Morgunblaðið - 22.07.2015, Síða 8

Morgunblaðið - 22.07.2015, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 Styrmir Gunnarsson segirtvennt ljóst í samskiptum Ís- lands og ESB:    1 Tilraun íslenzkra stjórnvaldatil að draga aðildarumsókn- ina að ESB til baka með bréfi, sem ESB hafði samþykkt fyrir- fram en var óljóst orðað svo að ekki sé meira sagt mis- tókst. Ferð for- sætisráðherra til Brussel sýnir að ríkisstjórnin hefur gefizt upp við að framkalla viðunandi við- brögð við því bréfi.    2 Evrópusambandið ræður þvíað sjálfsögðu sjálft hvort það svarar bréfum og á hvaða veg það svarar – ef það svarar.    Ríkisstjórnin á því bara einnkost til að bjarga eigin skinni.    Hún verður að senda nýttbréf til ESB, þar sem aðild- arumsókn Íslands er afturkölluð með formlegum hætti á þann veg að ekki verði misskilið.    Með því móti er ljóst að lög-lega kjörin stjórnvöld hér hafa afturkallað aðildarumsókn Íslands á þann veg að hugsanleg ný aðildarsinnuð ríkisstjórn gæti ekki með nokkrum hætti tekið þráðinn upp á ný eins og ekkert hafi í skorizt, jafnvel þótt Brussel væri tilbúin í þann leik.    Eftir að ríkisstjórnin hefur áannað borð tekið þá ákvörðun að fara ekki með mál- ið aftur inn í þingið er þetta eina leiðin til þess að ljúka mál- inu.“ Styrmir Gunnarsson Til að halda andliti STAKSTEINAR Sokkaverksmiðjan Trico á Akranesi hefur verið úrskurðuð gjaldþrota, en úrskurður héraðsdóms Vesturlands, þar að lútandi, var kveðinn upp hinn 30. júní sl. Fyrirtækið var stofnað árið 1952 og framleiddi sokka upp frá því en einnig annan fatnað. Núverandi að- aleigandi fyrirtækisins hóf störf þar árið 1992. Fjögur stöðugildi voru hjá fyrirtækinu þegar það fór í þrot. Í Trico voru einkum framleidd hitaþolin föt fyrir stóriðjur en þau voru einnig seld erlendis. Slökkvilið og stóriðjur á Íslandi voru stórir við- skiptavinir Trico en einnig fékkst fyrirtækið við smærri verkefni í samstarfi við utanaðkomandi hönn- uði, en íþróttafélög voru einnig við- skiptavinir verksmiðjunnar. Styrkur fyrirtækisins gegnum ár- in var í hinum sértækari vörum, en fyrirtækið gat verr sótt inn í stór- markaði, þar sem innfluttar vörur eru allsráðandi. Ingi Tryggvason hrl., skiptastjóri skiptabús Trico, segir búið einungis samanstanda af fasteign og vélum til sokkagerðarinnar, en hann segist ekki vita til þess að rekstur fyrir- tækisins haldi áfram. Talsmenn Trico vildu ekki tjá sig við Morgunblaðið um ástæður gjald- þrotsins og framhaldið. jbe@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Akranes Sokkaverksmiðjan Trico var staðsett á Akranesi í 63 ár. Trico ehf. úrskurðað gjaldþrota  Rótgróið fyrir- tæki á Akranesi Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir al la , al l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18 RAFMAGNSVERKFÆRI Ljós eik 1.655 kr. m2 Rafhlöðuborvél 12V 2 gíra Liion rafhlaða kr. 11.990 Rafhlöðuborvél 14,4V 2 hraða NI-CD kr. 12.990 Rafhlöðuborvél 18V 2 gíra LiIon rafhl kr. 13.990 Bor / brotvél með höggi SDS Plus 800W með meitlum og borum kr. 13.990 950W 125mm slípirokkur kr. 6.990 255mm Gráðukúttsög 1880W kr. 23.900 Borðsög með 254mm blaði 1500W kr. 37.990 Bor / Brotvél 1200W SDS MAX 0-500 mín kr. 23.990 Mikið úrval frá Maxpro Veður víða um heim 21.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 7 súld Akureyri 8 skýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 10 skúrir Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Stokkhólmur 15 skúrir Helsinki 18 skýjað Lúxemborg 30 heiðskírt Brussel 23 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 15 skýjað London 25 heiðskírt París 30 léttskýjað Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 22 léttskýjað Berlín 27 léttskýjað Vín 34 léttskýjað Moskva 16 þrumuveður Algarve 28 heiðskírt Madríd 37 léttskýjað Barcelona 30 heiðskírt Mallorca 32 heiðskírt Róm 32 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 21 léttskýjað Montreal 18 þrumuveður New York 28 heiðskírt Chicago 26 léttskýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:03 23:07 ÍSAFJÖRÐUR 3:37 23:42 SIGLUFJÖRÐUR 3:19 23:26 DJÚPIVOGUR 3:25 22:43 Umferð um Hvalfjarðargöng í júní sl. sló nýtt met. Alls fóru 225.695 ökutæki um göngin og hafa þau aldrei verið fleiri í júní frá því að göngin voru opnuð, samkvæmt frétt frá Speli ehf. Umferðin jókst um 4,5% í júní nú samanborið við júní í fyrra. Það er nokkurn veginn sama hlutfalls- aukning og í umferð á hringveg- inum. Spölur ehf. bendir á að Vega- gerðin hafi upplýst að umferð á hringveginum í júní hafi aldrei mælst meiri en í ár og að hún hafi aukist um 4,6% frá því í júní í fyrra. Umferðin jókst mest á Austurlandi en minnst á Suðurlandi. Þá er vakin á því athygli á vef Vegagerðarinnar að Gullni hringurinn svonefndi komi við sögu umferðartalningar á hringveginum á Suðurlandi. Þrátt fyrir tal um fjölgun ferðamanna birtist það ekki í umferðartölum í þeim landshluta. gudni@mbl.is Nýtt met var slegið í umferð um Hvalfjarðargöng í júní s.l.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.