Morgunblaðið - 21.07.2015, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
AF LUNGA
Matthías Tryggvi Haraldsson
mth@mbl.is
LungA-vikan, eins og heimamenn
kalla þessa nokkra daga í júlí sem
Listahátíð unga fólksins á Austur-
landi á sér stað, er orðin fastur liður
hjá Seyðfirðingum á hverju ári. Í
síðustu viku gekk hátíðin í garð í
fimmtánda sinn með pompi og prakt,
áhangendur listagyðjunnar þyrptust
saman frá hverju horni landsins og
fjörðurinn iðaði allur af lífi. Náðu
herlegheitin sem endranær hámarki
um helgina, en þá bætist hressilega í
hóp hátíðargesta og afrakstur viku-
langrar listsköpunar hafður til sýn-
ingar, svo ekki sé minnst á tón-
leikana sem gera góða hátíð mjög
góða.
Gleði á dagskrá sem utan
Auk þess sem hin hefðbundna
dagskrá gekk sinn vanagang, þ.e.
vika af fjölbreyttum listasmiðjum og
námskeiðum sem endar með upp-
skeru og áðurnefndum tónleikum,
voru „aukalegir“ viðburðir áberandi
í ár. Dansinn var í hávegum hafður á
sýningunni Predator, sem var einnig
sýnd á Reykjavík Dance Festival
síðasta sumar, leikfélagið Improv Ís-
land var með spunasýningu, en það
var einmitt á LungA fyrir nokkrum
árum sem svokallaður langspuni var
fyrst kynntur fyrir landsmönnum,
og Hugleikur Dagsson flutti uppi-
stand. Þá stóð hljómsveitin Grísa-
lappalísa fyrir óvæntu karókíkvöldi í
miðri viku, þar sem rokksveitin sjálf
sá um undirspilið, og átti sér stað
eitt allsherjar Retro Stefson „DJ
set“ utan dagskrár á Kaffi Láru, þar
sem tónlistarmaðurinn Auður þeytti
skífum ásamt meðlimum sveit-
arinnar. Kannski var það í tilefni af
fimmtán ára afmæli hátíðarinnar
sem litrófið fékk að vera svona
margþætt, en undirritaður vonast til
þess að flóra hátíðarinnar haldi
áfram að verða fjölbreyttari með ár-
unum.
Listasmiðjurnar voru líka sem áð-
ur eins fjölbreyttar og þær voru
skapandi, allt frá dansi og gríni til
listarinnar að skrifa bréf og semja
raftónlist. Hægt var að gera sér góð-
an dag við það eitt að skoða hvað há-
tíðargestir höfðu verið að bralla alla
vikuna, og það án endurgjalds.
Danssmiðjan og raftónlistarsmiðjan
voru sérlega eftirtektarverðar af því
sem undirritaður náði að sjá, og
greinilegt var að mikið hafði verið í
lagt. Það var líka vel þess virði fyrir
þá sem ekki eru húmorslausir að
virða fyrir sér afrakstur smiðjunnar
„Hvað er svona fyndið?“
Það var Æla í vörubílnum
Þegar undirritaður mætti á sína
fyrstu tónleika á laugardagskvöldi,
búinn að rölta í faðmi hinna seyð-
firsku fjallshlíða framhjá höfninni,
fiskvinnslunni og bræðslunni, ófáum
lækjum og kátum gestum, var það
engin önnur en pönkhljómsveitin
Æla sem blasti við. Reyndar hafði ég
harmað það mjög að missa af DJ
flugvél og geimskip og Gangly, og
leist ekki vel á blikuna þegar ég kom
að nánast auðu sviði. Áhorfendur
virtust ekki láta það á sig fá og biðu
fullir eftirvæntingar eftir því sem
kynnt hafði verið sem „leynisvið“
kvöldsins, grunlausir um að í hvíta
vörubílnum, sem stóð í sakleysi sínu
við hlið þeirra, væri í raun pönk-
hljómsveitin sem biði þess að spila.
