Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1995, Side 8
8
Skíðamót íslands og lcelandair
Cup á ísafiröi:
Keppni hefst
á morgun
- og stendur fram á sunnudag
Skíðamót íslands sem haldið verður á skíðasvæði
ísfirðinga næstu daga ásamt alþjóðlega Flugleiða-
mótinu (lcelandair Cup) verður sett í Isafjarðarkapellu
í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20.30.
Keppni hefst síðan eftir hádegi á morgun og stendur
fram á sunnudag en þá um kvöldið kl. 20.30 fer fram
verðlaunaafhending og mótsslit í Framhaldsskóla
Vestfjarða.
Dagskrá verður sem hér segir, með venjulegum
fyrirvara um nauðsynlegar breytingar eftir aðstæðum.
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL
Tungudalur:
5 km ganga kvenna, frjáls aðferð kl. 13.00
10 km ganga pilta, frjáls aðferð
15 km ganga karla, frjáls aðferð
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL
Tungudalur:
Stórsvig karla, 1. ferð kl. 10.00
Stórsvig kvenna, 1. ferð kl. 11.00
Stórsvig karla, 2. ferð kl. 12.30
Stórsvig kvenna, 2. ferð kl. 13.15
3x5 km boðganga kvenna kl. 13.00
3x10 km boðganga karla
LAUGARDAGUR 8. APRÍL
Seljalandsdalur:
Svig kvenna, 1. ferð kl. 9.00
Svig karla, 1. ferð kl. 9.45
Svig kvenna, 2. ferð kl. 11.30
Svig karla, 2. ferð kl. 12.45
Skíðastökk kl. 13.00
Norræn tvíkeppni
SUNNUDAGUR 9. APRÍL
Seljalandsdalur:
Svig kvenna, 1. ferð kl. 9.00
Svig karla, 1. ferð kl. 9.45
Svig kvenna, 2. ferð kl. 11.30
Svig karla, 2. ferð kl. 12.45
Samhliðasvig kvenna og karla kl. 15.00
Tungudalur:
7,5 km ganga kvenna, hefðb. kl. 11.00
15 km ganga pilta, hefðb.
30 km ganga karla, hefðb.
Viðskiptanetið hf. leitar sér að þjónustufull-
trúa fyrír Vestfirði. Krafist er reynslu af sölu-
mennsku, innsýni í rekstur fyrirtækja og að
viðkomandi sé vel kynntur á svæðinu.
Nánari upplýsingar í síma 568-3870.
Umsóknir sendist Viðskiptanetinu hf., Skútu-
vogi 11, 104 Reykjavík, c/o Lúðvíg Árni
Sveinsson.
|.jjjjjjji
Miðvikudagur^apríH995^^^^^^^^^^^^^^^J
VESTFIRSKA
FRÉTTABLAÐIÐ
Brynhildur Barðadóttir:
Traust velferðarkerli -
Markviss fjölskyldustefna
Þjóðvaki hefur sett fram
skýra stefnu um mótun opin-
berrar fjölskyldustefnu og
traust velferðarkerfi. Þannig
leggjum við áherslu á að hér
verði öflugt velferðarkerfi
sem tryggi rétt allra til við-
unandi afkomuöryggis.
Markmið hreyflngarinnar er
að hlúa að undirstöðum vel-
ferðarinnar, tryggja að allir
fái notið atvinnu, menntunar,
heilbrigðisþjónustu og hús-
næðis óháð efnahag, kynferði
eða búsetu.
Við þurfum fjölþættara vel-
ferðarkerfi, víðtækari félags-
lega þjónustu og enn markviss-
ari jöfnunaraðgerðir með
tekjutilfærslum en nú stendur
til boða. Lífsgæði snúast ekki
eingöngu um efnahagslega af-
komu heldur lúta að öðrum
fjölbreytilegum þörfum, svo
sem öryggi, heilsu og andleg-
um verðmætum. I velferðar-
hugtakinu er að auki fólginn
siðferðilegur mælikvarði sem
tengist mannúð, réttlæti og
jöfnuði. Þetta er kjarninn í
markvissri fjölskyldustefnu.
