Morgunblaðið - 22.07.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.07.2015, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það verða aðteljaststór- merkileg tíðindi, að Bandaríkin og Kúba skuli hafa tekið upp formlegt stjórn- málasamband á ný eftir rúm- lega hálfrar aldar hlé. Einni helstu arfleifð kalda stríðsins hefur þar með verið kastað fyrir róða, fyrst og fremst fyrir tilstilli Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, sem mun líta á þennan viðburð sem einn sinn helsta sigur í utan- ríkismálum. Það er þó ekki allt saman bjart við þessar sögulegu sættir. Fyrir það fyrsta mun taka langan tíma að endur- vinna það traust, sem glatast hefur frá því að Fídel Kastró, fyrrverandi leiðtogi Kúbu, kastaði af sér grímunni og skipaði sér í sveit með Sov- étríkjunum. Frá þeim tíma eru enn mörg útistandandi mál, eins og hvaða rétt bandarísk fyrirtæki hafa á bótum fyrir þær eigur sem þau glötuðu við byltinguna. Þá er jafnframt eftir að sjá hvort tilhugalífið geti lifað stjórnartíð Obama, en marg- ir repúblikanar eru and- snúnir nokkurri nálgun við Kúbu. Þá gæti verið áhuga- vert að sjá hvaða áhrif þetta hefur á gengi Demókrata- flokksins í Flórída-ríki í næstu forsetakosningum, þar sem margir Kúbverjar, sem flúið hafa harðstjórn Kastró- bræðra, hafa sest að. Þeim gremst einkum það, að í þessari gjörð felst óbein viðurkenn- ing Bandaríkjanna, for- ysturíkis lýðræðisaflanna í heiminum, á því stjórnarfari sem ríkt hefur á Kúbu síðast- liðin 56 ár, þar sem óheilla- systurnar stöðnun og kúgun hafa tekið höndum saman til þess að halda lífskjörum al- mennra Kúbverja langt undir viðunandi mörkum, á meðan fámenn klíka makar krókinn. Við lok kalda stríðsins varð sú tilgáta vinsæl meðal stjórnmálafræðinga, að auknu efnahagslegu frelsi myndi sjálfkrafa fylgja póli- tískt frelsi. Tilgátan hefur hins vegar ekki reynst vel, eins og sjá má í Kína, þar sem umbætur á hinni fúnu og feysknu sameignarstefnu hafa síður en svo náð að losa tök einræðisins, heldur þvert á móti fest það í sessi. Óskandi væri, að hin nýja nálgun Bandaríkjanna að samskiptunum við Kúbu myndi leiða til þess að stjórn- arfar á eyjunni færðist til betri vegar. Því miður gætu áhrifin orðið þveröfug, þar sem hinn efnahagslegi ávinn- ingur sem felst í auknum við- skiptum og ferðalögum á milli landanna tveggja gæti fest Kastró-bræður og þeirra óheillastjórn enn frekar í sessi. Þá væri til lítils unnið. Bandaríkin og Kúba stofna til stjórn- málasambands á ný} Sögulegar sættir Það virðist veralögmál að eft- ir því sem skatt- kerfi verða flókn- ari verði afleiðingarnar kynlegri. Í Morg- unblaðinu í gær birtist frétt um að breytingar á virð- isaukaskattskyldu fyrirtækja í ferðaþjónustu myndi í ákveðnum tilvikum fá meira á úr ríkissjóði en þau létu af hendi rakna. Með breytingunni þurfa fyrirtæki í tilteknum greinum nú að borga 11% virðis- aukaskatt af vörunni sem þeir selja, hvort sem það eru skemmtisiglingar eða jarð- böð. Um leið og fyrirtækin þurfa að greiða skattinn opn- ast möguleikinn til að draga frá virðisaukaskattinn, sem þau borga fyrir aðföng. Hann er 24%. Þessi staða er ekki ný af nálinni og hefur til dæmis átt við um hót- elrekstur. Vala Valtýs- dóttir, sviðsstjóri skatta- og lög- fræðisviðs Delo- itte, segir í frétt- inni að í raun fái þeir, sem selja út þjónustu sem ber 11% virðisaukaskatt en greiði 24% virðisauka af aðföngum „dálítinn ríkisstyrk“ og bætir við: „Þetta er einfaldlega hættan sem skapast þegar tvö þrep eru í skattheimt- unni.