Feykir


Feykir - 19.12.1984, Síða 1

Feykir - 19.12.1984, Síða 1
Næsta blað kemur út 9. janúar 1985. fa¥KIR — fyrir Norðurland vestra 26/1984 'V V J ÓLALJÓS Þegar ég er á ferð að kvöldlagi á þessum árstíma hefur mér stundum orðiðhugsað tilþess tíma er ekki sáust Ijósfrá hverjum bœ eins og nú. Þá hefur myrkrið verið svart og skammdegið langt, og mennirnir sjaldan alveg óhultir vœru þeir einir á ferð. Allir þekkja sögur um það hve ferðamönnum á sjó og landi létti oft við að koma auga á Ijósskímu í myrkrinu. Væru þeir í hrakningum táknaði hún fyrir þá líf björgun úr háska. Af Ijósi var hœgt að taka mið, og oftast merkti það líka að skammt væri í aðhlynningu og yl, nœringu og hvíld. Allirþekkja líka að áður fyrr þurfti að fara spart með Ijós á bænum og gæta eldsins vel. Yfir nóttina þurfti aðfela hann, og það var vandasamt verk og mikilvœgt að hann slokknaði ekki. Ef svo illa tókst til að bærinn varð eldlaus gat það kostað ferð á næsta bæ að sækja hann. Það er ekki ýkja langt síðan þetta var, en nú tökum við tæpast eftir skammdegismyrkrinu, svo auðveldlega og ósjálfrátt kveikjum við Ijós þegar rökkvar. En efins er ég um að þær ofgnóttir Ijóss og annars, sem við nú búum við, hafi gert jólin svo miklu hátíðlegri en þau sem haldin voru við kertaljós og fábrotinn kost. Nú gerum við það jafnvel að s/ökkva á rafljósunum og láta kertaljósin ein gefa birtu til að auka á hátíðleikann. Þá fær hvorttveggja að orka á okkur, Ijósið og myrkrið, og vitneskjan um Ijósið veitir öryggi og frið í huga. Á sama hátt er það vitneskjan um hinn raunverulega atburð jólanna, sem gefur þeim gildi umfram aðra tíma. ,,Hið sanna Ijós, sem upp lýsir hvern mann, kom nú í heiminn.” Sjálfur Guð snart þennan heim, steig niður í veröld mannsins og gerðist eitt með kjörum hans. Á jólunum erum við sérstaklega minnt á nálægð hans með kærleika hans og friði. Af Ijóma jólanæturinnar fær allt líf mannsins Ijós og yl, öryggi og frið. An vitneskjunnar um helgan atburð hennar verða jólin aðeins g/ys og hégómi, verðlaus þegar umbúðunum hefur verið svipt af. En sá sem einu sinni hefur látið þennan atburð orka á sig inn að innstu hjartarótum, orðið snortinn af þeim helgimá/um sem jólin flytja, er ekki verri í hjarta sínu á eftir. Kannski eru jólin liðin þegar þú lest þessar línur og þú búinn að skynja þetta a/lt. Þá vona ég að það lifi lengi með þér. En kannski eru jólin enn framundan hjá þér. Hugsaðu þá um þetta. Að þú með öllum skilningarvitum andans greinir hið sanna Ijós jólanna í öllu gervinu og glitrinu sem J/ýtur með. Að þú sjáir Ijósið íþví myrkri sem víða grúfir yfir mannheimi áþessari stundu. Aðþú látir það lýsa þig oglýsa þérhlýtt og milt, og fœra þér öryggi og frið. Við viljum ekki að nokkur sé einn á jólahátíð. Fjárhúsið og jatan minna okkur á að láta engan verða afskiptan á jólunum. En það er líka hægt að verða einn og utangarðs á jólum í fjölmenni. Taktu þér tíma og láttu jólaljósið sanna lýsa þér, leyfðu því að lýsa á heimili þínu, með börnunum og þeim sem þú mætir á þessum jólum. Öll mannleg Ijós eru svipu/ og slökkna skjótt. Taktu á móti því Ijósi sem kom í heiminn til að lýsa hvern mann, láttu það a/drei slokkna hjá þér svo þú verðir einn áferð. Þá veit ég að þú átt alltaf gleðileg jói Séra GUÐNI ÞÓR ÓLAFSSON Melstað

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.