Feykir


Feykir - 16.04.1986, Blaðsíða 5

Feykir - 16.04.1986, Blaðsíða 5
8/1986 FEYKffi 5 Sauðárkrókur: Nýir eigendur að Aðalgötu 21 Um síðustu mánaðamót tók Þórir Hall við rekstri Hótels Torgs, en hann keypti nýlega húseignina að Aðalgötu 21. Þórir er frá Reykjavík, en er nú fluttur á Krókinn. í samtali sem Feykir átti við hann af þessu tilefni kom m.a. fram að hann hyggst reka hótelið með svipuðu sniði og verið hefur, þ.e. að bjóða upp á sjö gistiherbergi og morgunmat. Aðalmarkaðurinn mun áfram, a.m.k. fyrst um sinn, vera með sinn rekstur á neðri hæðinni. Um aðdragandann að kaupunum sagði Þórir, að hann hefði séð húseignina auglýsta til sölu og þegar hann Föstudaginn 18. apríl n.k. opnar Hressingarhúsið kl. 7.00 að morgni með nokkuð breyttum svip. Að sögn eigandans Baldurs Heiðdal, felast breytingarnar einkum í því að sætum verður fjölgað upp í 25 og boðið verður upp á morgunkaffi og meðlæti. í hádeginu verður súpa dagsins og tilbúinn heitur matur auk þeirra rétta, sem hingað til hafa fór að athuga málið hefði honum litist mjög vel á staðinn. „Fram til þessa hefurreksturinn gengið vel og ég sé enga ástæðu til annars en að vera bjartsýnn, því þetta á að geta gengið mjög vel” sagði Þórir að lokum. Sú breyting hefur ennfremur orðið á rekstrinum á Aðalgötu 21 að Ólafur Ólafsson „sælkeri” hefur keypt Aðalmarkaðinn. Að sögn Ólafs hyggst hann reka hann með svipuðu sniði og verið hefur, utan það að hann hefur nú aflað sér leyfis bæjaryfirvalda til að hafa opið á kvöldin og um helgar. verið í boði. Ennfremur verður salatbar á boðstólum. Þá stendur til að mála allt hátt og lágt og snyrta umhverfið. „Okkar stefna er að leggja áherslu á lipra og góða þjónustu jafnframt því hafa það sem allra heimilislegast héma við höfnina” sagði Baldur Heiðdal að lokum í stuttu spjalli við Feyki um starfsemi Hressingarhússins. Hressíngarhúsið við höfnina Atvinnumálaráðstefna Föstudaginn 4. apríl var haldin í Höfðaborg á Hofsósi atvinnumálaráðstefna á vegum þriggja hreppa, Hofsóshrepps, Fellshrepps og Hofshrepps. Um 50 manns sóttu ráðstefnuna, en viðfangsefni hennar vom nýbú- greinar og möguleikar sem þar eru fyrir hendi. Fmmmælendur vom 10 og fjallaði hver um sig um einstaka þætti málsins. Á eftir framsöguerindunum var um- ræðan opnuð og komu margar fyrirspurnir frá fundar- mönnum og bar þar margt fróðlegt á góma. Um loðdýraræktina kom fram, að mjög auðvelt er að fá fjármagn til að hefja slíkan búskap. Mælt var frekar með minka- en refarækt á þeim forsendum að verð minkaskinna hefur staðið í stað undanfarin ár, en verð refaskinna lækkað. Ami Snæbjömsson, ráðunautur, fjallaði um dúntekju sem aukabúgrein og taldi hann mikla möguleika þar fyrir hendi. Hann rakti þá þróun, sem verið hefur í dúntekju á í V-Húnavatnssýslu er starfandi flugbjörgunarsveit. Hún var m.a. kölluð til leitar þegar flugvélin TF-ORM fórst í Ljósufjöllum á dögunum. AUs fóru 14 félagar sveitarinnar vestur og 7 þeirra komust gangandi alla leið að slysstað stuttu eftir að fyrsti snjóbíllinn komst að flugvélarflakinu. Að- stoðuðu þeir við að flytja þá íslandi og sýndi fram á að tekjur af henni hafa verið verulegar öldum saman. Betur hefði þó mátt gera á síðustu árum þar sem dúntekjunni hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Hann tc'di að mjög auðvelt væri að setja upp æðarvarp á þessum slóðum, allt sem þyrfti væri vinnusemi og áhugi, því til- kostnaður væri lítill sem enginn. Þá var mikið rætt um silungsveiði og töldu menn að þar væri um lítt plægðan akur að ræða sem vert væri að sinna. Á síðasta ári tók frystihúsið á Mánudaginn 7. apríl sl. var haldinn aðalfundur Félags sauð- fjárbænda í Skagafirði. Var hann með nokkuð sérstæðu sniði þar sem hann var öllum opinn og í tengslum við hann var sýning á framleiðslu á ullar- og skinnavöru. Samtök þessi voru stofnuð fyrir tæpu ári og voru slösuðu til byggða. Var þetta eina björgunarsveitin sem komst fótgangandi á slysstað. Sveitin er nú nokkuð vel tækjum búin, hún á góða Lapplander bifreið, snjósleða og ýmiss smærri tæki. Nú eru félagar sveitarinnar að innrétta stjórnstöð og aðstöðu til að geyma tækin í gamalli hlöðu að Ytri-Reykjum í Miðfirði. Hofsósi á móti 25 tonnum af silungi sem sendur var á markað í Frakklandi. Reiknað er með að hægt sé að veiða um 500 tonn á ári á öllu Norðurlandi eins og staðan er í dag. Tíðindamaður Feykis hafði samband við Ófeig Gestsson, sveitarstjóra á Hofsósi, og kom fram í máli hans að ráðstefnan hefði tekist mjög vel. Hann hélt að hún kæmi til með að hafa einhver áhrif í þá átt að menn þreifi á þessum málum. „Aðal- atriðið er að hægt er að gera eitt og annað og það er engin ástæða til að leggja hendur í skaut og bíða eftir dauða sínum” sagði Ófeigur að lokum. stofnfélagar alls 237. En megin markmið félagsins er að auka neyslu dilkakjöts og koma því í auknum mæli á framfæri erlendis. I viðtali við Borgar Símonar- son frá Goðdölum, formann félagsins var mæting á fundinum mjög góð eða liðlega 100 manns, og sýningin mjög vel heppnuð. Ennfremur kom fram í máli hans að landsfundur Samtaka sauðfjárbænda yrði að öllu forfallalausu haldinn að Hólum nú í lok ágúst. Stjórn félagsins var endur- kosin og í fundarlok voru alls samþykktar 8 ályktanir, um ýmiss mál er tengjast sauðfjár- búskap og úrvinnslu sauðfjár- afurða. Feykir mun síðar gera ályktun- unum frekari skil. Komust á slysstað Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Skagafirði > Auglýsing Húsnæðislausn Aiþýðuflokksins höfðar til unga fólksins Byggðar verði eða keyptar 6000 íbúðir á landinu á næstu 10 árum með kaupleigufyrirkomulagi. 80% lána komi úr Byggingarsjóði verkamanna eða Byggingarsjóði ríkisins og 20% frá sveitarfélögum eða félagasamtökum. Sveitarfélagið telst eigandi íbúðar og ráðstafar henni. Leigjandi greiði fasta húsaleigu sem fer til greiðslu afborgana og vaxta en á einnig rétt á að kaupa íbúðina óski hann þess. Þá er gerður samningur um endurgreiðslu á hlut sveitarfélagsins og getur greiðslutíminn numið allt að 30 árum. Heimilt er að flytja áunnin réttindi milli sveitarfélaga og innan sama sveitar- félags - þannig er átthagafjötrum aflétt. Félagasamtök, lífeyrissjóðir og laun- þegasamtök geta komið í stað sveitarfélaga sem framkvæmdaaðilar. Engin útborgun einungis mánaðar- greiðslur. X-A Kjóstu Alþýðuflokkinn í vor og þá verðurþú þátttakandi i öflugri sókn og uppbyggingu á Sauðárkróki X-A

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.