Samfara breyttum lífsháttum
hafa verkefni heimilanna
breyst til muna. Samfélagið er
orðið flóknara og heimilislífið
hefur orðið að laga sig að því.
Farsælt samspil atvinnu og
fjölskyldulífs er nánast orðið
kjarni málsins varðandi tilvist
heimilanna. Atriði eins og
langur vinnudagur fullorðinna
utan heimilis, aukið hlutverk
skólanna í uppeldi barna og
fjölgun aldraðra á vistheimil-
um, hefur líklega Ieitt til þess
að fjölskyldurnar hafa á vissan
hátt fengið önnur hlutverk.
Opinber tjölskyldustefna
verður að taka mið af þörfum
allra fjölskyldumeðlima, barna
jafnt sem aldraðra, kvenna jafnt
sem karla. Hún viðurkennir
fjölskylduna seni vettvang til-
finningalegra tengsla og gagn-
kvæmrar ábyrgðar og leitar
jafnvægis milli þess að mæta
þörfum hennar fyrir opinbera
þjónustu annars vegar og þess
að varðveita hlutverk hennar og
Brynhildur Baröadóttir.
mikilvægi hins vegar.
íslendingar eiga hlutfalls-
lega flest börn af Norðurlanda-
þjóðum en verja hins vegar
minnstu til velferðarmála. Hér
er tekið mið af skiptingu út-
gjalda til félags- og heilbrigð-
ismála sem renna til fjöl-
skyldna 0£ barna á Norð-
ulöndum. I hlutfalli af lands-
framleiðslu nema fjárhæðirnar
2,5% á fslandi, 5,1% í Svíþjóð
og 3,5% í Danmörku, Finnlandi
og Noregi.
Fjölskyldunum verður að
vera kleift að takast á við þau
verkefni sem þær eru best
fallnar til að annast. Eitt helsta
viðfangsefni heimilanna er
uppeldi og umönnun barna. Oft
er þetta tímabil í lífi fjölskyld-
unnar tiltölulega stutt og því
mikilvægt að þannig sé búið að
barnafjölskyldum að þær geti,
á viðunandi hátt, sinnt þessu
verkefni. Hér skiptir miklu máli
atriði eins og samspil heimil-
anna, atvinnulífs og skóla, ekki
síður en örugg daggæsla fyrir
ung börn. Samskipti heimila og
skóla hafa mikil áhrif á velferð
barna og er mikilvægt að sam-
vinna foreldra og þeirra sem
annast börn þeirra daglangt
flesta daga vikunnar sé í góðum
farvegi.
Viðurkenning á heimilis-
störfum og sá kostnaður sem
foreldrar hafa af því að sækja
vinnu eru atriði sem skipta
fjölskyldulíf miklu máli. Hjón
og sambýlisfólk fá ónóga að-
stoð frá opinberum aðilum
vegna barnagæslu, samfelldur
skóladagur er ekki orðinn al-
mennur og ekki er samræmi
milli vinnudags foreldra og
viðveru barna í skóla.
Efnahagsaðgerðir ríkis-
stjórna undanfarinna áratuga
hafa almennt ekki tekið mið af
þörfum fjölskyldunnar sem
heildar og barnafjölskyldur
hafa því miður liðið fyrir að
ekki er til opinber fjölskyldu-
stefna í landinu. Þjóðvaki hefur
sett fram sjö áherslu atriði við
endurskipulagningu velferðar-
kerfisins og framkvæmd mark-
vissrar fjölskyldustefnu;
* Sett verði löggjöf um op-
inbera fjölskyldustefnu og
komið á fót fjölskylduráðgjöf
um allt land.
* Endurskipulögð verði öll
þjónusta og stuðningur við
barnafjölskyldur, sem taki mið
af framfærslumöguleikum fjöl-
skyldna og stöðu á vinnumark-
aði.
* Megináhersla verði lögð á
öflugt forvarnarstarf.
* Styrkja ber vímuefnavarnir
af alefli, bæði forvarnir, með-
ferð og löggæslu. Taka ber hart
á öllum brotum á áfengis- og
vímuefnalöggjöfinni.
