Feykir - 16.04.1986, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 8/1986
Öháð fréttablað
fyrir Norðurland vestra
Feyker
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón Gauti
Jónsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA:
Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4,
550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95:5757 ■ STJÓRN
FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson,
Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson, Sæmundur
Hermannsson ■ BLAÐAMENN: Hermann Sæmunds-
son, Magnús Ólafsson, Skúli Þórðarson ■ ÁSKRIFTAR-
VERÐ: 45 krónur hvert tölublað; í lausasölu 50
kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 140 krónur hver
dálksentimetri ■ ÚTGÁFUTÍÐNI: Annan hvern mið-
vikudag ■ PRENTUN: Dagsprent hf„ Akureyri
■ SETNING OG UMBROT: SÁST sf„ Sauðárkróki.
----------------------------leiöari —
Fjölbrautaskólinn
á Sauðárkróki
I síðustu viku var starfsemi Fjölbrautaskólans á
Sauðárkróki mjög í sviðsljósinu hér á Króknum.
Astæðan var einkum sú að þá stóð yfir í skólanum
svokölluð opin vinnuvika, þar sem nemendur og
kennarar hvíldu sig á hefðbundnu námi, en sinntu
þess í stað ýmsum viðfangsefnum sem tengdust
markmiðum námsins beint eða óbeint undir
yfirskriftinni; skóli og umhverfi. Sáu nemendur m.a.
um kynningu á skólanum í kjördæminu, starfræktu
úrvarpsstöð og blað kom út daglega meðan á
starfsvikunni stóð.
Þetta leiðir hugann að stöðu skólans, uppbyggingu
hans og áhrifum bæði á Sauðárkróki sem og öllu
Norðurlandi vestra. Skólinn býr í dag við mikinn
húsnæðisskort, því einungis annað skólahúsið er
risið, það sem ætlað er til verkmenntakennslu. Eina
áþreifanlega merkið um bóknámshúsið er skófla, er
skólinn keypti svo að hún væri til reiðu, þegarfyrsta
skóflustungan verður tekin.
A fundi, sem nemendur efndu til með fulltrúum
allra stjórnmálaflokka í bænum komu fram skýrar
viljayfirlýsingar allra flokka þess efnis að hraða beri
svo sem kostur er áframhaldandi uppbyggingu
Fjölbrautaskólans.
I þessu sambandi má þó ekki gleyma því, að hér er
um mjög kostnaðarsama framkvæmd að ræða, en
lauslega áætlað kostar bóknámshúsið talsvert á
ahnað hundrað millj. króna fullbúið á núgildandi
verðlagi og samkvæmt normum Menntamála-
ráðuneytisins bendir allt til að Sauðárkróksbær þurfi
að leggja fram rúmlega 60% af þeim kostnaði við
óbreyttar aðstæður. Þá ræður ríkisvaldið nær alfarið
framkvæmdahraðanum, því vilji bæjarfélagið hraðari
uppbyggingu verður það að ábyrgjast allar
fjárhagsskuldbindingar, sem af því hljótast.
Við þetta bætist síðan það óréttlæti af hálfu
ríkisvaldsins, að þóknist því að kalla framhalds-
skólann menntaskóla greiðir það alfarið allan stofn-
og rekstrarkostnað. Það er því stórt fjárhagslegt
spursmál fyrir bæjarfélög hvort skólinn kallast
menntaskóli eða fjölbrautaskóli.
Krafan hlýtur því að vera sú að möguleikar til
uppbyggingar framhaldsskóla, sama hvaða lands-
hluti á í hlut, séu jafnir. Framhaldsskóli jafnar
aðstöðumun til náms milli landshluta auk þess sem
hann eykur á fjölbreytni atvinnulífsins. Jafnframt
stuðla þeir að því beint og óbeint að langskólagengið
fólk hafi að einhverju að hverfa á sínum
æskuslóðum, ef hugurinn leitar þangað. Styrkur
atvinnulífsins í dreifbýlinu felst í uppbyggingu á sem
breiðustum grunni og hann byggir m.a. á menntun og
þekkingu þeirra sem þar búa. Við megum því ekki um
of horfa í þann kostnað, sem er samfara
áframhaldandi uppbyggingu framhaldsskóla hér á
Norðurlandi vestra.
sitt úr huerri áttinni
Nú er lokið Sœluviku og því
tUstandi sem henni fylgir. Eins
og vanalega var mikið um alls
konar uppákomur og skemmt-
anir. Samt finnst Króksa eins
og það vanti eitthvað upp á
slagkraftinn og almenna þátt-
töku í þessari gleði- og
menningarviku Skagftrðinga.
Gœti hugsast að það sé kominn
tími til að endurskoða Sœluna
með tilliti til breyttra þjóðlífs-
hátta? Mér er nœr að halda það.
