Morgunblaðið - 22.07.2015, Side 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú færist nær og nær markmiði þínu
eftir því sem líður á árið. Leyfðu hlutunum að
hafa sinn gang. Samningar virðast lofa góðu.
20. apríl - 20. maí
Naut Í dag er gott að stunda viðskipti og
gera fjármálasamninga. Þitt framlag skiptir
miklu máli, ekki einu sinni reyna að efast um
það.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Safnaðu að þér vinum sem auðga líf
þitt með skemmtilegum minningum og já-
kvæðum straumum. Sýndu ástvini í æðis-
kasti umburðarlyndi og gæsku.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Dagurinn í dag tengist málefnum fjöl-
skyldunnar og einhverju heimilislegu. Vertu
þú sjálf/ur því annars fer allt úr böndunum
hjá þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Reyndu að nálgast verkefni þín í
vinnunni með skipulögðum hætti. Farðu í
gegnum geymsluna og hentu öllu því sem
umfram er.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú reynir á þolinmæði þína því ósann-
gjarnar afsakanir verða hafðar uppi í þinn
garð. Spurðu sjálfa/n þig að því hvort þú sért
að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Rifrildi út af einhverju sem þú deilir með
öðrum gæti orðið illskeytt. Gættu þess bara
að ofmetnast ekki og leyfðu samstarfs-
mönnum þínum að njóta með þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þig langar til að eyða deginum í
draumalandi en hagsýna hlutanum af þér
finnst það tímaeyðsla. Ekki láta það eyði-
leggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á,
allt er samt að ganga upp.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Sérðu pappírshrúguna á borðinu
þínu? Þig vantar ekki einkaritara heldur
klukkutíma í einrúmi og bunka af spjald-
skrám og bréfamöppum. Raunverulegar
sprengingar eru einnig hugsanlegar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að skoða hugmyndir ann-
arra með opnum hug og kannaðu vandlega
hvort þú getir ekki eitthvað af þeim lært.
Stattu vörð um heilsu þína og hamingju.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þetta er góður dagur til að leggja
upp í langferð bæði í bókstaflegum og tákn-
rænum skilningi. Skrifaðu lista yfir kostina
sem þú vilt að elskhuginn hafi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú nýtur þess að vera með vinum þín-
um í dag. Kannski vonaðist þú eftir kossi und-
ir mistilteini. Sú von gæti enn ræst.
Bragi V. Bergmann gaf út bók-ina „Limrur fyrir landann“
árið 2009 og vinnur nú að nýrri
bók, „Limrur fyrir land og þjóð“.
Hann skrifar sem áður inngang
að sínum limrum og gaf mér leyfi
til að birta tvær sem verða í bók-
inni. Sú fyrri ber yfirskriftina
„Tímans tönn“:
„„Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á.
Þar bunaði smálækjar spræna.“
Þannig hefst kvæði Steingríms
Thorsteinssonar (1831-1913),
Draumur hjarðsveinsins. Það var
skemmtilega kveðið á sínum tíma
og erfitt að feta í þau fótspor,
enda reyni ég það ekki.
En tímans tönn lætur ekkert
ósnortið, ekki einu sinni lækinn!
Eða eins og segir í limrunni:
Friðbjörg er félagsrækin,
á Face-inu kemur spræk inn.
Áköf með hinum
addar þar vinum
en líkar samt best við like-in.“
Yfirskrift seinni limrunnar er
„Adam og Eva“:
„Ég var í mesta sakleysi að
skoða brauðuppskrift og rakst
þá á yndislegt sagnorð sem ég
bókstaflega varð að setja í
limru. Allt í einu hvarf hugur
minn úr eldhúsinu og alla leið
aftur í sköpunarsögu mannsins.
Samkvæmt bókmenntafræðinni
hafa allar sögur, upphaf, fléttu
og ris – og þarna hvarf ég sem
sagt á augabragði úr eldhúsinu
og alla leið í ris sköpunarsög-
unnar. Við erum stödd í ald-
ingarðinum Eden þar sem
Adams er fyrst freistað. Þótt
það hafi ekki farið hátt, kom sú
freisting langt á undan eplinu
fræga sem síðar reyndist brott-
rekstrarsök. Limran er svona:
Um Adam fór Eva að efast,
svo æstur og lét ekki sefast
er blaðlaus stóð Eva,
hann byrjað́ að slefa.
