Morgunblaðið - 22.07.2015, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 2. J Ú L Í 2 0 1 5
Stofnað 1913 170. tölublað 103. árgangur
DAGSKRÁIN
ÞÉTT HJÁ
ÓSKARI OG SKÚLA
HILMA
Á HVÍTA
TJALDIÐ
HREFNA LIND
MEÐ MÖRG JÁRN
Í ELDINUM
HANDRIT 30 SPUNAMEISTARI 10TÓNLEIKAR OG PLATA 31
Rúturnar fleiri og yngri
Hópbifreiðum fjölgað um 500 á fimm árum Fornbílar notaðir til fjalla þar
sem nýir bílar komast ekki Fjölgun hlutfallslega minni en aukning ferðamanna
alaldur í umferð er 9,75 ár. Af þeim
1.879 hópferðabílum sem eru í um-
ferð eru 94 bílar sem eru 25 ára eða
eldri og eru því skilgreindir sem
fornbílar samkvæmt skilgreiningu
Fornbílaklúbbs Íslands. „Þetta eru
svokallaðir grindarbílar. Þeir eru
eftirsóttir til þess að fara til fjalla því
þeir eru hærra smíðaðir og komast
yfir árnar og vonda vegi. Bílar sem
smíðaðir eru í dag eru svo lágir að
þeir geta ekki verið til fjalla,“ segir
Tyrfingur Guðmundsson, eigandi og
framkvæmdastjóri hópbifreiðafyrir-
tækisins Guðmundar Tyrfingssonar
ehf. Hann segir að þó að hópferða-
bílaflotinn hafi stækkað hafi fjölgun-
in ekki haldist í hendur við hlutfalls-
lega fjölgun ferðamanna. Það helgist
af því hve margir ferðamenn velji að
ferðast á eigin vegum og þess njóti
bílaleigur frekar.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Skráðum hópbifreiðum, eða rútum,
hefur fjölgað um rúmlega 500 frá
árinu 2010 og eru nú 1.879 hópbif-
reiðar í umferð. Samhliða því hefur
flotinn yngst nokkuð frá því sem var
fyrir fimm árum. Meðalaldur rút-
anna hefur einnig lækkað en hann
var um 14 ár árið 2010. Meðalaldur
bifreiða á skrá nú er 12,51 ár og með- MHópbifreiðum fjölgað... »12
Morgunblaðið/Kristinn
Rútur Um 500 rútur hafa bæst við.
Þetta par lét hana ekki fá svo á sig, umræðuna um
ferðamannastrauminn á landinu, að þau gætu
ekki notið samvistanna við Seljalandsfoss. Ljós-
myndari blaðsins fangaði þau saman á fallegri
stund fyrr í vikunni en engar sögur fara af tilefni
ferðar þeirra um landið og látum við lesendum
eftir að geta sér til um það. Seljalandsfoss hefur
orðið að skyldustoppi fyrir ferðamenn á Suður-
landi og er fjölmenni þar daglega á sumrin.
Morgunblaðið/RAX
Samverustund undir dynjandi fossinum
Ferðamenn njóta sín í íslenskri náttúru
Jarðhiti hefur aukist í Vestur-
bunka á Surtsey frá síðustu mæl-
ingum. Þetta kom í ljós í leiðangri
vísindamanna í eyna í síðustu viku.
Þá uppgötvuðust einnig nýjar teg-
undir á staðnum: æðarfugl hefur
verpt þar í fyrsta sinn, tvær nýjar
tegundir háplantna hafa skotið rót-
um og auk þess nýjar tegundir fiðr-
ilda og fleiri smádýra.
„Mestu tíðindin voru að finna æð-
arkollu í varpinu,“ segir Borgþór
Magnússon leiðangursstjóri í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann segir
að nýr varpfugl hafi ekki sést í
eynni frá 2009. »14
Merki um aukinn
jarðhita í Surtsey
Surtsey Ljónslappi fannst í eynni í sumar.
Ferðamenn í hvalaskoðun á Níels
Jónssyni EA 106, sem gerður er út
frá Hauganesi við Eyjafjörð, fengu
heldur betur óvæntan glaðning á
dögunum þegar fjórar andarnefjur
blöstu allt í einu við augum þeirra
mitt á milli Grenivíkur og Hauga-
ness.
Um er að ræða afar sjaldgæfan
viðburð enda eru þetta hvalir sem
alla jafna er ekki að finna á grunn-
slóð. Fyrir nokkrum árum létu
nokkrar andarnefjur þó sjá sig á
Pollinum við Akureyri og héldu þar
til í einhvern tíma. Ekki er vitað um
ástæðu þess en jafnvel talið að þær
hafi verið á flótta undan háhyrn-
ingum eða verið sjálfar á eftir ein-
hverju tilteknu æti og endað þar
inn frá.
Andarnefjan getur orðið rúm-
lega 9 metra löng en fullorðnir tarf-
ar við Ísland eru að meðaltali 8,4
metra langir og kýr 7,2 metra lang-
ar. Oftast er hún grásvört eða
dökkbrún að ofanverðu en nokkuð
bjartari undir.
Hún er afar félagslynd og nálg-
ast mjög gjarnan skip og báta. Þá
er hún einnig þekkt fyrir einstakt
trygglyndi og ræktarsemi við eigin
kynstofn, er m.a. felst í því, að hún
yfirgefur ekki særðan félaga, fyrr
en hann er dauður. »6
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Andarnefja Hún er tilkomumikil og afar fögur með mjótt trýni og hátt og
kúpt enni. Trýnið minnir á andarnef og af því fær hún nafn sitt.
Andarnefjur syntu um í Eyjafirði
Afar sjaldgæfur viðburður hér enda
hvalir sem sjaldan eru á grunnslóð
Hinn 1. janúar
2016 verður
embætti héraðs-
saksóknara
stofnað. Sam-
tímis mun emb-
ætti sérstaks
saksóknara
verða lagt niður
og verkefni þess
flutt inn í hið
nýja embætti.
Markmið hins nýja embættis hér-
aðssaksóknara er að styrkja ákæru-
valdið og leysa fyrirliggjandi vanda-
mál við núverandi fyrirkomulag.
Hægt verður skv. nýjum lögum að
kæra ákvörðun um niðurfellingu
máls eða hvarfs frá rannsókn hjá
lögreglu eða héraðssaksóknara til
ríkissaksóknara. »18
Nýtt saksóknara-
embætti stofnað
Breyting Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur
saksóknari.
Áhrifin sem Íslendingar verða
fyrir vegna efnahagserfiðleika
Grikklands koma helst til vegna
veikingar evrunnar í kjölfar að-
gerða evrópska seðlabankans, að
mati Ásgeirs Jónssonar hagfræð-
ings. Hins vegar eru vöru- og þjón-
ustuviðskipti á milli Íslands og
Grikklands það lítil að þau hafa
takmörkuð áhrif. Einhverjar van-
efndir hafa verið á greiðslum
grískra kaupenda til íslenskra fyr-
irtækja undanfarið. »16
AFP
Grikkland Víða liggja angar kreppunnar.
Áhrifin óbein af erf-
iðleikum Grikklands