Morgunblaðið - 22.07.2015, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.07.2015, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Íþróttir Verðlaunagripir - gjafavara -áletranir Bikarar, verðlaunapeningar, barm- merki, póstkassaplötur, plötur á leiði, gæludýramerki - starfsgreinastyttur Fannar Smiðjuvegi 6, Rauð gata Kópavogi, sími 5516488 Til sölu Scat Hovercarft svifnökkvi tveggja manna - til sölu Lítið notaður. Þarfnast lagfæringar á botni. Uppl. í s. 5444333 og 8201070 Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Bílar Suzuki Grand Vitara Premium 2013 Til sölu Suzuki Grand Vitara Premium árg. 2013. Ekinn 61.000 km. Beinskiptur. Einn eigandi frá upphafi. Litur dökk brúnn. Verð kr. 3.900.000. Upplýsingar í símum 5616521 og 8921938 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald          Ríf ryð af þökum, ryðbletta, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Tilkynningar Helgafellshverfi 2 tillögur að breytingum á deiliskipulagi Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi í 2. og 3. áfanga Helgafellshverfis: Ástu-Sólliljugata 30-32, í 2. áfanga Tillagan er um að breyta lóðinni úr parhúsalóð í þrjár raðhúsalóðir, með þremur íbúðum. Byggingarreitur stækki um 1 m til vesturs. Önnur ákvæði um form hússins verði óbreytt. Uglugata 2-22, í 3. áfanga Tillagan er um að í stað „klasa“ með 11 íbúðum komi samstæða með 8 tveggja hæða raðhúsum og einu tveggja hæða fjölbýlishúsi með 6-7 íbúðum. Íbúðum fjölgar þannig um allt að 4. Aðkomuleið innan samstæðunnar og leik- og útivistarsvæði verði á sameigin- legri lóð í sameign allra, en fjölbýlishúsið og einstök raðhús verði á sérlóðum. Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 22. júlí 2015 til og með 2. september 2015, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Mosfellsbæjar á slóðinni: mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulags- nefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 2. september 2015. 16. júlí 2015, Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa, útskurður kl. 9-16. Opið hús m.a. spil- að vist og brids kl. 13-16. Ljósbrotið prjónaklúbbur með Guðnýju kl. 13-16. Garðabær Jónshús, félagsmiðstöð Strikinu 6, er opin alla virka daga frá 9.30-16. Heitt á könnunni, hádegismatur kl. 12, panta með dags fyrirvara í s. 6171503, meðlæti með síðdegiskaffi selt kl. 14-16, opnar saumavinnustofur, Bónusrúta frá Jónshúsi kl. 14.45 á þriðjudögum, brids á miðvikudögum kl. 13, handavinnuhorn á fimmtudögum kl. 13. Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-15.30. Félagsvist kl. 13. Heitt á könnunni. Gjábakki Handavinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40, félagsvist kl. 13. Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kvennabrids kl. 13 og handa- vinnustofan opin. Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16. Boðið upp á kaffi kl. 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Blöðin, taflið og púslin liggja frammi. Opið inn í handavinnustofu. Þrektækin og púttið á sínum stað. Minnum á netið og spjaldtölvuna. Hádegisverður seldur kl. 11.30-12.30. Kaffi og meðlæti selt kl. 14.30-15.30. Norðurbrún 1 Bónusbíllinn leggur af stað 14.40. Félagsvist 14-16. Á morgun, fimmtudag er engin dagskrá. Föstudagur: engin dagskrá. Seltjarnarnes Tölvunámskeið í Mýrarhúsaskóla kl. 10. Skemmti- ganga frá Skólabraut kl. 13.30. Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30. Kaffikrókur á Skólabraut kl. 10.30. Á fimmtudaginn er komið að hinu árlega Nikkuballi Ungmennaráðs Seltjarnarness. Nikkuballið veður haldið fimmtudaginn 23. júlí, frá kl. 13.30 til 16, á planinu hjá húsi Björgunarsveitarinnar Ársæls á Seltjarnarnesi. Veitingar verða í boði og mun harmonikkuleikarinn Reynir Jónasson leika undir dansi ásamt Súkkuliðinu, listahópi Seltjarnarness auk þess sem boðið verður upp á hópsöng. Vitatorg Handavinna. Ferð í Bónus kl. 12.20. Farin verður dagsferð til Vestmannaeyja 10. ágúst, allir velkomnir. Uppl. í síma 411-9450 og 822-3028. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58–60 Samkoma í kvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður er Ragnar Gunnarsson. Allir velkomnir. Þjónustuauglýsingar Þarft þú að koma fyrirtækinu þínu á framfæri Hafðu samband í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is og fáðu tilboð þér á strik aftur. En það gerðist ekki. Þessir tímar núna eru svo erf- iðir, þrúgandi sorg og söknuður einkenna dagana og tómarúmið í lífinu er stórt. En ég veit að með tímanum mun þetta tómarúm fyllast af góðum minningum um þig og af þeim er nóg. Þú varst einstök manneskja og litaðir líf allra sem kynntust þér björtum litum. Þú varst alltaf svo glöð og bjartsýn. En fyrst og fremst varstu góð. Þú settir alltaf alla aðra í forgang og lýsandi dæmi um það var að þér var miklu meira umhugað um hvernig við fjölskyldan þín hefðum það held- ur en að þú værir að kveinka þér í veikindunum eða að hafa áhyggjur af sjálfri þér. Heimili ykkar pabba á Gullteigi hefur verið fastur punktur í tilverunni og við eigum öll eftir að sakna þess mikið að geta ekki sest nið- ur með þér yfir kaffibolla, enska boltanum eða spjallað um daginn og veginn. Þú varst alltaf svo ung í anda og áttir auðvelt með að tengjast ungu fólki og ég er þakklátur fyr- ir það góða samband sem þú áttir við börnin mín. Ég á ótal góðar minningar um þig sem munu ylja mér og mínum um ókomin ár. Takk fyrir allt, mamma mín. Þú ert og verður mín fyrirmynd í lífinu og hvatning til að verða betri maður. Minning þín mun lifa með okkur. Þorsteinn Gísli Hilmarsson. Það var þegar Steini fór fyrst með mig á Gullteig að ég vissi að ég væri í öruggri höfn. Maður, sem var alinn upp á svo ástríku heimili af foreldrum sem sýndu hvort öðru svo mikla hlýju og samstöðu, gat ekki verið annað en góður í gegn. Á Gullteig var alltaf gott að koma og þar áttum við góðar stundir. Anna reyndist dætrum mínum amma og mynd- uðu þær Sigurrós Arey einstök tengsl. Gullteigur var límið sem hélt öllum saman, þungamiðjan þar sem hjartað sló. Anna var ynd- isleg kona, falleg og hlý. Hún hugsaði alltaf fyrst og fremst um fólkið í kringum sig. Meira að segja í veikindunum var for- gangsröðunin skýr, það var fólk- ið hennar sem henni var umhug- að um. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa tilheyrt þeim hópi. Lára Hlín spyr mikið. Amma á Gullteigi er hjá Guði. Missirinn er mikill en lítið barn finnur huggun í að hjá Guði sé gott að vera. Ég vildi að tíminn hefði verið lengri, heimsóknirnar fleiri og samtalið meira. Það er með miklum trega sem ég kveð ein- staka konu. Árný Björk Birgisdóttir. Í dag kveðjum við systur okk- ar og mágkonu, Önnu Jónmunds- dóttur, sem lést 12. þessa mán- aðar á líknardeild Landspítalans. Anna fæddist að Kirkjuteigi 15 og ólst þar upp. Hún gekk í Laug- arnesskóla eins og önnur börn í hverfinu. Æskuárin í foreldra- húsum liðu ljúf og björt við ást- ríki foreldranna. Hverfið var þá að byggjast upp, börn í hverju húsi og mikið um útileiki eins og tíðkuðust þá. Í minningunni var alltaf gott veður og glatt á hjalla. Á sumrin var mjög algengt að börn færu til sumardvalar í sveit og Anna dvaldi mörg sumur að Innri-Skeljabrekku í Borgarfirði þar sem hún undi sér vel. Þar kveikti traktorsakstur snemma áhuga hennar á ökutækjum og strax 17 ára keypti hún sér bíl, flottan blæjubíl, og