Og jafnaldrinn – hann fór að hef-
ast!“
Helgi Seljan sendi mér þessar
vísur:
Hýsir margan hrokagikk
hátimbrað er ESB.
Ennþá gerir þjóðum grikk,
Grikkjum klafann láta í té.
Eykur gleði íþrótt forn,
yrkingarnar gleðja menn.
Víst ég þakka Vísnahorn,
verði þannig lengi enn.
Gylfi Þorkelsson hefur gaman
af orðaleikjum:
Dettinn ertu Dettifoss,
dettur um máða steina.
Það er margt sem þjakar oss,
þú veist hvað ég meina.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af tímans tönn og Adam og Evu
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„NOTAÐU HEILANN! STUNDUM TEL ÉG AÐ
FAÐIR ÞINN SÉ GÁFAÐRI EN ÞÚ.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að verða villt saman.
SLUUURP
HVERNIG ER HEITA
SÚKKULAÐIÐ ÞITT?
FÍNT.
OG ÞITT?
HAFMEYJURNAR ERU
EKKI EINS OG ÞÆR
VORU Í GAMLA DAGA...
KONUR
KARLAR
NIÐURHAL
STREYMI
Stefnuljósafælni íslenskra öku-manna hefur löngum verið Vík-
verja ráðgáta. Hann á bágt með að
skilja hvers vegna bílstjórum er í nöp
við að gefa stefnuljós og hefur velt
fyrir sér hvort þetta beri vitni ein-
staklingshyggju. Íslenskir ökumenn
líti svo á að það komi öðrum öku-
mönnum ekki við hvert þeir séu að
fara. Honum hefur einnig dottið í hug
að þetta gæti snúist um friðhelgi
einkalífsins. Íslendingum finnist
sjálfsagt að opinbera sín innstu
leyndarmál á félagsmiðlum á borð við
Facebook, en það sé óþarfa hnýsni að
fara fram á að þeir gefi upp fyrirfram
hvort þeir hyggjast fara út úr hring-
torgi eða hringsóla þar til eilífð-
arnóns, beygja fyrir horn eða einfald-
lega skipta um akrein.
x x x
Í Morgunblaðinu í gær er sagt fráþví að forvarnadeild VÍS hafi
kannað notkun ökumanna á stefnu-
ljósum í hringtorginu í Fjarð-
arhrauni. Var niðurstaðan sú að 53%
ökumanna gáfu ekki stefnuljós. Hlut-
fallið var 66% í sambærilegri könnun
fyrir tveimur árum þannig að eitt-
hvað virðist andstaðan við stefnu-
ljósin vera að minnka. Víkverji vill
koma því á framfæri að það er mis-
skilningur að stefnuljós séu innrás í
friðhelgi einkalífsins. Honum gæti
ekki staðið meira á sama um hvert
för mannsins í næsta bíl er heitið.
Hann er hins vegar á því að umferðin
myndi stórbatna ef andstæðingar
stefnuljósa fyndu sér annað baráttu-
mál og færu að gefa stefnuljós.
x x x
Lesendur Víkverja þekkja senni-lega fæstir Rob Gronkowski.
Hann leikur ruðningsbolta fyrir liðið
New England Patriots, gengur undir
gælunafninu Gronk og þykja fáir
standa honum á sporði. Gronk er
ekki bara íþróttamaður, hann skrifar
líka bækur. Þær fjalla um hann sjálf-
an. Fyrr í mánuðinum kom út bókin
It’s Good to Be Gronk eða það er gott
að vera Gronk. Í viðtali sagði Gron-
kowski að í bókinni væri engu logið
og því vildi hann vera heiðarlegur í
svörum sínum: „Ég ætla ekki að
ljúga, ég er aðeins búinn að lesa 80%
af bókinni.“ Eins gott að hann hafði
meðhöfund að bókinni til að skrifa
kaflana, sem hann hefur ekki lesið.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Hallelúja. Lofa þú Drottin, sála mín.
Sálmarnir 146:1