratugum saman, eru löngu orðin landsþekkt. Hans verður sárt saknað á þeim vettvangi sem og öðrum. Gummi var giftur Klöru Ívars- dóttur og hann gekk tveimur börnum hennar af fyrra hjóna- bandi í föður stað, þeim Ívari og Sigurborgu. Gummi var afar barngóður og afastelpurnar hans þær Klara og Telma hafa heldur betur kynnst gæsku hans og hefur hann verið dyggur stuðningsmað- ur þeirra á knattspyrnuvellinum sem og annars staðar. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Guðmundi vini mín- um samstarfið, vináttuna og kær- leikann sem hann hefur ávallt sýnt mér og minni fjölskyldu. Við Jonna og fjölskylda vottum Klöru, Ívari, Stellu og dætrum, Boggu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum þess að algóður guð styðji þau og styrki í sorginni. Magnús Jóhannsson. Elsku besti Gummi minn. Ég kveð þig full þakklætis yfir því að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast þér og eiga í þér ómet- anlegan vin. Ég leyfi mér að full- yrða að enginn annar einstakling- ur mér óskyldur hefur látið sig velferð mína svo miklu skipta eins og þú. Takk fyrir allt. Takk fyrir að hafa alltaf trú á mér. Takk fyrir að stappa alltaf í mig stálinu þegar á móti blés. Takk fyrir að vera mér mikilvæg fyrirmynd. Takk fyrir að hrósa mér fyrir mína vinnu sem og veita mér alltaf uppbyggilega gagnrýni. Takk fyrir allt flissið og skemmtilegu stundirnar, hvort sem það var þegar við hittumst eða heyrðumst í síma. Takk fyrir að hvetja mig til þess að fara að „skrifa fyrir alvöru“ og gefa út bækur. Það mun ég gera einn dag- inn. Ég lofa. Takk fyrir gjafirnar til litla Emils og alla þá ástúð og aðdáun sem þú sýndir honum í þau skipti sem þið hittust. Takk fyrir ómetanlega stund á sjúkrahúsinu um daginn en ég held að við bæði höfum vitað að það væri kveðjustundin okkar í bili. Elsku vinur. Þú hefur alltaf átt og munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mér. Ég veit þú munt fylgjast með úr fjarlægð og svo hittumst við seinna í „drauma- landinu“. E.s. Mér er skapi næst að mæta í uppáhalds-glimmersokkabuxun- um mínum í jarðarförina, bara fyrir þig. Ég kann samt varla við það, veit ekki hvort aðrir myndu hafa skilning á því, enda okkar einkahúmor. Knús og kossar. Þín, Kristborg Bóel (Krissa). Góður vinur er fallinn frá fyrir aldur fram og er hans sárt saknað. Við Guðmundur kynntumst fyrst á árinu 1998 þegar sveitarfélagið Fjarðabyggð varð til. Guðmundur var einstaklega traustur og áreið- anlegur maður sem gott var að reiða sig á. Hann var keppnismað- ur og fylginn sér alveg fram á hinsta dag. Þó á móti blési þá gafst hann aldrei upp og fylgdi sínum ætlunum eftir. Það sýndi hann svo sannarlega í verki við uppbygg- ingu nýs sveitarfélags og eflingu atvinnulífs. Þegar hann greindist með þann illvíga sjúkdóm sem lagði hann að velli þá tókst hann á við hann af sömu einurð og festu sem einkenndi öll hans verk. Hann hafði skemmtilegan húmor sem ég kunni vel að meta og létti oft á erfiðum stundum. Það var ákaflega gott að vinna með Guð- mundi og margt sem ég lærði af honum. Honum var annt um sam- félagið og samstarfsmenn sína, bar hag þeirra fyrir brjósti og vildi öllum vel. Hann hafði góða nær- veru og til marks um það voru kynni dætra minna af Guðmundi. Þær hittu ekki oft á hann en ég fann að þær mátu hann mikils af þeim stuttu kynnum, þótti vænt um hann og í huga þeirra var hann alltaf „Gummi bæjarstjóri“ eins og svo algengt var að menn nefndu hann. Upplifun þeirra lýsir vel viðmóti Guðmundar. Hugur okkar fjölskyldunnar er hjá Klöru og aðstandendum og megi Guð blessa þau. Gunnar Jónsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.