Morgunblaðið - 22.07.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.07.2015, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 ✝ Sigurbjörgfæddist í Reykjavík 23. apríl 1935. Hún lést 12. júlí 2015. Foreldrar Sig- urbjargar voru Guð- rún Sæunn Guð- mundsdóttir, f. 23.6. 1905, d. 28.10. 2003, húsfreyja, og Axel Sigurðsson, f. 21.5. 1902, d. 25.6. 1987, bakari og kokkur, lengst af á Gullfossi. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Bræður Sigurbjargar eru Guð- mundur Axelsson, f. 9.5. 1936, listaverkasali í Reykjavík, og Ax- el Axelsson, f. 22.2. 1942, skipa- smiður í Reykjavík. Eiginmaður Sigurbjargar var Axel Ó. Lárusson, f. 15.7. 1934, d. 24.5. 2003, skókaupmaður. Móðir hans var Sigrún Sesselja Ósk- arsdóttir, en kjörforeldar hans voru Óskar Lárusson skókaup- maður og Anna Sigurjónsdóttir húsfreyja. Börn Sigurbjargar og Axels eru Sigrún Óskarsdóttir, f. 16.3. 1955, tækniteiknari, búsett í Eyj- um, en maður hennar er Ársæll Sveinsson húsasmiður; Óskar Ax- Hún var í Austurbæjarskólanum og Miðbæjarskólanum og út- skrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1952. Sigurbjörg og Axel bjuggu í Vestmannaeyjum lengst af frá 1959 þar sem þau starfræktu Skóverslun Axels Ó. Auk þess ráku þau skóverslun Axels Ó. á Laugavegi 11 í nokkur ár. Þau fluttu aftur til Reykjavíkur frá Eyjum árið 2001. Sigurbjörg starfaði í sjálfstæð- iskvennafèlaginu Eygló í Vest- mannaeyjum, var fyrsta kjörna konan í bæjarstjórn Vest- mannaeyja en hún sat í bæj- arstjórn í 12 ár fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, starfaði mikið fyrir íþróttafélagið Þór í Eyjum, sat í stjórn Kaupmannasamtaka Ís- lands, var einn af stofnendum Ljóssins, félags krabbameins- sjúkra, starfaði mikið á vegum félagsins og sat í stjórn Samtaka eldri sjálfstæðismanna til dán- ardags. Sigurbjörg var sæmd gullmerki íþróttafélagsins Þórs og gullmerki Kaupmanna- samtaka Íslands. Sigurbjörg orti mikið, einkum gamanvísur og tækifærisvísur. Hún samdi mörg ljóð, m.a. ljóð við þjóðhátíðarlag Vest- mannaeyja árið 1972 sem hefst á orðunum: „Fegurð friðsæld og kyrrð / finnst hvergi meiri en í Eyjanna byggð.“ Útför Sigurbjargar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 22. júlí 2015, kl. 13. el Óskarsson, f. 8.11. 1960, skókaupmaður í Reykjavík, en kona hans er Sigríður Sig- urðardóttir, fram- kvæmdastjóri hjá icft; Adolf Óskarsson, f. 5.2. 1968, barnsmóðir hans er Heiða Guðrún Ragn- arsdóttir, sölustjóri hjá Ecco, búsettur í Reykjavík; Guðrún Ó. Axelsdóttir, f. 5.2. 1968, viðurkenndur bókari og þjálfari, búsett í Reykjavík en sambýlis- kona hennar er Sigríður Björk Þormar, doktor í áfallasálfræði. Barnabörn Sigurbjargar og Axels eru Hrefna Óskarsdóttir, f. 1975; Karen Ársælsdóttir, f. 1975, Anita Ársælsdóttir, f. 1981; óskírður Óskarsson, f. 18.6. 1983, d. 18.6. 1983, Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, f. 1985, Ásta Guðrún Óskarsdóttir, f. 1985; Óskar Axel Óskarssson, f. 1991; Hildur Björk Adolfsdóttir, f. 1998; Ragnar Axel Adolfsson, f. 1998; Soffía Guðlaugardóttir, f. 2003; Arnar Smári Adolfsson, f. 2005, og Anna Kristín Guðlaugardóttir, f. 2009. Sigurbjörg ólst upp í Reykja- vík, lengst af við Baldursgötuna. Mín yndislega móðir er fallin frá. Mamma var virkilega góð kona, hún var besta móðir sem hægt var að hugsa sér. Hún var mikill töffari, ekki mikið fyrir faðmlög, en hún var alltaf til stað- ar fyrir okkur systkinin. Þrátt fyr- ir að vinna allan daginn í skóbúð- inni, sinna félagsstörfum og vera á kafi í pólitíkinni þá átti hún alltaf fullt af tíma fyrir okkur. Lét sig ekkert muna um að vakna með okkur um