* Auka þarf endurmenntun,
stoðþjónustu og liðveislu fyrir
fatlaða og bæta aðbúnað fólks
sem þjáist af langvinnum sjúk-
dómum.
* Heimaþjónusta og heima-
hjúkrun verði efld og verði á
ábyrgð sveitarfélaga.
Framkvæmd opinberrar fjöl-
skyldustefnu á að vera sameig-
inlega á ábyrgð ríkisvalds og
sveitarfélaga. A vettvangi rik-
isvaldins felst hún einkum í því
að fela tilteknu ráðuneyti að
hafa heildaryfirsýn yfir málefni
fjölskyldunnar og bera ábyrgð
á markvissri fjölskyldustefnu
sem falli best að þörfum henn-
ar. Hvað viðkemur þætti sveit-
arfélaganna verður þeirra hlut-
verk að framfylgja stefnunni
og sjá til þess að öllum þáttum
hennar sé fullnægt. Þó verður
að vera tryggt að sveitarfélög-
um séu tryggðir tekjustofnar til
að framfylgja markvissri fjöl-
skyldustefnu með allri þeirra
auknu þjónustu við íbúa sveit-
arfélaganna sem henni fylgja.
Til langs tíma litið tel ég að það
myndi leiða til hagræðingar og
sparnaðar fyrir sveitarfélögin
þar sem þau munu hafa betri
yfirsýn yfir alla málaflokka og
þá betri aðstöðu til að skipu-
leggja og hagræða í fram-
kvæmd þegar allir þættir þjón-
ustunnar eru á sömu hendi.
Þetta á til dæmis við fram-
kvæmd heimaþjónustu og
heimahjúkrunar.
Þjóðvaki er eina stjórnmála-
aflið seni hefur sett fram skýra
stefnu um markvissa fjöl-
skyldustefnu og traust velferð-
arkerfi og byggir á raunhæfum
leiðum til að allir landsmenn
geti hér búið öruggir um eigin
afkomu og fjölskyldna sinna.
Fólk á ekki að þurfa að horfa
upp á fjárhagslegt hrun heimil-
anna þó upp komi erfiðleikar
eins og atvinnuleysi, veikindi,
fötlun eða aðrir félagslegir erf-
iðleikar. Hlutverk velferðar-
kerfisins er að tryggja að
grunninum sé ekki kippt undan
einstaklingum og fjölskyldum
þó syrti í álinn stöku sinnum,
fólk á að geta treyst því að
velferðarkerfið sé svo traust að
það þurfi ekki að horfa upp á
afkomugrundvellinum kippt
undan sér þrátt fyrir erfiðleika
og áföll.
Atkvæði greitt Þjóðvaka er
atkvæði greitt traustu velferð-
arkerfi, auknum jöfnuði og
bættum lífskjörum. Leggið
ykkar af mörkum til að þessum
markmiðum verði náð með því
að greiða ÞJÓÐVAKA at-
kvæði ykkar 8. apríl n.k.
Höfundur erfélagsmálastjóri
á Isafirði og skipar 2 sœti á
framboðslista Þjóðvaka á
Vestfjörðum.
„Guð láti flott á vita"
I yfirlýsingu sex lækna við
FSÍ/HSÍ er látið að því liggja,
að ég hafi gefið í skyn að ósætti
væri aftur upp komið í lækna-
hópnum. Það er langt í frá. Eg
gagnrýndi hins vegar Einar
Axelsson, heilsugæslulækni,
fyrir skrif, sem ég taldi ósæmi-
leg. Þar réðst hann með ósann-
indum og söguburði að emb-
ættismönnum heilbrigðisráðu-
neytisins með ráðuneytisstjór-
ann í broddi fylkingar, að
framkvæmdastjóra FSI/HSI og
öðru fólki, sem ekkert hefur til
saka unnið. Eg taldi skrif þessi
ómakleg og að læknirinn gætti
ekki sóma síns.
Ég fagna því hins vegar, að
læknirinn skuli ekki líka eiga í
útistöðum við kollegana. Guð
láti gott á vita.
Sighvatur Björgvinsson.
HJA OKKUR FÆRÐU NYJUSTU MYNDBONDIN
350
Videoúrval
Hafnarstræti 11 • ísafirði Sími 3339