leyfði okkur systkinum sínum að sporta okkur með sér á góðviðrisdögum með blæjuna niðri – það þótti mikið ævintýri! Eftir barnaskóla fór Anna í Gagnfræðaskóla Austurbæjar þaðan sem hún útskrifaðist sem gagnfræðingur. Eftir skólagöngu vann hún skrifstofustörf og var lengi ritari í Sakadómi Reykja- víkur eða þar til hún gifti sig og stofnaði heimili. Árið 1967 giftist Anna eftirlif- andi eiginmanni sínum, Hilmari Reyni Ólafssyni. Þau eignuðust fjögur börn í ástríku hjónabandi. Þau eru í aldursröð: Þorsteinn Gísli, Halldóra, Hilmar Örn og Laufey Katrín. Hilmar stundaði sjóinn á þess- um árum sem stýrimaður og skipstjóri og Anna var heima- vinnandi húsmóðir meðan börnin voru lítil. Þegar þau komust á legg fór Anna aftur út á vinnu- markaðinn og starfaði þá sem læknaritari hjá Barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans þar til hún hætti störfum vegna ald- urs. Anna hafði yndislega nærveru. Hún hafði ríka og hlýja kímni- gáfu, sagði skemmtilega frá og var fundvís á hið jákvæða í fari fólks. Hún var mikill vinur vina sinna – traust og vitur kona sem gott var að eiga að. Hún var klett- urinn sem margir reiddu sig á. Við eigum mjög ljúfar minn- ingar um Önnu. Hún var okkar besti vinur. Það eru ófáar sam- verustundirnar og ferðirnar sem við nutum saman og ógleyman- legar eru bróður og mágkonu all- ar veiðiferðirnar í Vatnsdalinn sem farið var saman í á hverju vori mörg ár í röð – og alltaf var það jafn gaman. Anna hafði mikla ánægju af að ferðast um landið okkar og var Snæfellsnesið í miklu uppáhaldi. Heimili Önnu og Hilmars var oft eins og miðpunktur tilverunn- ar enda oft komið þar við til að fá kaffisopa og spjalla. Það var mjög gott að leita til Önnu og fá góð ráð sem hún var alltaf tilbúin að veita og hún var öllum stoð og stytta. Anna var vel gefin, víðles- in og átti gott bókasafn. Hún var frábær penni og það var gaman að fá bréf frá henni. Þau voru gjarnan geymd vel og lesin oft. Nú þegar kemur að kveðju- stund viljum við þakka fyrir sam- fylgdina sem einkenndist af kær- leika, vináttu og virðingu og einnig þökkum við fyrir allar þær fjölmörgu, skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Við vottum fjölskyldunni okk- ar dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Pálína Jónmundsdóttir, Gísli Jónmundsson og makar. Móðursystir mín, Anna Jón- mundsdóttir, lést 12. þessa mán- aðar á líknardeild Landspítalans og verður jarðsett í dag. Mig lang- ar því að kveðja þessa hlýju og um- hyggjusömu náfrænku mína með nokkrum orðum. Anna kom mér ávallt fyrir sjón- ir sem heilsteypt og umhyggjusöm eiginkona, móðir og frænka. Allt frá því að ég man fyrst eftir mér hjá ömmu og afa á Kirkjuteigi og á heimili Önnu að Hofteigi, finnst mér sem hún hafi ávallt fylgst vel með lífsgöngu minni og tekið virk- an þátt í henni, ýmist með árnað- aróskum á góðum stundum eða með hvatningu og stuðningi þegar á móti hefur blásið. Fyrir það vil ég þakka nú þegar komið er að kveðjustund. Anna hafði bæði góða nærveru og jákvætt hugarfar sem gerðu allar stundir í návist hennar góðar og uppbyggilegar. Hún var af þeirri kynslóð Íslendinga sem varðveitti og nærði okkar mikil- vægstu gildi – hógværð, nægju- semi og umhyggju fyrir sínum nánustu. Að því leyti var hún okk- ur yngri meðlimum fjölskyldunnar einkar góð og heilbrigð fyrirmynd. Ég vil að síðustu þakka minni góðu frænku samfylgdina og færa eiginmanni Önnu, börnum og barnabörnum dýpstu samúðarósk- ir. Guð blessi minningu hennar. Jónmundur Guðmarsson.  Fleiri minningargreinar um Önnu Jónmundsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast á næstu dögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.