miðjar nætur til að fara á lundapysjuveiðar, fór með okkur mikið í sund og studdi okkur í íþróttum. Minnisstætt er þegar við unnum handboltamót sem haldið var í Eyjum, þá bauð hún öllu liðinu, þjálfurum og þeim sem tilheyrðu í mat til að sýna stuðning og að við hefðum staðið okkur vel. Það eina sem pirraði mig var að þegar liðin sem ég þjálfaði á seinni árum unnu ÍBV, þá var hún ekki sátt, sýndi best hvar hjartað sló, hún var 100% stuðningsmaður ÍBV, en ég fyrirgaf henni það. Foreldrar mínir voru virklega kærleiksríkt fólk, góð við þá sem minna máttu sín. Hver jól gáfu þau fjölskyldum sem þeim fannst þurfa á því að halda jólaskó á alla fjölskylduna. Eða læddu peninga- umslagi til þeirra sem liðu skort. Móðir mín var virkilega skemmtileg, varla hægt að finna jákvæðari manneskju. Það voru ekki til vandamál – bara lausnir. Hennar mottó var „allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi“. Á öskudaginn í fyrra klæddi hún sig upp í búning með Soffíu dóttur minni og söng með henni. Mamma var kannski aðeins of stolt, það var ekki inni í myndinni að fara í hjólastól þó hún ætti stundum erfitt með að ganga. Hún vildi alltaf taka þátt í Gay Pride- göngunni með mér. En í fyrra sagði ég við hana: „Ef þú vilt vera með þá verður þú að vera í hjóla- stól.“ Hún gat varla hugsað sér það en braut odd af oflæti sínu þar sem henni fannst mikilvægara að sýna mér stuðning og lét sig hafa það. Foreldar mínir hjálpuðu mér mjög mikið með Sigurbjörgu, elstu dóttur mína, en ég var mjög ung þegar ég átti hana, fyrir það verð ég þeim ævinlega þakklát. Ég hef alltaf verið stolt af móð- ur minni og fundist mikið til henn- ar koma, sem betur fer vissi hún það því ég þakkaði henni oft fyrir hve góð móðir hún var. Hvíl þú í friði, mín elskulega besta móðir í öllum heiminum og einn minn besti vinur. Ég mun sakna þín óendanlega mikið, mun sakna þess mest að heyra ekki í þér á hverjum degi. Sakna mest nærveru þinnar, því hún var svo nærandi. Ég læt fylgja ljóð eftir þig, sem ég breytti örlítið til að tileinka þér: Látin móðir mín kæra, minningarnar streyma. Mikið mun ég sakna þín, megi Guð þig geyma. Að leiðarlokum þakka hér, lífið veiti hugarró. Göfug sál gengin er Guð blessi Döddu skó. (SA) Þín, Guðrún Ó. Það var aldrei lognmolla í kringum tengdamóður mína. Skellinn í útidyrahurðinni í Há- túni 12 í Vestmannaeyjum heyri ég ennþá, konuna með prakkarag- lottið, vísurnar hennar (Döddu vísur), pólitíkina og það sem henni þótti vænst um, stórfjölskylduna, samkomurnar yfir hátíðarnar þar sem hún náði börnum sínum, mök- um og barnabörnum saman, það fannst henni hápunkturinn og ef einhvern vantaði varð það henni svo sannarlega að orði. Kona sem elskaði lífið, Eyjarn- ar, að fara í sölvafjöru, lunda- pysjuveiðar með barnabörnin, pössun yfir Þjóðhátíð, á fætur kl. 6, í sund kl. 7 og þaðan í skóbúð Axels Ó. Lárussonar á Vest- mannabrautinni, fundir í bæjar- stjórn Vestmannaeyja, Akóges- samkomur með eiginmanni, fé- lagsstarfið hjá Þór, Kaupmanna- samtökin, saumaklúbburinn, hún var klukka sem aldrei stoppaði og stuðningurinn við öll hennar börn var aðdáunarverður og eflaust meiri en margur hefði gert. Þetta var athafnasöm, félagslynd og dugleg kona. Þegar erfiðleikar dundu á henni ímyndaði hún sér að þetta væri ekki að koma fyrir hana heldur aðra konu. Þannig setti hún sig í hlutverkaleik yfir erfiða tíma. Mín fyrstu kynni af þessari kjarnakonu í byrjun ársins 1982, þegar ég kynntist syni hennar, Óskari, leist mér bara alls ekki á, því á þeim tíma var hún með nefið ofan í öllu, enda gerði ég grín að því í gamni að hún myndi klemma það einhvern tímann milli