Dyr á hlið bílsins voru opnaðar og í
sama vetfangi byrjuðu trommu- og
bassaleikarar Ælu að spila af fullum
krafti. Söngvarinn var fljótur að
slást með í för og jafn skyndilega og
dyrnar höfðu verið opnaðar mynd-
aðist feikileg pönkstemning við bíl-
inn. Hljómsveitin skilaði sínu vel og
náði góðri tengingu við áhorfendur,
sem urðu sumir hverjir ansi kátir, ef
ekki trylltir, við að heyra það sem
fram fór í hvíta vörubílnum.
Stemning fram á nótt
Eftir dágóðan skammt af Ælu var
sjónum beint að stóra sviðinu á ný,
og nú voru það rappararnir og ljón-
ynjurnar úr borginni, Reykjavík-
urdætur, sem stigu á svið. Stemn-
ingin var af öðrum toga en við
pönkið þótt hún hafi ekki verið
minni, og greinilegt var að margir
höfðu beðið eftir rappsveitinni þar
sem nú varð verulega fjölmennt við
stóra sviðið. Sérlega var vel tekið í
lagið „Ógeðsleg“ og áhorfendur
urðu ekki rólegri fyrr en sveitin
hafði tekið aukalag.
Grísalappalísa stóð að mati undir-
ritaðs fyrir hámarki kvöldsins, og
þótt það segi vissulega mikið um
persónulegan smekk blaðamanns
virtust ófáir á sama máli. Gunnar og
Baldur, söngvarar sveitarinnar,
mynda ákveðið jafnvægi innan um
flakkið milli tónlistarstefna og
frjálslegar rokkbylgjurnar sem
sveitin siglir svo haglega í gegnum.
Fullkomlega rökrétt í sinni sjálf-
sköpuðu óreiðu.
Raftónlistarteymið Sykur tók síð-
ast við kyndlinum og var stemn-
ingin ekki síðri langt fram á nótt.
Þrátt fyrir smá kulda undir lok
kvöldsins var hátíðin vel heppnuð í
alla staði. Ég var feginn að hafa
mætt með trefil og vettlinga á tón-
leikana, en miklu fegnari að hafa
látið af því verða að fara austur á
land til að missa ekki af LungA.
Þótt listahátíðin sé jafnan eft-
irminnileg var hún í ár, á fimmtán
ára afmæli sínu, eins og sannkall-
aður regnbogi, litskrúðug sem aldr-
ei fyrr.
Ljósmynd/Edda Lárusdóttir
Leyndó Hvíti vörubíllinn við hlið stóra sviðsins var í raun leynisvið pönkhljómsveitarinnar Ælu.
Ljósmynd/Edda Lárusdóttir
Stokkið Gítarleikari sveitarinnar Grísalappalísu tekur hér væna dýfu og spilar ótrauður áfram.
Litskrúðug listahátíð sem aldrei fyrr
Hress LungA vikan er orðin fastur liður í ári Seyðfirðinga, en fjörðurinn iðar af lífi þessa nokkru daga í júlí. Lista-
smiðjurnar voru eins skapandi og þær voru fjölbreyttar og dagskráin margþætt.
Ljósmynd/Edda Lárusdóttir
Rokk Hátíðin nær ákveðnu hámarki
með tónleikum laugardagsins.
Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson
Ferja Þessi heimagerða ferja varð
til í einni listasmiðjunni.
Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson
Í firði Laugardagskvöldið undirbúið í faðmi seyðfirskra fjallshlíða. Mikið er
í stemninguna lagt enda verður hún ansi mögnuð.
Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson
Dansað Eins og sjá má á þessari mynd þótti mörgum mikið fjör á hátíðinni,
en eitthvað var um að vera alla sjö dagana í dagskránni eða utan hennar.
»Kannski var það ítilefni af fimmtán
ára afmæli hátíðarinnar
sem litrófið fékk að vera
svona margþætt, en
þótt hún sé jafnan eftir-
minnileg og fjölbreytt
var hún sem sannkall-
aður regnbogi í ár.