Morgunblaðið - 22.07.2015, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 203. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Lýst eftir Lilju Jóhönnu …
2. Fimm Íslendingar ranglega …
3. Ferðamenn gista á bílastæði HR
4. Glowie var hunsuð og henni strítt
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónleikarnir A Journey through the
History of Icelandic traditional and
classical Music verða haldnir í tón-
leikasalnum í Hannesarholti í kvöld
og á föstudag en það eru þær Gerður
Bolladóttir sópran og Júlíana Rún
Indriðadóttir píanóleikari sem standa
fyrir tónleikunum.
Íslensk tónlistarsaga
í tali og tónum
Raftónlistin
verður allsráð-
andi á Prikinu í
kvöld þegar Dj
Gunni Ewok kem-
ur fram en hann
þekkja flestir af
vikulegum út-
varpsþáttum
hans á X-inu en
þeir eru nú komnir á XFM. Tón-
leikar Dj Gunna Ewok nefnast Vinyl
Wednesday og hefjast klukkan
20.00.
Dj Gunni Ewok
á Prikinu í kvöld
Rappdúettinn Úlfur Úlfur fagnar
útgáfu plötunnar Tvær plánetur í
Gamla bíói á morgun, fimmtudaginn
23. júlí, og hefjast tón-
leikarnir klukkan
22. Platan verður
spiluð í heild
sinni, hugsanlega í
síðasta sinn. Tvær
plánetur er önnur
breiðskífa dúetts-
ins, en árið 2011 gaf
sveitin út plötuna
Föstudaginn langa.
Úlfur Úlfur fagnar
útgáfu nýrrar plötu
Á fimmtudag Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Bjartviðri um
landið sunnan- og vestanvert og líkur á síðdegisskúrum en skýjað
og rigning með köflum annars staðar. Hiti 5 til 15 stig, svalast A-til.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum
um landið sunnan- og austanvert, súld með norðurströndinni en
víða bjartviðri um landið vestanvert. Hiti víða 5 til 14 stig.
VEÐUR
„Það verður sjokk fyrir þá að
sjá þennan völl miðað við
þann sem þeir hafa, það er
himinn og haf þar á milli,“
sagði Rúnar Páll Sigmunds-
son, þjálfari Stjörnunnar,
fyrir síðari leik liðsins gegn
skoska meistaraliðinu Celtic
í Garðabæ í kvöld. Stjarnan
er 2:0 undir í einvíginu en
Rúnar telur að vall-
araðstæður í kvöld
gætu komið þeim
skosku á óvart. »1
Völlurinn er leyni-
vopn Stjörnunnar
Karlalandsliðið í körfuknattleik hóf á
mánudag lokaundirbúninginn fyrir
úrslitakeppni Evrópumótsins en þar
leikur Ísland í fyrsta sinn í haust. Jak-
ob Örn Sigurðarson og Martin Her-
mannsson segjast báðir stefna að því
að njóta þess að
vera á stóra svið-
inu og spila við
marga af bestu
körfubolta-
mönnum
Evrópu.
»4
Ætla að njóta þess að
vera á stóra sviðinu
Miðvörðurinn Ásgeir Eyþórsson úr
Fylki er leikmaður 12. umferðar
Pepsi-deildar karla í knattspyrnu hjá
Morgunblaðinu. Ásgeir segir að Fylk-
isliðið hafi breytt aðeins um taktík
eftir að Hermann Hreiðarsson tók við
þjálfuninni, en aðallega hafi baráttan
og trúin í liðinu aukist eftir komu
hans, enda hefur Fylkir fengið fjögur
stig gegn FH og Breiðabliki. » 2-3
Meiri barátta og trú
með Hermanni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Áhugamál fólks eru af ýmsum toga.
Margir safna frímerkjum og serví-
ettum, sumir vilja sækja heim sem
flesta knattspyrnuvelli, svo dæmi
séu tekin. Morgunblaðið rakst á
þrjá slíka frá Þýskalandi.