“ Augljóst er að eitthvað er bogið við það þegar skattur verður að styrk og bætist þetta dæmi við rökin fyrir því að einfalda skattkerfið. Það verður ekki gert með því að færa skattþrep til, því kerfið er jafnflókið þótt bilið milli þrepanna styttist. Það verður gert með því að hafa þrepið aðeins eitt og nota um leið tækifærið til skattalækkunar. Breytingar á skattkerfinu geta haft aðrar afleið- ingar en ætlað var} Skattur verður að ríkisstyrk E itt eiga þeir sameiginlegt Barack Obama Bandaríkjaforseti og karlarnir sem keppa um að verma sæti hans í Hvíta húsinu eftir næstu forsetakosningar. Þeir eru allir skegglausir. Forsetar Banda- ríkjanna hafa verið lítt hrifnir af skeggi; að- eins fimm þeirra frá upphafi hafa verið al- skeggjaðir og aðrir fjórir hafa verið með yfirvaraskegg. Og það er æði langt síðan það var. Þetta hefur verið rannsakað vandlega og rit og vefsíður eru helgaðar málinu vestanhafs. Það mega Bandaríkjamenn eiga að þeir hafa tilfinningu fyrir því sem skiptir máli í félags- vísindum og hvað er fánýtt. Skeggvöxtur stjórnmálamanna tilheyrir án nokkurs vafa fyrri flokknum. Þegar litið er yfir svið stjórnmála í okkar heimshluta sést að það er hrein undantekning að rekast á skeggjaða menn í þeirri atvinnugrein. Að minnsta kosti á seinni ár- um. Stephen Crabb, sem tók við ráðherraembætti í Bret- landi í fyrra, er til dæmis fyrsti skeggjaði maðurinn í rík- isstjórn íhaldsmanna í meira en hundrað ár. Og kæmi mér ekki á óvart að hann væri búinn að raka sig þegar þetta birtist á prenti. Því miður höfum við Íslendingar vanrækt skeggrann- sóknir í stjórnmálum. Ef flett er þingmannatali á vef Al- þingis virðist sem skegg hafi prýtt allan þorra þingmanna þegar þingið var endurreist á 19. öld og síðan áratugum saman. Voru sumir þingmenn jafnvel með síð- skegg sem náði niður á nafla. Skyndirannsókn mín á skeggvexti núver- andi þingkarla leiddi í fljótu bragði í ljós fimm skeggjaða. Þá miða ég við myndirnar sem þeir láta birta af sér á vef þingsins. Þetta eru Guð- mundur Steingrímsson, Bjartri framtíð, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, Óttarr Proppé, Bjartri fram- tíð, og Róbert Marshall, Bjartri framtíð. Eitt er athyglisvert. Helstu foringjar þjóð- arinnar í hópi karlþingmanna um langt árabil hafa ekki verið skeggjaðir. Jón Sigurðsson forseti var skegglaus og var þó uppi á mikilli skeggöld. Jónas frá Hriflu var líka skegglaus. Sama er að segja um Hermann, Ólaf Thors, Bjarna Ben (eldri og yngri), Geir og Davíð og Sigmund Davíð. Hannes Hafstein er undan- tekning (sem sannar regluna samkvæmt rökfræðinni). Aldrei hefur sést skegg á forsetum Íslands. Þeir hafa allir verið skegglausir. Getur verið að það sé fylgni á milli skeggvaxtar og ár- angurs í stjórnmálum á síðari tímum? Varla er það til- viljun að einu mennirnir á Alþingi sem hafa látið sér vaxa skegg eru í stjórnarandstöðu? Getur verið að kjósendur séu tregir til að kjósa skeggjaða menn í há embætti? Og þá hvers vegna? Er eitthvað ótraustvekjandi við skegg- vöxt? Sjálfur hef ég ekki svör á reiðum höndum. En það blasir við að hér er merkilegt rannsóknarefni fyrir fræði- menn okkar. gudmundur@mbl.is Guðmundur Magnússon Pistill Skeggræða um stjórnmál STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Hinn 1. janúar 2016 tekurembætti nýs héraðs-saksóknara til starfa ogverður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma. Munu öll verkefni sérstaks saksóknara, hvort sem þau eru enn í rannsókn, í ákærumeðferð eða fyrir dómi því hverfa til héraðssaksókn- ara. Innanríkisráðuneytið hefur þegar auglýst eftir héraðssaksókn- ara og varahéraðssaksóknara, en sá fyrrnefndi verður skipaður frá og með 1. september 2015. Hefst hann strax handa við undirbúning nýs