Morgunblaðið - 22.07.2015, Side 30

Morgunblaðið - 22.07.2015, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum ÚTSALAN í fullum gangi 40-50% afsláttur Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is „Hefðbundin sjálfsvígsrannsókn tekur óvænta stefnu þegar lögreglu- konan Hilma finnur tengsl við fleiri sjálfsvíg og slys. Þótt þessi mál eigi rætur í fortíðinni er Hilma skyndi- lega komin í æsilegt kapphlaup við tímann og harðsvíraður glæpamað- ur er á hælum hennar.“ Svona lýsir útgefandi bók Óskars Guðmunds- sonar, Hilmu, sem kom út 30. apríl á þessu ári. Áður en Hilma fór í dreifingu og birtist lesendum á prenti hafði bók Óskars unnið sér það til frægðar að búið var að kaupa að henni kvik- myndaréttinn. Það mun vera framleiðslufyrir- tækið New Work ehf., hið sama og framleiddi myndina Falskur fugl eftir samnefndri skáldsögu Mikaels Torfasonar sem hreppti hnossið. Til stendur að Þórómar Jónsson muni leikstýra myndinni, en hann framleiðir jafnframt. Þórómar mun hafa fengið handritið til yfirlestrar á sínum tíma og gat víst ekki lagt það frá sér, að eigin sögn. Hann lýsti bókinni sem ótrúlega magnaðri og „lifandi frásögn af persónu sem eng- inn á eftir að gleyma“. Ottó Geir vinnur handritið Ottó Geir Borg hefur verið feng- inn til þess að vinna handritið að myndinni fyrir framleiðslufyrir- tækið. Hann hefur áður skrifað handrit fyrir kvikmyndir á borð við Astrópíu, Brim, Gauragang, Svar við bréfi Helgu og Ég man þig. „Í stuttu máli hafði Þórómar, leikstjóri og framleiðandi, samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að lesa bókina með það í huga að vinna úr henni handrit,“ segir Ottó Geir. „Bókin var virki- lega góð. Sérstaklega út af því hversu flott aðalpersónan er, Hilma sjálf. Hún gengur gegnum þvílíka eldraun í þessari fyrstu bók. Það var mjög spennandi að tækla kven- karakter sem er bæði sterk og við- kvæm, svona blanda af rannsókn- arlögreglukonu og Lisbeth Salander. Það er alltaf áhugavert að skoða svona persónur.“ Vantar fleiri sterkar kven- persónur í íslenskar kvikmyndir Ottó Geir þykir vanta fleiri sterk- ar kvenpersónur í íslenskar kvik- myndir og hefur orð á því að mað- ur verði að leggja sitt af mörkum þegar svona flott verkefni dúkka upp. Hann segir vinnuna við hand- ritið hafna og sögubygginguna klára. „Ég er búinn að leyfa Óskari og Þóri að lesa uppkastið og þeir voru bara nokkuð ánægðir. Þetta er talsverð breyting frá bókinni sem er yfir 400 síður á lengd. Mig lang- aði að taka bókina örlítið í aðra átt með uppröðun og láta söguna byrja örlítið fyrr.“ Ottó bætir við að sagan hafi alla burði í heila röð bóka. „Persón- urnar eru svo áhugaverðar,“ segir hann. Maður fær það bara í bakið ef maður er að flýta sér of mikið „En mín helsta vinna er að reyna að halda tryggð við Hilmu innan handritsins. Ég er bara bú- inn að skrifa um 20 blaðsíður fyrir uppkastið en núna fer vinna í gang sem getur tekið 6-8 mánuði. Fólk vill oft flýta sér en það er yfirleitt ekki sniðugt í svona stöðu. Maður fær það bara í bakið þegar tökur byrja. Ef strúktúrinn er ekki góð- ur eða persónur tala vitlaust. Ódýrasta vinnan er þegar það eru ekki 20 manns á setti og bara einn handritshöfundur úti í horni að krukka í þessu.“ Æsispennandi blanda af rannsókn- arlögreglu og Lisbeth Salander  Ottó Geir Borg skrifar kvikmyndahandrit upp úr Hilmu, spennusögu Óskars Guðmundssonar Morgunblaðið/Golli Skáldverk Hilma, eftir Óskar Guðmundsson, hefur verið í efstu sætunum yfir mest selda íslenska skáldverkið hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda. Í kvöld verður efnt til síðustu Jour- ney-sýningar GusGus og Reykjavík Dance Productions klukkan 20 í Hörpu. Sýningin var frumflutt á Listahátíð 2012 og hefur síðan þá ferðast víða og verið í stöðugri þró- un. Reykjavík Dance Productions er hópur sem samanstendur af mörgum færustu danslistamönnum Íslands og í samvinnu við GusGus hefur hópurinn lagt áherslu á sam- tal þvert á listform, lýðræðisleg vinnubrögð ásamt því að ýta hvert öðru stöðugt út fyrir þægindaram- mann. Í verkinu er unnið út frá hugmyndinni um veislu eða partí í mjög víðum skilningi og úr verður framandi heimur þar sem list- formin renna saman og mörkin á milli danssýningar og tónleika mást út eins og segir meðal annars í til- kynningu. Verkið hefur verið í útrás und- anfarið, en sýningin hefur m.a. ver- ið flutt í kornhlöðu í Danmörku, leikhúsi í menguðustu borg heims, Norilsk, og í einkaklúbbi í Moskvu. Verkið hefur breyst við hverja sýn- ingu og hafa listamennirnir verið duglegir að bæta við lögum og sen- um, skipta öðrum út og betrum- bæta. Sýningarnar eru sérstakt þróunarverkefni Hörpu og lista- manna Journey með það að mark- miði að efla og auka framboð á menningartengdri ferðaþjónustu í miðborg Reykjavíkur yfir sumar- tímann og gefa erlendum gestum tækifæri til að sjá íslenska list- sköpun í bland við íslenska náttúru. Sjónarspil Afrakstur samstarfs GusGus og Reykjavík Dance Productions hefur fengið að njóta sín víðsvegar um heiminn en verkið er nú sýnt í Hörpu. Síðasta Journey-sýn- ingin í Hörpu í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.