Morgunblaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Hrefna Lind Lárusdóttir,gjörningalistakona ogleikkona, flutti afturheim til Íslands fyrir um ári, eftir að hafa útskrifast með meistaragráðu í sviðslistum frá MFA Naropa University í Colorado. Þar áður bjó hún í eitt ár í New York en hún er með BA-gráðu í bókmennta- fræði frá Háskóla Íslands. Frá því að hún flutti heim aftur hefur hún haft yfrið nóg að gera og með margt „kraumandi í gangi,“ að eigin sögn. Eftir heimkomuna var Hrefna með vinnustofu í Tjarnarbíói þar sem hún stýrði þjálfun í „physical thea- ter“, listformi sem gengur út á að gera mannslíkamann að miðpunkti frásagnarinnar. Þá vann hún þar við sýningarstjórn og miðasölu auk þess sem hún lék hvítu kanínuna í sýning- unni Carrol: Berserkur á vegum Spindrift Theatre, sem var unnið upp úr Lísu í Undralandi. „Frá áramótum hef ég dottið inn í hvert verkefnið á fætur öðru. Það virðist vera þannig í þessum bransa, stundum er ekkert að gera en þess á milli er allt of mikið að gera,“ segir Hrefna og bætir við að hún hafi tekið mikinn þátt í alþjóðlegu samstarfi undanfarna mánuði. Hún fór t.a.m. fyrir skemmstu í tvær vinnuferðir til New York til að semja tónlist og koma fram með hljómsveitinni Krúnka Smúnk and the Nigels en sveitin fékk sér nýlega umboðsmann þar í borg. Verk hljómsveitarinnar verða til út frá lögum sem Hrefna semur en sveitin leggur mikla áherslu á listræna framkomu. „Ég var að koma frá Colorado í Skapar augnablikið með áhorfandanum Hrefna Lind Lárusdóttir lærði sviðslistir í bandarískum leiklistarskóla þar sem búddísk fræði og hugleiðsla voru undirliggjandi. Henni líkar vel að taka þátt í löngum spunaverkum þar sem áhugavert flæði leysist úr læðingi og fólk hættir að beisla sig. Hún segir enga sýningu eins í upplifunarleikhúsi enda ólíkir áhorf- endur með ólíka orku sem þurfi að bregðast við hverju sinni. Morgunblaðið/Styrmir Kári Spennandi Hrefna segir það spennandi stað til að vera á, að vera með mörg verkefni í gangi sem ekki hafa tekið á sig endanlegt form. Ljósmynd/Úr eigin safni Kanínan Hrefna Lind í hlutverki hvítu kanínunnar í Carrol: Berserkur. Finnst þér myndir af þinni fjölskyldu alveg hræðilegar? Kíktu þá á vefsíðu Awkward Family Photos því mynd- irnar þar eru örugglega verri en þín- ar. Þar er fólk sem myndar sig nakið ásamt gæludýrunum, óheppilegar áletranir á bolum, lamadýr sem troða sér inn á brúðarmyndir, vondar grettur og klúðurslegar myndir þar sem enginn horfir í myndavélina. Síðan er tilvalin skemmtun eftir að búið er að fara í gegnum fjöl- skyldumyndaalbúmið og bölsótast yfir myndunum þar. Vefsíðan www.http://awkwardfamilyphotos.com/ AFP Ættarsvipur Sumar fjölskyldur eru einfaldlega apalegri en aðrar. Verstu fjölskyldumyndirnar Í kvöld, miðvikudagskvöld, verður pepp-partí fyrir Druslugönguna hald- ið á Húrra. Partíið hefst kl. 20.00 og stendur frameftir kvöldi. Þar verður hægt að kaupa alls- konar druslusgóss fyrir gönguna, hlusta á hressa tóna og peppa sig upp fyrir gönguna sem verður gengin laugardaginn þar eftir, 25. júlí. Gang- an á laugardaginn verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14.00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Markmið göngunnar er að skila skömminni af kynferðisglæpum til gerenda. Peppaðu þig upp... ...fyrir Druslu- gönguna Morgunblaðið/Þórður Talskona María Rut Kristinsdóttir. Sumir fara til sólarlanda til að gera sem minnst, liggja á ströndinni og njóta, en aðrir fara óhefðbundari leiðir og fara til sólarlanda til að stunda líkamsrækt, í bland við annað heilsusamlegt. Fyrirtækið WOD Holi- days þjónar þeim hópi með því að bjóða upp á skipulagðar ferðir til Kanaríeyja þar sem heilsusamlegur matur og krefjandi æfingar á strönd- inni eru í fyrirrúmi. Fyrir 599 bandaríkjadali fær maður gistingu í fjórar nætur á fimm stjörnu hóteli við ströndina þar sem morg- unmatur og aðgangur að líkamsrækt er innifalinn sem og ferðir til og frá hóteli og fleiri líkamsræktarstöðvum. Einnig er boðið upp alls kyns afþrey- ingu og hreyfingu á ströndinni, á borð við brimbrettabrun og hjóla- báta. Þátttakendur kynnast svo auð- vitað öðrum með svipað hugarfar í ferðunum. Enn eru laus sæti í næstu ferð sem verður farin dagana 25.-29. ágúst næstkomandi en uppselt er í sept- emberferðina. Skráning fer fram á heimasíðunni www.wodholidays.com Hamast á ströndinni Skipuleggja lúxus líkamsrækt- arferðir til Kanaríeyja AFP Brimbretti Ekki fara allir til sólarlanda til að liggja eins og skötur á ströndinni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. HANDRIÐ OG SKJÓLVEGGIR M ynd:Josefine Unterhauser ispan@ispan.is • ispan.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.