embættis og finnur því meðal ann- ars stað í samráði við ráðuneytið og fasteignir ríkisins. Þetta kemur fram í upplýsingum frá innanrík- isráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að kostnaður við rekstur embættis héraðssak- sóknara verði um 750 m. kr. á ári og er þá miðað við að starfsmenn verði 50 talsins. Stærstu kostnaðarliðirnir eru launakostnaður, aðkeypt sér- fræðiaðstoð og húsnæðiskostnaður, að því er segir í greinargerð með frumvarpi um breytingu á saka- málalögum og lögreglulögum er varð að lögum. Ákæruvaldsstigin verða tvö Markmiðið með stofnun nýs embættis héraðssaksóknara er að efla og styrkja ákæruvaldið og leysa vandamál varðandi fyrirkomulag lögreglurannsókna og ákæruvalds hér á landi. Ákvörðun um máls- höfðun á lægri stigum ákæruvalds færist einnig frá embætti ríkissak- sóknara í hendur héraðssaksóknara og lögreglustjóra landsins. Ríkis- saksóknari verður eftir sem áður æðsti handhafi ákæruvalds. Lögfest var einnig veigamikil breyting á fyrirkomulagi ákæru- valds en nú verður unnt að kæra ákvörðun héraðssaksóknara eða lög- reglustjóra um að fella niður mál eða falla frá saksókn til æðri ákæru- valdshafa, þ.e. ríkissaksóknara, til dæmis í kynferðisbrotamálum. Rannsókn á brotum starfsmanna héraðssaksóknara verði þó áfram hjá ríkissaksóknara. Tekur hið nýja fyrirkomulag gildi við gildistöku laganna, þ.e. 1. janúar 2016. Fram til þessa hefur sá möguleiki ekki verið til staðar en talið er að hið nýja fyrirkomulag sé til mikilla réttarbóta. Er héraðssak- sóknara og lögreglustjórum einnig gert að rökstyðja ákvarðanir sínar í stuttu máli, sé þess óskað. Peningaþvætti og ávinningur Nýr héraðssaksóknari, sem hliðsettur verður lögreglustjórum landsins, mun einnig annast lög- reglurannsóknir í skatta- og efna- hagsbrotamálum, rannsóknir á brot- um starfsmanna lögreglu og brotum gegn valdstjórninni. Að auki flyst til embættisins rekstur peningaþvætt- isskrifstofu ríkislögreglustjóra. Mun hið nýja embætti því annast mót- töku tilkynninga á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Rekstur skrifstofu til endurheimtu ólögmæts ávinnings af hvers kyns refsiverðri háttsemi í tengslum við lögreglu- rannsóknir færist einnig inn á borð héraðssaksóknara. Starfsemin verði ekki einskorðuð við að rekja slóð og aðstoða við endurheimt ólögmæts ávinnings af skatta- og efnahags- brotum, heldur einnig skipulagðrar brotastarfsemi. Tekur hið nýja embætti þannig við verkefnum frá ríkissaksóknara embætti sérstaks saksóknara, ríkis- lögreglustjóra og öðrum lögreglu- embættum. Þannig sé verkefnunum komið fyrir með traustum og skil- virkum hætti hjá eins fáum stofn- unum og unnt er. Nýtt embætti eflir og styrkir ákæruvaldið Morgunblaðið/Ernir Nýtt Ákvörðun héraðssaksóknara eða lögreglustjóra, um niðurfellingu máls eða fall frá saksókn, verður kæranleg til ríkissaksóknara. Héraðssak- sóknari og varahéraðs- saksóknari öðl- ast lög- regluvald samkvæmt breytingum á ákvæðum lögreglulaga. Mikilvægt þykir, þar sem embættinu sé ætlað að annast rannsókn sakamála, að lög- reglumenn við embættið og lög- lærðir starfsmenn þess hafi slíkt vald á höndum. Einnig er kveðið á um það að sérfróðir starfsmenn héraðs- saksóknara og lögreglustjóra fái heimild til að annast skýrslu- töku á rannsóknarstigi af sak- borningum og vitnum. Í umsögn laganefndar Lög- mannafélags Íslands með frum- varpinu er goldinn varhugur við þessu fyrirkomulagi þar sem fullnægjandi þekkingu á beit- ingu þess valds liggi ekki fyrir, til dæmis próf í lögregluskól- anum. Fleiri öðlist lögregluvald HÉRAÐSSAKSÓKNARI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.