Feykir


Feykir - 16.04.1986, Blaðsíða 11

Feykir - 16.04.1986, Blaðsíða 11
8/1986 FEYKIR 11 Norræna félagið: Fyrsta almenna vinabæja mótið 8. og 9. febrúar 1986 var haldinn í Kaupmannahöfn fundur með formönnum Norrænu félaganna og fulltrúum frá bæjarstjórnunum í Esbo Finn- landi, Kongsberg Noregi, Kristian- stad Svíþjóð, Köge Danmörku og Sauðárkróki. Þar varákveðið að hefja formlegt vinabæjar- samstarf milli norrænu félaganna í þessum bæjum með vinabæjar- móti 1987. Er síðan stefnt að því að mótin verði til skiptis í vinabæjunum annað hvert ár. Bauðst Norræna félagið í Kristianstad Svíþjóð til að standa fyrir og halda þetta fyrsta mót í september 1987. Ekki verður ákveðið fyrr en í sumar, á vinabæjarmóti bæjar- stjórnanna í Kristianstad, hvað verður tekið fyrir á mótinu. Þó eru líkur á að það verði á sviði lista, menningar og/eða íþrótta. Gætu forsvarsmenn félaga og einstaklingar sem starfa á þessum sviðum, farið að athuga hvort þátttaka þeirra væri möguleg. Þá skal hér minnt á bókatoppinn á Héraðsbókasafninu á Sauðárkróki, þar sem ýmsar upplýsingar eru um starfsemi Norræna félagsins, s.s. lýð- háskólana, vinabæina, frétta- bréf, árbækur félagsins og norræna tónlist. Formaður félagsdeildarinnar á Sauðárkróki er Valgeir Kárason. Aðrir í stjórn eru Aðalheiður Amórsdóttir, Herdís Klausen, Jón Karlsson og Þórdís Magnúsdóttir. Fréttatilkynning Aðalfundur í Norrænafélaginu Sauðárkróksdeild 29. apríl 1986 í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál s.s.: a) Fyrsta almenna vinabæjamótið í Kristian- stad 1987. b) Ferðamál og ferðamöguleikar. c) Lýðháskólar og Nordjobb. Kaffi og kleinur Félagar eru eindregið hvattir til að mæta og taka með sér gesti og nýja félaga Stjórnin m Atvinna Bifreiða- og vélaverkstæði Kaupfélags Skag- firðinga Sauðárkróki óskar eftir að ráða nú þegar bifreiðavirkja, helst vanan réttingum. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 95-5577. Leikfélag Akureyrar Föstudag 18. apríl Blóöbræöur kl. 20.30 Laugardag 19. april Blóöbræöur kl. 20.30 Sunnudag 20. april Blóöbræður kl. 20.30 Föstudag 25. april Blóðbræöur kl. 20.30 Laugardag 26. april Blóðbræður kl. 20.30 Miöasala opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14.00 og fram aö sýningu. Sími 96-24073. Tilsö Til sölu Zetor4911 árg. 1979, vel með farinn. Einnig Howard mykju- dreifari og Clas sláttu- þyrla árg. 1982og 1200 eggja útungunarvél. Upplýsingar í síma 95-1925. Kjörskrá Kjörskrá vegna bæjarstjórnarkosninga hinn 31. maí n.k. liggur frammi á bæjarskrifstofunni á venjulegum skrifstofutíma til 28. apríl n.k. Kærur við kjörskrána þurfa að hafa borist bæjarstjóra fyrir 16. maí n.k. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki Þórður Þórðarson Varahlutaverslun Eigum fyrirliggjandi hnalla og keðjur í HOWARD mykjudreifara, einnig hnífa í HOWARD jarðtætara. Bændur, nú er tími til að dytta að heyvinnuvélunum Eigum tinda í flestar gerðir múgavéla og heyþytia. Útvegum varahluti í allar gerðir heyvinnuvéla með stuttum fyrirvara. Blönduskálinn auglýsir Munið hinar hagstæðu ferðir Norðurleiðar hf. Daglega allt árið milli Reykjavíkur og Akureyrar Eigum flest í ferðanestið fögnum gestum okkar vel Gleðilegt sumar Olís - Blönduskála Stangveiðimenn Tilboð óskast í Sæmundará Skagafirði um laxveiðitímann sumarið 1986. Tilboðum skal skilað til Þorsteins Ásgrímssonar sími 95-6182 fyrir 25. apríl n.k. og veitir hann nánari upplýsingar. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem ereða hafna öllum. Eigum fyrirliggjandi mikið úrval heimilistækja frá SIEMENS. Siemens heimilistækin eru heimsþekkt vestur-þýsk gæðavara. @ rafsjá hf Sæmundargötu 1 Gott verð og frábærir greiðsluskilmálar Sauðárkróki Sími 95-5481

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.