„Ég hafði í mörg ár farið á alla
leiki 1. FC Köln, míns liðs í Þýska-
landi, en fyrir sjö eða átta árum hóf
ég þetta flakk til útlanda,“ sagði
höfuðpaurinn, Christian Quiel, við
Morgunblaðið í Kaplakrika. „Síðan
hef ég ferðast til margra landa og
reynt að sjá eins marga fótboltaleiki
og nokkur kostur er. Ég er að
„safna“ fótboltavöllum.“
Fjögur lönd í Evrópu eftir
Með Quiel í för nú voru vinir
hans, Michael Grüning og Benjamin
Fahmeyer en ferðafélagarnir eru
ekki alltaf þeir sömu og oftast fleiri.
„Þetta er alveg frábært tóm-
stundagaman og Ísland er 57. landið
sem ég hef heimsótt til þess að
horfa á fótbolta!“ segir Quiel. „Ég á
bara fjögur lönd eftir í Evrópu; Það
eru Albanía, Kosovo, Makedonía og
...“
Hann mundi ekki það fjórða.
Áður en flakkið úr landi hófst
hafði Quiel horft á leik á völlum
allra liða í þremur efstu deildum
Þýskalands og flestum í fjórðu
deild. „Auk þess að vera áhugamað-
ur um að horfa á leiki er ég dómari
svo víða fæ ég frítt inn á völlinn,“
segir hann eins og til að réttlæta
heimsóknirnar. Svo skrifar hann
gjarnan greinar um ferðalögin í
staðarblaðið heima í Münster.
Þá er spurt: Vinnurðu eitthvað
með þessu? Hann svarar hlæjandi:
„Já, reyndar, en ég á enga kærustu.
Þess vegna hef ég svona mikinn
tíma!“ Hann segir ferðalögin ekki
eins dýr og halda mætti, þökk sé
fjölda lággjaldaflugfélaga í heim-
inum.
Til Norður-Kóreu í haust!
Lengstu ferðirnar voru á tvö síð-
ustu heimsmeistaramót karla, 2010 í
Suður-Afríku og Brasilíu í fyrra. Í
haust ætlar hann ásamt fleirum til
Ekvador og Kólumbíu en í október
á hann aðra sannkallaða ævin-
týraför fyrir höndum: „Þá fer ég til
Norður-Kóreu að sjá landsleik við
Jemen. Það verður örugglega mjög
sérstakt. Við fljúgum í gegnum
Kína og á heimleiðinni er ég búinn
að skipuleggja ferð á leik í kín-
versku 1. deildinni í Peking.“
Þetta kallar maður að hafa áhuga
á fótbolta...
Flakka á milli fótboltavalla
Þýskur áhuga-
maður hefur sótt
heim 57 lönd til að
horfa á fótbolta
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fótboltaferðalangar Þjóðverjarnir á Kaplakrikavelli fyrir leik FH og KR á sunnudaginn. Frá vinstri: Michael Grün-
ing, Christian Quiel og Benjamin Fahmeyer. Þremenningarnir voru býsna ánægðir með leikina sem þeir sáu hér.
Þremenningarnir lögðu af stað
frá Köln í Þýskalandi seint á
fimmtudagskvöld og voru lentir í
Keflavík um miðnætti að ís-
lenskum tíma. Á föstudags-
kvöldið fylgdust þeir með leik
HK og Gróttu í 1. deildinni í
Kórnum. Á laugardaginn voru
þeir mættir á Stjörnuvöllinn í
Garðabæ þar sem þeir sáu Ís-
landsmeistarana í karlaflokki
gera 1:1 jafntefli við nýliðana af
Skaganum og á sunnudags-
kvöldið voru þeir viðstaddir
toppslag FH og KR í Kaplakrika,
þar sem Reykjavíkurliðið hafði
betur, 3:1 og héldu strax að hon-
um út á flugvöll og heim. Þeir
náðu þó fjórum leikjum á þrem-
ur dögum því upp úr hádegi á
sunnudag horfðu Þjóðverjarnir á
leik FH og Þórs/KA/Hamranna
frá Akureyri í 2. flokki kvenna í
Kaplakrika!
Fjórir leikir á þremur dögum
MIKILL FÓTBOLTAÁHUGI