stafs og hurðar, hlutir sem henni komu við og leiddu til góðs og hlutir sem henni komu bara alls ekki við og fóru langt út í móa. Þegar halla tók undan fæti af heilsufarsástæð- um urðu stundirnar okkar fleiri af einhverjum ástæðum, ég lánaði henni hendurnar mínar tímabund- ið í skiptum fyrir þau forréttindi að umgangast hana næstum dag- lega sl. þrjú ár, kona sem var að enda lífshlaup sitt, kona sem vildi halda áfram lífinu og vildi alls ekki deyja. Þetta var stjórnsöm kona og svo stjórnsöm var hún að sama dag og hún kveður hafði hún ákveðið að meira gæti hún ekki og ætlaði að lúta í lægra haldi. Mér fannst aðdáunarvert að fylgjast með hversu vel sonur hennar, Óskar, hugsaði um hana, setti móður sína í fyrsta sæti umfram allt annað, hann bar hana á örm- um sér, tók hlutverk sonar eins og gerist í fallegu ævintýri, sem virti móður – foreldri á þann hátt sem margir mættu betur taka sér til fyrirmyndar í því hraða þjóðfélagi sem við búum í. Ég kveð yndislega konu með þakklæti fyrir samveruna í jarð- nesku lífi. Sigríður Sigurðardóttir. 12. júlí kvaddir þú, amma mín, þennan heim eftir að hafa dvalið talsvert á spítala síðustu mánuði. Helmingurinn af mér er mjög leið- ur og sorgmæddur yfir því að heyra ekki í þér aftur og fá ekki að sjá þig á meðan hinn helmingur- inn samgleðst yfir því að nú sértu komin úr spítalarúminu og hafir fengið frelsið þitt aftur. Meiri krafta- og kjarnakonu er líklegast ekki hægt að finna og ég er alveg sannfærð um að núna sértu flakk- andi og spjallandi við alla þarna hinum megin. Þú varst ein skemmtilegasta manneskja sem ég hef kynnst og það að hafa heitið í höfuðið á þér var þvílíkur heiður (takk mamma fyrir það). Núna hafið þið afi hist aftur og þrátt fyr- ir að það sé ekki langt síðan þú fórst þá er ég viss um að þú sért komin í allar nefndir og öll ráð sem finnast þarna fyrir handan. Gott ef þú ert ekki bara strax orð- in formaður í þeim öllum og farin að elda ofan í mannskapinn! Elsku besta amma mín! Ég er svo óend- anlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera svona mikið hjá ykkur afa í gamla daga því ég fékk að kynn- ast ykkur miklu betur. Þú kenndir mér svo margt. Án þín kynni ég ekki einu sinni að bera nafnið okk- ar rétt fram. Þér fannst mjög gaman að hlæja að ruglinu í öðr- um og það sem fékk þig helst til að brosa var þegar þú heyrðir af kjánalegum atvikum og sást þann- ig það broslega í lífinu. Þú varst mjög skapandi og náðir að kasta fram vísum eins og að drekka vatn og ég vildi óska þess að ég gæti hent fram minningargrein í bundnu máli fyrir þig. Að föndra, syngja og baka saman verður klárlega það sem ég á eftir að sakna mest með þér en ég treysti því að þú hafir það miklu betra núna. Elsku amma mín, mér finnst ekki alveg viðeigandi að segja hvíl í friði því þú vildir helst vera umkringd fólki. Því segi ég bara elsku amma, takk fyrir allt. Þú náðir heldur betur að hafa áhrif á marga í þessu lífi og þú verður alltaf stór hluti af hjartanu mínu. Þín, Sigurbjörg. Elsku amma, það er sárt að vita að þú sért farin en gott að vita að þú sért á betri stað. Ég á margar hlýjar og góðar minningar úr æsku í ömmuhúsi. Það var alltaf ævintýri líkast þegar ég mætti til ömmu og afa í Eyjum. Þar gat ég hitt Sigurbjörgu og skapað ógleymanlegar minningar. Við áttum það til að gera alltaf eitthvað af okkur þar sem við vor- um einar heima á daginn því amma var svo dugleg að vinna niðrí skóbúð. Sigurbjörg Axelsdóttir ✝ Guðbjörg Rós-ants Stef- ánsdóttir fæddist á Tunguvegi 7 í Hafn- arfirði 19. febrúar 1948. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 14. júlí 2015. Foreldrar Guð- bjargar voru Stefán Jónsson, bifreið- arstjóri, f. í Hafn- arfirði 9. mars 1912, d. 3. ágúst 1973, og Jóhanna Rósants Júl- íusdóttir, framreiðslustúlka og vökukona, f. í Kálfshamarsvík í Austur-Húnavatnssýslu 9. sept- ember 1905, d. 5. febrúar 1992. Systkini Guðbjargar eru Sig- urður Ólafur Stefánsson, f. 19. febrúar 1935, d. 7. mars 1969, Ingibjörg Ólafía Rósants Stef- ánsdóttir, f. 19. febrúar 1945, Sigurjón Rósants Stefánsson, f. 30. ágúst 1946, og Guðný Sigríð- Rúnarsdóttir, f. 30. maí 1967, börn þeirra eru Magnús Helgi, f. 1994, Marteinn Ingi, f. 1997, og Elva Karen, f. 1999. Helgi, f. 9. janúar 1972, maki Geirlaug Dröfn Oddsdóttir, f. 18. október 1975, börn þeirra eru Arna Dögg, f. 1997, og Helena Ýr, f. 2001. Skúli, f. 23. júlí 1976. Guðbjörg ólst upp í Hafn- arfirði og lagði stund á ýmsar íþróttir eins og sund og hand- bolta. Guðbjörg lauk gagnfræða- prófi frá Flensborg í Hafnarfirði en stofnaði snemma fjölskyldu á Tunguveginum. Guðbjörg fluttist ásamt fjölskyldu sinni í Breið- holtið og bjó þar til dánardags. Guðbjörg starfaði um árabil sem afgreiðslukona í verslununum Seljakjör og Ásgeir áður en hún hóf störf á pósthúsinu í Póst- hússtræti. Þar starfaði hún í rúm 15 ár ásamt því að ljúka námi í Póstskólanum. Guðbjörg sinnti ýmsum trúnaðarstörfum um æv- ina, var um árabil í stjórn Kven- félags Seljasóknar auk þess að sinna sjálfboðastarfi fyrir Rauða krossinn á Íslandi síðustu árin. Útför Guðbjargar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22. júlí 2015, kl. 15. ur Rósants Stef- ánsdóttir, f. 15. apr- íl 1950. Guðbjörg Rós- ants giftist Magnúsi Helga Ólafssyni, rafvirkja, 10. júní 1967, f. í Reykjavík 1. júlí 1947, d. 28. maí 2007. Foreldrar Magnúsar eru Ólaf- ur Konráð Sveins- son, rafvirkjameist- ari, f. á Bitru í Fljótshlíð 18. júlí 1920, d. 9. mars 1988, og Að- alheiður Dóra Magnúsdóttir, húsfreyja, f. í Vestmannaeyjum 18. janúar 1923, búsett í Reykja- vík. Börn Guðbjargar og Magn- úsar eru Hanna Dóra, f. 13. nóv- ember 1966, maki Trausti Sigurðsson, f. 15. apríl 1957, börn þeirra eru Stefán, f. 1987, Magnús Jökull, f. 1989, og Sig- urður Óli, f. 1996. Ólafur Stefán, f. 27. nóvember 1967, maki Anna Mamma var fædd á æskuheim- ili sínu að Tunguvegi 7 í Hafna- firði. Þar bjó hún sín fyrstu 20 ár. Og þótt árin í Reykjavík hafi verið mun fleiri taldi hún sig ávallt Hafnfirðing og rætur henn- ar voru alltaf í firðinum fagra. Mamma og pabbi voru ung þegar leiðir þeirra lágu saman, hún 15 ára og hann 16 ára. Þau trúlofuðu sig fyrsta vetrardag 1965. Ég fæðist svo í nóvember árið 1966. Rúmu ári eftir að þau höfðu trú- lofað sig, þau gifta sig svo 10. júní árið 1967, í nóvember það sama ár færðist Óli. Það er svo ekki fyrr en árið 1968 að við flytjumst úr faðmi stórfjölskyldunnar á Tunguveginum og í Breiðholtið sem var þá að rísa. Árið 1972 fæð- ist Helgi á Sólvangi í Hafnafirði og svo kom Skúli í heiminn árið 1976. Árið 1977 flytjum við svo í Stífluselið þar sem mamma bjó svo til dauðadags. Mamma, ég er óendanlega þakklát fyrir bræður mína, já, ég á bestu og flottustu bræður sem nokkur getur óskað sér, ég var nú ekki voða hrifin af því að eignast ekki systur og til er saga af mér hágrátandi undir vegg er Helgi fæddist og einnig beygði ég af er ljósan, sem tók á móti Skúla, til- kynnti mér að ég hefði eignast bróður. En hún var snör er hún kippti mér inn á fæðingarstofuna og um leið og ég leit hann kvikn- aði ást. Allar þær leiðbeiningar sem þú miðlaðir til okkar og þau gildi sem þú ólst okkur upp við, heið- arleika, vinnusemi, trúmennsku og ekki síst að ala okkur upp við jafnrétti og samvinnu. Það var mér líka