Ekki þarf þó að kvarta yfir
þálttökuleysi unga fólksins í
Sœlunni og er framlag þess til
Scelunnar sérstaklega þakkar-
vert. Það hefur áreiðanlega
ekki farið fram hjá mörgum að í
Sœluvikunni var jafnframt
haldin starfsvika í Fjölbrauta-
skólanum á Sauðárkróki. Stóðu
nemendur þar m.a. fyrir
útvarpsrekstri og dagblaði, auk
þess sem þeir buðu upp á lifandi
tónlist og leikrit ásamt mörgu
fleiru. Sýnist mér að vel haft
tekist til hjá þeim og vona að
starfsdagar þessir haldi áfram
að setja svip sinn á komandi
Steluvikur.
En nú er Sœlunni sem sagt
lokið ogframundan er tilbreytingar-
snauður hversdagsleikinn, - og
kosningarnar í vor. Loksins
hafa listar frambjóðenda á
Sauðárkróki séð dagsins Ijós og
það al/s ekki átakalaust.
Einkum hefur fœðing gengið illa
hjá framsóknarmaddömunni og
kommagreyunum. Var víst búið
að skella mörgum hurðum og
halda marga fundi í þak-
herbcrgjum áður en yfir lauk.
Einkennist /isti framsóknar af
góðum œttartengslum en A/la-
ballanna af oddatölum sem
konur skipa, gáfumenn eru svo í
sléttu sætunum. Það var og.
Einkennilegur fréttaflutningur
hefur átt sér stað á Feyki
undanfarið í sambandi við
ei'thvert grínfélag sem kallast
Hið Norðlenzka útgerðarfélag.
Mátti œtla af fréttum blaðsins
að um vœri að rœða öflugt
útgerðarfé/ag sem yrði vœntan-
lega mikil lyftistöng atvinnulífi
í byggðarlaginu og létu ýmsir
vammlausir lesendur blaðsins
blekkjast af fréttaflutningi
þessum því í reynd er um að
ræða trillukríli. Sú spurning
hlýtur að vakna á meðallesenda
blaðsins hvort ritstjóranum
leyfist slíkur stráksskapur
átölulaust og hvort ekki sé
vítavert að hann leyfi sér að
hafa lesendur sína að fíflum á
þennan hátt. Er skoðun Króksa
á þessu máli afdráttarlaus og
frábiður hann sérfleiri .fréttir”
af þessum félagsskap.
I Sæluviku bar það til að
efstu menn á listum til
kosninganna í vor ræddu
menntamál og skólastefnu. Var
brennidepill þeirrar umræðu
væntanlegt bóknámshús Fjöl-
brautaskólans. Ef marka má
ummæli frambjóðenda þá mun
ekki líða langur tími uns
framkvæmdir hefjast við það
verk og er það vel, því nauðsynin
er brennandi á því framfara
verki. Hina brennandi þörffyrir
bóknámshús undirstrikaði Jón
F. Hjartarson, skólameistari að
loknum fundi með því að brenna
sinu á lóð bóknámshússins.
En það verða sjá/fsagt fleiri
mál sem koma til með að
brenna á Skagfirðingum í
komandi kosningum. Er vonandi
að hin nýliðna Sæluvika hafl
gegnt hlutverki sínu í því að
flytja gleði og menningu inn á
hvert skagfirskt heimili. Sé svo,
þá er vandalaust að horfast í
augu við brennandi viðfangsefni
framtíðarinnar.
KRÓKSl
íiídskip M IS lortáuós
ngnrvtur, hvflí qetum vit 9«* far Hún'Ueb'inginr), Eg hef ekk’i 'U'mnufriá fgrironum Jeníju
dogdueljo
Aðaltvímenningur Bridgefélags Sauðárkóks
Laugardaginn 5. apríl var
spilaður aðaltvímenningur hjá
Bridgefélagi Sauðárkróks, með
þátttöku Bridgefélaga Sleitu-
staða og Fljótamanna. Alls
spiluðu 18 pörogskipaðistí þrjú
efstu sætin sem hér segir:
1. Einar Svansson/Skúli Jónsson
2. Halldór Tryggvason/Bjarki
Tryggvason
3. Páll Hjálmarsson/Björn
Guðnason
Spilað var í félagsaðstöðu
Gagnfræðaskólans og vargeysi-
leg spenna í loftinu er frétta-
maður Feykis leit við, enda
úrslitaspilið í gangi. Veittir voru
veglegir bikarar sem gefnir voru
af Trésmiðjunni Borg, en þetta
er annað árið í röð sem Borgin
gefur verðlaunagripi. Vildu
forsvarsmenn Bridgefélags Sauðár-
króks því koma á framfæri sér-
stöku þakklæti til Borgarinnar
fyrir greiðann. Mótsstjórar voru
þeir Stefán Berndsen og Jón
Pétur Líndal.
Um næstu helgi fer Bridge-
félag Sauðárkróks með 40
manna lið til Reykjavíkur til að
etja kappi við Bridgedeild Skag-
firðingafélagsins í Reykjavík.
Verður spilað í félagsheimili
Skagfirðingafélagsins, Drangey,
og verður örugglega líf og fjör á
þeim stað um helgina.
(hás)