Morgunblaðið - 21.07.2015, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 202. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Borga sektirnar brosandi
2. Var ekki myrt á staðnum
3. Kranavatnið rennur út
4. Mikill viðbúnaður vegna …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Söngkonurnar Silja Rós Ragn-
arsdóttir og Auður Finnbogadóttir
ætla að efna til tónleika á Café Ros-
enberg í kvöld klukkan 21. Hljóm-
sveitin Four Leaves Left mun styðja
söngkonurnar og þeir Jón Birgir Ei-
ríksson og Grétar Örn Axelsson sjá
um bakraddir og dansatriði kvöldins.
Tónleikar Silju og
Auðar á Rosenberg
Brúðubílinn
mætir í Árbæj-
arsafnið í dag
klukkan 14.00.
Ýmsir góðir gestir
koma í heimsókn,
m.a. Úlli úlfur,
Dúskur ætlar að
syngja lag eða tvö
og segja börn-
unum söguna af honum Stúfi litla
sem vildi ekki borða hafragrautinn
sinn. Að sjálfsögðu er frítt inn á með-
an sýningin stendur.
Brúðubíllinn kemur
í Árbæjarsafn í dag
Prikið býður gestum sínum upp á
tónleika með Berndsen í kvöld klukk-
an 21.00 og má gera ráð
fyrir hörkuskemmtun
þar sem gestir geta bú-
ist við því að dansa frá
sér allt vit í trylltum
80’s-stíl og stemn-
ingu.
Þeir sem upplifðu
árin milli 1980 og
1990 ættu ekki að
láta sig vanta.
Berndsen heldur uppi
stemningu á Prikinu
Á miðvikudag og fimmtudag Norðaustlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað
og vætusamt NA- og A-lands en þurrt á Vestfjörðum og bjartviðri
sunnan jökla. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast SV-til.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan 8-15 m/s, en 5-10
m/s um landið norðaustanvert. Víða rigning með köflum eða skúr-
ir en úrkomulítið V-lands. Hiti víða 5 til 16 stig, hlýjast S-lands.
VEÐUR
Valsmenn halda siglingu sinni áfram í
Pepsi-deild karla í knattspyrnu en eftir
sigur á Leiknismönnum í efra Breið-
holti í gær, 1:0, eru þeir komnir upp að
hlið FH í 2.-3. sæti deildarinnar. Fylkis-
menn gerðu góða ferð í Kópavoginn en
strákarnir hans Hermanns Hreiðars-
sonar fögnuðu sætum sigri gegn
Breiðabliki. Albert Brynjar Ingason
skoraði eina markið. »2-3
Valur og Fylkir fögnuðu
góðum útisigrum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Flugvélarflakið á sandinum er mikið
aðdráttarafl. Á hverjum einasta degi
yfir sumarið sjáum við tugi bíla aka
þarna fram eftir og fólkið virðist
áhugasamt. Allt sem tengist flugi er í
eðli sínu spennandi, ekki síst þegar
það er sveipað einhverri dulúð eins og
hér er raunin,“ segir Benedikt Braga-
son á Ytri-Sólheimum í Mýrdal.
Umhverfið hrátt en heillandi
Eitt af vinsælli myndefnum á Ís-
landi er sennilega flak Douglas-
flugvélar þeirrar sem er á Sólheima-
sandi í Mýrdal. Ófáar auglýs-
ingamyndir fyrir erlend fyrirtæki
hafa verið teknar á þessum stað, enda
er bakgrunnurinn óvenjulegur. Um-
hverfið hrátt en heillandi. Fyrir
nokkrum misserum voru myndir af
flugvélinni settar inn á vefsetur
Kötlu-jarðvangsins og segir Benedikt
þær hafa vakið mikla athygli meðal
útlendinga. Með þeim hafi staðurinn,
sem er á hans landareign, komist í al-
faraleið.
Það var 21. nóvember 1973 sem
varnarliðsflugvélin, sem var Douglas
Dakota-vél af gerðinni C-117, nauð-
lenti á Sólheimasandi. Hún var þá að
koma austan frá Hornafirði þangað
sem verið var að flytja varning til rat-
sjárstöðvarinnar við Stokksnes. Yfir
Mýrdalssandi á leiðinni til baka lenti
vélin í mikilli ísingu og því urðu flug-
mennirnir að nauðlenda henni og
komu niður í fjöruborðinu á Sól-
heimasandi. Engan sakaði en vélin
skemmdist mikið. Hún var seinna,
eftir að flest heillegt hafði verið tekið
brott, dregin upp á sandöldurnar
nokkuð ofan við flæðarmálið hvar hún
hefur staðið síðan.
„Suður á sandi er oft hvasst, mikil
úrkoma og eftir eldgosið í Eyja-
fjallajökli árið 2010 liggur fínkorna
sandur yfir öllu sem lemur á flugvél-
arflakinu. Það hefur því mikið látið á
sjá nú allra síðustu árin. Álplötur sem
voru hnoðaðar við grindina hafa losn-
að, eitthvað hefur brotnað og svo
framvegis svo allt getur gerst,“ segir
Benedikt.
Minnismerki úr köldu stríði
„Þegar kemur að Íslandsferð setja
sumir flugvélina ofarlega á blað um
þá áfangastaði sem þeir vilja alls ekki
sleppa. Gjarnan er þetta svo fólk sem
kemur til okkar og fer í vélsleða-
ferðir, jökulgöngur eða í eitthvað
annað sem við bjóðum,“ segir Bene-
dikt, sem með Andrínu Guðrúnu Er-
lingsdóttur rekur ferðaþjónustufyr-
irtækið Arcanum. Hefur vegur þess
fyrirtækis vaxið mjög á síðustu árum
og þar er stórbrotin náttúran í aðal-
hlutverki og svo flugvélin á sand-
inum, minnismerki úr kalda stríðinu.
Flugvélin er dulúð sveipuð
Dakota á
Sólheimasandi
dregur marga að
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Áhöfnin Andrína Guðrún og Benedikt í einum af gluggum flugvélarinnar sem fyrrum var í flota varnarliðsins.
Flak Oft er sandfok, úrkoma og hvasst á sandinum svo í tímans rás hefur
vélin veðrast talsvert og látið á sjá eins og þessi mynd sýnir mjög vel.
Það þurfti fimm daga og 76 holur til
þess að skera úr um úrslit á opna
breska mótinu í golfi en mótið fór
fram á Gamla vellinum í St. Andrews í
Skotlandi í 29. skipti. Bandaríkja-
maðurinn Zach Johnson, Ástralinn
Marc Leishman og Suður-Afríkumað-
urinn Louis Ousthuizen enduðu allir á
fimmtán höggum undir pari eftir 72
holur og fóru í fjögurra holu
umspil sem endaði með
sigri Johnsons sem fékk tvo
fugla, einn skolla og eitt par
í umspilinu. »1
Johnson meistari eftir
fjórar holur í umspili
Brasilíska landsliðskonan
Francielle er gengin til liðs
við Stjörnuna til þess að
hjálpa liðinu í baráttu um
sæti í aðalkeppni Meistara-
deildarinnar í haust. Hún
skoraði þrennu á móti Fylki
í sínum fyrsta leik í gær.
Francielle vonast til að
endurheimta sæti sitt í
brasilíska landsliðinu eftir
að hún varð fyrir von-
brigðum yfir að vera ekki
valin á HM í Kanada. »4
Liðsstyrkur úr
landsliði Brasilíu