Feykir - 16.04.1986, Blaðsíða 1
8/1986
ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA
Sauðárkrókur:
Bæjarstjórinn á förum
„Ég taldi rétt að gera grein
fyrir því nú fyrir kosningar að ég
hefi ákveðið að gefa ekki kost á
mér áfram. Ég hef hér átt
ákaflega gott samstarf við
sveitarstjórnarmenn, og sam-
starfsfólkið á bæjarskrifstofunum
er alveg einstakt. Þannig hefur
starfið, þó erilsamt sé á stundum,
verið mjög dýrmæt reynsla.
Störf af þessu tagi eru eðli
samkvæmt tímabundin og háð
ýmsum óvissuþáttum. Er ég var
ráðinn hingað stefndi ég að því
að vera hér í fjögur ár, og nú
stendur hugur minn til starfa á
öðrum vettvangi”.
Þannig fórust Þórði Þórðar-
syni bæjarstjóra á Sauðárkróki
orð, er Feykir innti hann eftir
ástæðu þess að hann hefur nú
með bréfi til bæjarstjórnar upp-
lýst að hann gefi ekki kost á sér
til áframhaldandi starfa í þágu
bæjarins.
(jgi)
Blönduós:
Bylting við
hörpudiskveiðar
Einar Jóhannesson á Blönduósi
hefur að undanförnu verið að
þróa nýjan plóg til skelfiskveiða.
Alls er hann búinn að smíða 23
plóga. Aðallega hefur hann selt
þá til Noregs, en nokkrir hafa
verið seldir hér innanlands. Þær
fréttir berast frá Noregi að þessir
plógar líki þar mjög vel og tala
menn um byltingu við veiðarnar,
það mikið eru þessir plógar
Einars taldir bera af norskum og
kanadískum plógum, sem mikið
eru notaðir við skelfiskveiðar á
norskum miðum.
Það eru um þrjú ár síðan Einar
fór að smíða mottur í skelfisk-
plóga, en fram að þeim tíma
höfðu þessar mottur verið
fluttar inn. Þessar mottur þóttu
mun endingarbetri en þær
innfluttu. Síðan var það í sumar
og haust að Einar fór að fikra sig
áfram með smíði á endui bættum
plógum með fyrrgreindum árangri.
Nú er Einar einnig að huga að
smíði á færibandi til vinnu-
hagræðingar um borð í bátunum,
og jafnvel hefur hann Iátið sér
detta í hug að smíða gálga til
þess að taka plógana um borð á
hættuminni hátt en nú er gert.
Hjá Einari hafa starfað 4-7
menn við smíðar í vetur. Sjá
nánar á bls. 8.
(mó)
Hvammstangi:
Kenna rollunum um
Undanfarnar vikur hafa verið
í gangi mikil blaðaskrif í
sambandi við ullariðnaðinn hér
á Islandi og kemur þar margt til.
Blaðamaður Feykis ákvað að
forvitnast örlítið nánar um þessi
mál og sló í því tilefni á þráðinn
til Bjöms Valdimarssonar fram-
kvæmdastjóra sauma- og prjóna-
stofunnar Drífu á Hvammstanga.
í máli Björns kom fram, að
þau skrif sem síðustu vikur hafa
Skagajjörður:
Vallhólmur í vanda
Graskögglaverksmiðjan Vall-
hólmur í Skagafirði hefur síðustu
misseri átt við töluverða rekstrar-
örðugleika að etja. Að sögn
Stefáns Stefánssonar verksmiðju-
stjóra þá er það slæm fjárhags-
staða fyrirtækisins sem stendur
framleiðslunni og fyrirtækinu
sjálfu fyrir þrifum. Taldi Stefán
að rekja mætti rót þessa vanda
til þess hve framleiðsla ársins
1984 seldist illa, en þá seldist
ekki helmingur framleiðslunnar
eða rétt um 1000 tonn.
Aðspurður um hvort einhverjar
breytingar myndu eiga sérstað í
rekstri fyrirtækisins vegna yfir-
standandi vanda þá sagði Stefán
að enn sem komið væri þá væri
of snemmt að segja til um slíkt.
„Oháð nefnd frá Fjármála-
ráðuneytinu er starfandi og er
hún að skoða rekstur gras-
kögglaverksmiðjanna í heild
sinni, og í dag er nánast beðið
eftir því að nefnd þessi skili áliti,
og því er ekki von á neinum
breytingum fyrr”.