mikils virði að þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og er þú fórst að vinna úti var ég orðin 12 ára. Það var ekki nóg að vera með stórt heimili og vinna auk þess úti heldur fórstu aftur í nám, fyrst í Fjölbraut í Breiðholti og svo seinna í póstskólann og svo má heldur ekki gleyma tungumála- náminu sem þú hófst eftir að pabbi lést en þá hafðir þú orðið að hætta störfum vegna veikinda. Einnig hófstu þá að sinna sjálf- boðastarfi fyrir Rauða krossinn og svo aftur til starfa fyrir kven- félag Seljakirkju. Þú varst mikil amma og dugleg við að leiðbeina barnabörnunum og temja þeim góð gildi og hvetja þau til náms. Það er sárt að kveðja svona snemma. En eins og þú sagðir þá erum það ekki við sem stjórnum því hvenær kallið kemur. Trú þín var sterk . En mamma, fyrst og fremst takk . Takk fyrir að gera mig að þeirri manneskju sem ég er og takk fyrir að gefa mér bestu bræður sem hægt er að eiga og ekki síst að vera alltaf til staðar. Til þín. Sárt er að sakna, og sárt er að þjást en minningu bjarta í hjarta mér á. Um samveru okkar í öll þessi ár. (Hanna Dóra Magnúsdóttir) Þín elskandi dóttir, Hanna Dóra. Guðbjörg Rósants Stefáns- dóttir, kær frænka og vinkona, er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein. Efst í huga er þakk- læti fyrir samveru og vináttu til margra ára. Vinátta Guðbjargar var eins og að sitja í fallegu lands- lagi á góðum degi. Það bar aldrei skugga á. Vináttan var velvilji, hlýja, gleði og alltaf stutt í húm- orinn. Guðbjörg var fíngerð, fáguð kona, viljasterk og þrautseig. Viljinn bar hana hálfa leið og oft alla leið. Áhugi Guðbjargar á mönnum og málefnum var ein- lægur. Hún var mjög ættfróð og hafði kynnt sér heimildir um ætt- ir. Ævisögur voru í uppáhaldi. Hún vildi láta gott af sér leiða og vann ötult starf fyrir Kvenfélag Seljakirkju, sat í stjórn, var ritari og síðast gjaldkeri. Starfi sínu skilaði hún af mik- illi samviskusemi. Hún vann einnig sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn. Guðbjörg ól upp fjögur börn með yndislegum eiginmanni sín- um, Magnúsi Ólafssyni, og skilaði þeim út í lífið heilsteyptum og traustum. Hún var mikill vinur barna sinna og barnabarna. Hjartað sló fyrir fjölskylduna og er þá stórfjölskyldan ekki undan- skilin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku Hanna Dóra, Ólafur, Helgi, Skúli og fjölskyldur ykkar. Við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og missi. Guðný og Helmuth Alexander. Í dag kveðjum við kæra vin- konu í Kvenfélagi Seljasóknar, Guðbjörgu Stefánsdóttur, sem gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hún var einkar traust, vönduð og samviskusöm og alltaf var gott að geta leitað til hennar. Við leggjum blómsveig á beðinn þinn og blessum þær liðnu stundir er lífið fagurt lék um sinn og ljúfir vinanna fundir en sorgin með tregatár á kinn hún tekur í hjartans undir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Um leið og við kvenfélagskon- ur þökkum Guðbjörgu samfylgd- ina í gegnum árin, sendum við ástvinum hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Fyrir hönd Kvenfélags Selja- sóknar, Sædís Jónsdóttir. Í dag kveðjum við með söknuði kæra vinkonu til margra ára. Það er stórt skarð höggvið í okkar litla saumaklúbbshóp. Við leiðar- lok leitar hugurinn til baka og birtast okkur minningabrot frá yndislegum stundum sem við höf- um átt saman, bæði hérlendis og erlendis, sem við geymum í okkar hjarta. Dissa var ein af þeim trygg- ustu konum sem við höfum kynnst og var alltaf hún sjálf og allir jafnir fyrir henni. Guðbjörg Rósants Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.