Morgunblaðið - 22.07.2015, Síða 9

Morgunblaðið - 22.07.2015, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 Bolir, túnikur peysur, buxur, pils og töskur fyrir konur á öllum aldri Stærðir S-XXXL 20-70% afsláttur Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Útsala Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook afsláttur St. 36–52 Þýskur gæðafatnaður! Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Til greina kemur að leita til starfs- mannaleiga eftir erlendu starfsfólki til að fylla í skarð heilbrigðisstarfs- manna sem hafa sagt upp. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á opnum fundi með velferðarnefnd Alþingis í dag. Hann vonar að ekki komi til uppsagn- anna. Páll sat fyrir svörum á fundi nefndarinnar ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra og Haraldi Briem, staðgengli land- læknis, til þess að ræða viðbrögð stjórnvalda vegna uppsagna heil- brigðisstarfsfólks og kjaramála heilbrigðisstétta. Eigi hlutdeild í lausninni Bæði Páll og Kristján Þór sögð- ust vonast til þess að ekki kæmi til uppsagna hjúkrunarfræðinga og fleira heilbrigðisstarfsfólks. Gerðar- dómur, sem á að ákveða kjör hjúkr- unarfræðinga og félaga í aðildar- félögum BHM, hafi svigrúm til að vinna að sátt milli aðila. „Það er mikils virði að niðurstaða gerðardóms verði þannig að báðir aðilar eigi hlutdeild í henni,“ sagði ráðherrann. Embætti landlæknis ynni nú að greiningu á biðlistum sem hafi lengst í verkfallahrinum í heilbrigð- iskerfinu og í kjölfarið verði verk- um forgangsraðað. Ráðherrann muni óska eftir fjáraukaframlagi til þess að vinna á þeim biðlistum sem hafi skapast. Laða fólk markvisst að Forstjóri Landspítalans sagði enn langt í að uppsagnirnar tækju gildi. Uppsagnir 260 heilbrigðis- starfsmanna væru slæmar en ekki afgerandi á 5.000 manna vinnustað. Stór hópur hefði sagt upp í ákveðnum einingum eins og gjör- gæsludeild í Fossvogi, hjarta- og brjóstskurðdeild og minni ein- ingum. Mönnun á sumum sviðum heil- brigðiskerfisins hafi hins vegar áður verið viðkvæm. Því þyrfti í framtíð- inni að laða fólk markvisst að ákveðnum greinum þar sem skort hefur fólk. Ekki lausn til framtíðar Til að bregðast við yrði fyrst litið til þess að ráða annað starfsfólk. Ef það gengi ekki upp kæmi til greina að leita til starfsmannaleiga með er- lent starfsfólk. „Þær leysa vanda til skamms tíma en skammtímastarfsfólk sem er ekki hollt vinnustaðnum og þekk- ir ekki til verður aldrei burðarásinn í þjónustunni,“ sagði Páll sem sagði að til þeirra yrði þó að sjálfsögðu leitað ef erfið staða skapaðist. Kristján Þór sagði að til greina kæmi að ráða erlent starfsfólk en það væri ekki forgangsmál. Það gæti ekki verið framtíðarlausn fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Munur á verkfalli lækna og hjúkrunarfræðinga Nefndarmenn spurðu gestina meðal annars hvers vegna lög hafi verið sett svo fljótt á verkfall hjúkr- unarfræðinga þegar verkfalli lækna hafi verið leyft að halda áfram vik- um saman. Páll sagði að verkfall læknanna hafi farið hægar af stað með aðgerð- um á afmörkuðum sviðum til skiptis. Hins vegar hafi stefnt í allsherjar- verkfall hjúkrunarfræðinga. Heilbrigðisráðherra bætti við að verkfall hjúkrunarfræðinga hafi komið beint ofan í verkfall félags- manna BHM sem hafi staðið yfir í á þriðja mánuð. Það væri ekki rétt að aldrei hafi verið rætt um að setja lög á verkfall lækna og hann hafi ítrekað verið spurður út í það á sínum tíma. Hann hafi hins vegar álitið þá og gerði enn að lög á verkfallsaðgerðir heil- brigðisstarfsfólks væri algert neyð- arbrauð. Erlent starfsfólk ekki burðarás þjónustu  Velferðarnefnd ræddi uppsagnir heilbrigðisstarfsfólks Morgunblaðið/Styrmir Kári Áhyggjur Boðað var til fundar í velferðarnefnd Alþingis vegna áhyggna af stöðunni í heilbrigðiskerfinu eftir uppsagnir starfsfólks og kjaradeilur. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, segir uppbyggingu innviða vegna fjölg- unar ferðamanna vera fimm ára átaksverkefni. Hún segir að niðurstöður stefnumótunar, sem ráðist var í af hálfu ráðuneyt- isins, Samtökum ferðaþjónust- unnar og Ferða- málastofu, verði kynntar í næsta mánuði. Spjótin hafa beinst að ríkisstjórninni og Ragn- heiði upp á síðkastið í umræðunni um bága innviði í ferðaþjónustunni. Ragnheiður bendir á að uppbygg- ing innviða standi ekki aðeins á stjórnvöldum. Hún segir að úthlutað hafi verið 380 milljónum króna til brýnna verkefna í fyrra, þ.e. þeirra verkefna sem voru tilbúin til fram- kvæmda, en þó sé enn rúmlega helmingur af því fjármagni enn eftir í Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða. Ástæðurnar eru ýmsar að sögn Ragnheiðar, m.a. mikið rigningasumar í fyrra, deiliskipulag var ekki klárt.og erfiðlega gekk að fá verktaka. Ekkert bókhald um hvað renni aftur til atvinnugreinarinnar Ragnheiður segir tekjur ríkisins af erlendum ferðamönnum vera gríðarlegar, eða um 50 milljarða króna. Það sé hins vegar þannig að allar atvinnugreinar borga sína skatta og ekkert bókhald sé til um það hvað renni aftur til viðkomandi atvinnugreinar. „Þetta fer í okkar sameiginlegu sjóði sem síðan er ráðstafað af Al- þingi. En með t.d. 850 milljóna króna aukafjárveitinguna tókum við mið af því að við erum að fá gríð- arlega vaxandi tekjur með þeim aukna ferðamannafjölda sem hingað kemur,“ segir Ragnheiður og vísar þar til samþykktar ríkisstjórn- arinnar frá því fyrr í sumar, þegar samþykkt var að verja 850 millj- ónum króna til brýnna uppbygg- ingar- og verndaraðgerða á ferða- mannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins. Tíu prósentum þeirrar fjárhæðar, eða rúmlega 80 milljónum króna, var varið til uppbyggingar á salern- isaðstöðu um landið, segir Ragn- heiður. Uppbygging inn- viða tekur fimm ár  Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða enn hálffullur, ári eftir úthlutun Ragnheiður Elín Árnadóttir Sigurður Jóhann Helgason, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Steinsmiðju S. Helga- sonar, andaðist á Hrafnistu DAS í Reykjavík 20. júlí sl. á 92. aldursári. Sigurður fæddist 19. desember 1923 í Reykjavík, sonur hjónanna Helga Guð- mundssonar, aktygja- smiðs og kirkjugarðs- varðar, og Engilborgar Helgu Sigurðardóttur, húsfreyju. Sigurður lauk sveinsprófi í múr- araiðn 1947 og fékk meistarabréf í steinsmíði 1971. Hann stofnaði S. Helgason hf. Steinsmiðju árið 1953 og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins í hálfa öld þar til það var selt 2003, árið sem Sigurður varð áttræður. Hann var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur og í trún- aðarráði félagsins til 1953, einnig í stjórn Sveinasambands bygg- ingamanna. Félagi í Múrarameistarafélagi Reykjavíkur frá 1953 og í stjórn félagsins um tíma og gegndi bæði starfi gjaldkera og varaformanns. Þá var hann í stjórn Lífeyris- sjóðs múrara. Auk þess átti Sigurður sæti í stjórn Öndverðarness. Eiginkona Sigurðar heitins var Guðrún Eyj- ólfsdóttir (f. 2. ágúst 1926, d. 4. febr- úar 1995). Þau eignuðust þrjú börn sem öll lifa föður sinn, Maríu, f. 1949, Helgu, f. 1954, og Jóhann Þór, f. 1958. Barnabörn Sigurðar heitins eru átta talsins. Lífsförunautur Sigurðar hin síðari ár var Birna Benjamínsdóttir. Andlát Sigurður J. Helgason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.