Ennfremur sagði Stefán að
ekkert hafi verið rætt um
hlutafjáraukningu þó svo að
heimild fyrir henni væri til
staðar. Myndi öll slík umræða
liggja niðri þar til úrskurður
nefndarinnar lægi fyrir. Að
lokum vildi Stefán koma því á
framfæri að það sem af væri
þessu ári hefði sala á gras-
kögglum gengið allvel og að
búið væri að selja um 1600 tonn
af framleiðslu ársins 1985. Bjóst
hann og við að öll framleiðsla
ársins 1985 myndi seljast upp
með vorinu, jafnframt því sem
birgðir frá 1984 yrðu seldar.
(s.þ.)
Skagaströnd:
Nýir sjávarréttir
Fyrirtækið Marska hf. á
Skagaströnd hefur nú hafið
framleiðslu á tveimur sjávar-
réttum, sem tilbúnir eru beint í
ofninn. Þessir réttir voru
kynntir í síðustu viku og lítur vel
út með sölu þeirra. Hjá
fyrirtækinu starfa nú átta manns
að framleiðslunni, en síðan fer
það eftir eftirspurn hvort
fleirum verður bætt við.
Það er um ár síðan fyrirtækið
Marska hf. var stofnað. Þetta ár
hafa verið gerðar tilraunir með
framleiðslu á ýmisskonar sjávar-
réttum, sem eru tilbúnir beint í
ofninn hjá neytenda. Eftir
birst í blöðum hafi í heild sinni
verið alltof neikvæð og full svört
mynd dregin upp af ástandinu
og menn jafnvel komnir út í það
að kenna rollunum um hve illa
gangi. „Þau vandamál sem
íslenskur ullariðnaður á við að
etja þessi misserin eru fyrst og
fremst fólgin í því, hve illa
gengur að selja þær vörur sem
við höfum verið að framleiða”,
Björn sagði það koma til af því,
að Islendingar hafi gert grund-
vallarmistök í sambandi við
hönnun og markaðssetningu og
hreinlega dregist aftur úr
samkeppnisaðilum hvað þetta
varðar. „Menn duttu niður á
ákveðna formúlu fyrir 10-15
árum og eru enn að vinna úr
henni. Núna fyrst eru þó
einstaka menn að átta sig á því
að þeir eru með vöru í
höndunum sem var góð fyrir 5-
10 árum en er nú úr tísku og því
þarf að stokka allt upp. I
séu aðalvandamál íslensks ullar-
iðnaðar í dag”.
Aðspurður um hvemig rekstur
Drífu á Hvammstanga gengi þá
sagði Björn að hann hefði
gengið þokkalega en þó væri
fyrirsjáanlegt að þetta ár yrði
mjög erfitt. Kæmi það m.a. til af
því, að um 70% af framleiðslu
Drífu væri selt fyrir dollara en
nú síðustu mánuði hefur hann
hríðfallið og ekki er fyrirsjáan-
legt að útflutningsverðið hækki
að sama skapi. „Því er
nauðsynlegt að breyta fram-
leiðslunni og hjá því verður ekki
komist ef við eigum að teljast
samkeppnisfærir. En þetta höfum
við hjá Drífu einmitt verið að
gera. Við höfum verið með
hönnuði sem hafa gert einfaldar
og skemmtilegar flíkur fyrir
okkur jafnframt því sem við
höfum komið
vélakosti sem annar
þörfum”.
okkur upp
okkar
ítarlega athugun varákveðið að
senda tvo rétti á markað. Annað
var sjávarréttabaka, sem er
nokkurs konar pizza, en hitt er
rækjurúlla.
Að sögn Heimis L. Fjelsteð
framkvæmdastjóra eru menn
bjartsýnir á þessa framleiðslu og
fyrstu viðbrögð markaðarins
voru framar vonum. I síðustu
viku efndi fyrirtækið til blaða-
mannafundar í Reykjavík til að
kynna framleiðsluna og nú er
hafin auglýsingaherferð í Reykja-
vík til að fylgja þeirri kynningu
eftir.
(mó)
Frá Sauma- og prjónastofunni Drífu
framleiðslu ullarvara hafa íslend-
ingar alveg gleymt að taka tillit
til þess að það þarf að staðla
framleiðsluna, fækka sniðum og
einfalda og létta vöruna. Síðan
er hægt að nota annað band með
ullinni t.d. bómull í bekki o.þ.h.
en allt slíkt lífgar mikið upp á
flíkina og gerir hana auðseljanlegri.
I megin atriðum tel ég að þetta
„I dag eru um 30 manns á
launaskrá hjá fyrirtækinu og
verkefni næg og að því leytinu er
bjart framundan”. Þess má að
lokum geta að Drífa var ein af
örfáum sauma- og prjóna-
stofum á landinu sem skiluðu
hagnaði á síðasta ári.
(sþ)