Morgunblaðið - 22.07.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015
Sigurður Ægisson
Siglufjörður
Ferðamenn í hvalaskoðun á Níels
Jónssyni EA 106, sem gerður er út
frá Hauganesi við Eyjafjörð, fengu
heldur betur óvæntan glaðning á
dögunum þegar fjórar andarnefjur
allt í einu blöstu við augum þeirra
mitt á milli Grenivíkur og Hauga-
ness.
Um er að ræða afar sjaldgæfan
viðburð enda eru þetta hvalir sem
alla jafna er ekki að finna á grunn-
slóð. Fyrir nokkrum árum létu
nokkrar andarnefjur þó sjá sig á
Pollinum við Akureyri og héldu
þar til í einhvern tíma. Ekki er vit-
að um ástæðu þess en jafnvel talið
að þær hafi verið á flótta undan há-
hyrningum eða verið sjálfar á eftir
einhverju tilteknu æti og endað
þar inn frá.
Andarnefjan getur orðið rúm-
lega 9 metra löng en fullorðnir
tarfar við Ísland eru að meðaltali
8,4 metra langir og kýr 7,2 metra.
Oftast er hún grásvört eða dökk-
brún að ofanverðu en nokkuð
bjartari undir. Með aldrinum verða
sum dýranna mjög ljós um allan
skrokkinn og allt að því hvít á enni
og trýni.
Andarnefjan lifir nær eingöngu á
smokkfiski. Í Noregshafi tekur hún
aðallega dílasmokk en hér við land
einnig beitusmokk. Þó mun eitt-
hvað vera étið af síld líka, rækju og
krossfiski.
Andarnefjan kann best við sig á
djúpslóð, og heldur sig oftast úti á
opnu hafi utan landgrunnsmarka,
þar sem dýpið er 1.000 m eða
meira. Hún er afar félagslynd og
nálgast mjög gjarnan skip og báta.
Þá er hún einnig þekkt fyrir ein-
stakt trygglyndi og ræktarsemi við
eigin kynstofn, er m.a. felst í því,
að hún yfirgefur ekki særðan fé-
laga, fyrr en hann er dauður. Not-
færðu veiðimenn sér óspart það
eðli hennar forðum. Raunar á þetta
atferli, aðstoð í neyð, við margar
aðrar hvalategundir líka.
Andarnefjan er að mestu far-
hvalur eins og aðrir tannhvalir
flestir. Heimkynnin eru Norður-
Atlantshafið og Íshafið, hérna
megin. Þó er hún fremur sjaldgæf í
Norðvestur-Atlantshafi. Hún finnst
allt umhverfis land hér á sumrin en
mun þó vera algengust í hafinu á
milli Íslands og Jan Mayen og fara
allt að ísröndinni og jafnvel nokkra
kílómetra undir hana. Talið er að
fullorðin karldýr leiti alla jafna
norðar en aðrir einstaklingar teg-
undarinnar.
Var friðuð árið 1977
Þegar tekur að hausta fer and-
arnefjan hins vegar suður á bóg-
inn. Vetrarstöðvarnar eru mestan
partinn á hafsvæðinu milli New
York og Miðjarðarhafs en and-
arnefjur fara þó allt suður til
Grænhöfðaeyja, hjá vesturströnd
Afríku. Þó má vera að ákveðinn
hluti, eða einangraðir stofnar, fari
aldrei eins langt suður á bóginn og
aðrir heldur dvelji í hafinu milli Ís-
lands, Noregs og Færeyja.
Árið 1977 var andarnefjan friðuð
og er svo enn.
Andarnefjur heimsækja Eyjafjörð
Um er að ræða afar sjaldgæfan viðburð enda eru þetta hvalir sem alla jafna er ekki að finna á
grunnslóð Andarnefjan er afar félagslyndur hvalur Heldur suður á bóginn þegar hausta tekur
Ljósmynd/Bernódus Óli Kristinsson
Heimsókn Mynd af andarnefjum fram undan Grenivík 17. júlí síðastliðinn. Ferðamenn í hvalaskoðun á Níels Jónssyni EA 106, sem gerður er út frá Hauganesi, fengu þarna óvæntan glaðning.
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Fögur dýr Kajakræðari með tveimur af andarnefjunum sem voru á Akureyrarpolli 30. ágúst 2008. Hann gerði sér
far um að elta þær og róa með þeim, eftir því sem hann gat. Ekki var annað að sjá en þær létu það sér vel líka.
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Spánarsnigillinn er líklegur til að
gera vart við sig þegar líða tekur á
sumarið, að sögn Erlings Ólafssonar,
skordýrafræðings hjá Náttúrufræði-
stofnun Íslands. Ekkert hefur frést af
ferðum hans í sumar, enn sem komið
er.
Aðspurður hvort þess megi vænta
að spánarsnigill verði að verulegri vá
fyrir íslenskan gróður segir hann það
ólíklegt. „Hann var með gott skot síð-
asta sumar og ég átti því von á að
þetta yrði hressilegt núna í sumar.
En kalda vorið hefur haft einhver
áhrif og kýlt hann til baka,“ segir
Erling.
Uppgangur snigilsins hefur verið
hægur hér á landi eftir að hann gerði
sig fyrst heimakominn árið 2003.
„Hann er ekki að fóta sig neitt mjög
vel hérna miðað við það sem við
sjáum í Færeyjum,“ segir Erling og
segir að spánarsnigill sé ekki norræn
tegund og þrífist betur í jafnara veð-
urfari eins og í Færeyjum.
Snigillinn er að minnka
Snigillinn hefur aðlagast íslensku
umhverfi sínu með því að skreppa
saman í stærð. „Afkomendur hans
eru að minnka, enda styttra vaxtar-
sumar en í Suður-Evrópu.“ Hefð-
bundin lengd snigilsins er allt að 15
cm. Spánarsnigillinn ræðst á laufblöð
plantna og étur þær á endanum upp
til agna. Hann gerir engan greinar-
mun á plöntum þó honum þyki bragð-
miklar og lyktsterkar plöntur bestar,
til dæmis kryddplöntur.
Spánarsnigillinn væntanlegur á ný
Ekki frést af honum enn Líklegur seinna í sumar Kalda vorið hafði áhrif
Snigill Óvætturinn spánarsnigill hefur ekki gert vart við sig enn. Hann er
þó væntanlegur þegar líða fer á sumarið og gæðir sér þá á gróðrinum.
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Í þessari viku spáir Veðurstofan
hægri breytilegri átt um allt land
og 6 til 14 gráða hita, hlýjast á Suð-
urlandi. Norðanlands verði hitinn
milli 5 og 10 stig. Spáð er skúrum
með þurrkum á milli um land allt.
Veðurfræðingur á Veðurstofu Ís-
lands sagði spána ekki afgerandi
fyrir næstu viku, „en það eru vís-
bendingar um að það sé aðeins að
snúast þetta veðurlag sem hefur
verið ríkjandi undanfarnar vikur“.
Kalt loft norðan af landinu hefur
streymt yfir okkur undanfarið en
nú er spáð sunnanátt með mikilli
rigningu sunnanlands næsta mið-
vikudag.
„Það er kalt loft yfir landinu og
við erum svolítið föst í því. Þetta
verða síðdegisskúrir um allt land
en hlýjast sunnanlands, þess vegna
ágætt útivistarveður. Það þarf
bara að vera við öllu búinn, taka
með sér regnfötin og sólarvörn-
ina.“
„Regnföt og sólar-
vörn“ í vikunni