Feykir - 16.04.1986, Blaðsíða 8
8 FEYKIR 8/1986
Húnvetnsk uppfimting:
Nýr plógur til skelfiskveiða
„Þeir plógar, sem ég vonast til
að geta smíðað í sumar og haust
verða verulega endurbættir og
breyttir frá þeim plógum, sem ég
hef verið að selja fram að þessu”
sagði Einar Jóhannesson í
samtali við blaðamann. „Ég er
því ekkert mjög hræddur við
samkeppni þó að svo fari að
einhverjir Noiðmenn fari að
reyna að smíða plóga eftir þeim
sem ég hef þegar selt þangað. Ég
er í stöðugu sambandi við
sjómennina sem eru að nota
þessi tæki og lagfæri og
endurbæti eftir þeirra ábendingum.
T.d. hef ég nú smíðað alveg
nýjan lokunarbúnað, en hinn
fyrri reyndist ekki nægjan-
lega góður”.
Einar sagði að það færi eftir
fjármagnsfyrirgreiðslu hve mikið
hann gæti smíðað af plógum í
sumar til þess að eiga á lager í
haust þegar vertíð byrjar. I því
sambandi gat hann þess að hann
hefði fengið góða fyrirgreiðslu
hjá Landsbankaútibúinu á Skaga-
strönd, og ráðamenn á þeim bæ
skildu nauðsyn þessara tilrauna
mjög vel.
Smíðarnar stundar Einar að
verulegu leyti í bílskúrnum
heima hjá sér og er hann þar
jafnan með 2-3 menn í vinnu.
Þar eru t.d. allar motturnar í
plógana smíðaðar. Hins vegar
hefur annar aðili á Blönduósi,
sem á allgott vinnupláss smíðað
mest af plógunum fyrir Einar og
sett tækin síðan saman. Einar
sagði að það stæði þessari
framleiðslu mjög fyrir þrifum að
geta ekki verið með alla vinnuna
á einum stað, en til þess þyrfti
^---
a.m.k. um 300 m2 húsnæði.
Þessir plógar Einars eru um
margt frábrugðnir öðrum plógum
til skelveiða. T.d. eru í þeim
lausir rimlar, sem varna því að
stórt grjót komist inn í pokann.
Einnig verður það til þess að
hægt er að fiska á ósléttari botni
og þar fiskast betur. Ákveðinn
búnaður verkar þannig að
rimlarnir þrýstast niður og
fylgja botninum betur.
Onnur nýjung er sú að hleypt
er aftur úr pokanum og verður
það til þess að mun fljótlegra er
að losa aflann úr honum en
öðrum gerðum. Þriðja nýjungin
er sú að á plógnum er vængur,
sem gefur möguleika á að hafa
styttri togvíra. Sparar það
mikinn tíma þegar halað er um
borð.
í lok samtalsins sagðist Einar
vera með ýmsar nýjar hugmyndir
um tæki til nota í sjávarútvegi,
en þó sérstaklega í sambandi við
skelveiðar. „En það fer allt eftir
fjármagni og annarri fyrirgreiðslu
hvað af því kemst í framkvæmd”
sagði hann. „Mig langar mikið
til þess að færa út kvíarnar og
keppa við þessa karla, sem eru í
þessari framleiðslu í Kanada og
víðar. Við Islendingar eigum
mjög góða iðnaðarmenn, sem
fyllilega standa iðnaðarmönnum
annarra þjóða á sporði. Þá þarf
að nota betur en hingað til hefur
verið gert”.
Verókönnun geró á vegum verkalýósfélaga
á Sauöárkróki 7. april 1986.
KÖNNUN VERÐLAGSSTOFNUNAR 10.-12. marz '86 & Verðgesia
Vörutegundir Alg. vcrö i slórmorkuðum á hoíuðb v\ Alg. verd i kjorbúð á hofuðh.sv. Nafn a búð: Aóal markaöurinn Nafn á búð: Kjörbúó i//Skaqf .br. Nafn á búð: Matvörubúóin Nafn á búð: Skagfiröinge búö Nafn á búð: Verzlun Haraldar Júl Nafn á búð: Verslunin Tindastól1
1 ■■liihilki 140-150 kr. 140-160 kr. 145-60 145.6o
160-170 kr. 160-180 kr. 1R4.no * 190.no * 169.00 *
Uéalk| 32-35 kr. 35-40 kr. 47.oo 43.00 45.00 37,20 52,00
Wvcv tk* Mpj. 454 gr. 33 kr. 35 kr. 34,6o 39,6o 38,3o 33,8o 39,oo 38,7o
Puaraap 142g 33 kr. 36 kr. 31 f 35.15 35.15 35.oo 34.9o
IMy’HéwXuRli 37 kr. 40 kr. 42, lo 43,9o 43.9o 46,9o
33 kr. 37 kr. 36 f 25 31 11 5
K.lÍMimt*HrHi| 31 kr. 35 kr. 32,8o 36,4o 32,7o 37,5o 23,55 37,4o
OnMÉMrlMf 32 kr. 36 kr.
Nttqakk kjfcéaMÉI 440 g Mkr. «1 kr. 97,00 103,15 94,4o
GmIMI 11-13 kr. 11-13 kr. 13,35 11.5o 11,7o
moviI U-U kr. 12-14 kr. 11,00 14,9o 14.95 14.4o
MIMI 11-13 kr. 12-14 kr. 11.00 14.9o 15,oo 12,95 12,oo 14,40
53 kr. 42 kr. 64.oo 63.3o 66.7o 56.5o 64,3o
ln| illi ÉiH S5#t 43 kr. 72 kr. 73,85 66,6o
Vci þvdtaArfl 744 g étkr. 44 kr. 60.35 68,3o 64,65 76,8o
31 kr. 41 kr. 44,4o 44,3o 43,oo
31 kr. 35 kr. 34.00 31.6o 31.6o
5»;, 43 kr. 47 kr. 48,5o 44,4o 52,8o
Einar Jóhannesson að kenna mönnum handtökin við plóginn.
Stefán Jósefsson skipstjóri:
Plógurinn kemur rosalega vel út
/ samuarfl Alþýdusambandsfélaganna og neyt-
tndafélaga einstakra byggðalaga mun verð á
þetsum ogfltiri vörum verða kannað víðs vegar um
landið tuesiu daga.
Eyða raerkir að varan
er ekki til.
ALPÝÐUSAMBAND
ÍSLANDS
„Þessi plógur frá Einari hefur
komið rosalega vel út hjá mér”
sagði Stefán Jósefsson skip-
stjóri á Skagaströnd í samtali
við blaðamann. „Það er allt
annað að veiða með þessu
verkfæri, en þeim plógum, sem
við notuðum áður. Til marks um
það get ég sagt að við vorum
hættir að reyna hörpudiskveiðar
hér út með Skaganum í janúar
vegna þess að við veiddum
ekkert. Síðan fengum við plóg
frá Einari og höfum haft ágætis
afla síðan”.
Stefán sagði að allir bátarnir á
Skagaströnd hefðu nú fengið
plóg frá Einari. Verðlag á
þessum plógum sagði hann
sambærilegt við aðra plóga, en
gæðin öll önnur.
(mó)
ferm
Til
Skartgripir
Trimmgallar wlMfp
Sængur og koddar w
Útvarp og Kasettubönd
Útvarpsklukkur '
Vasadiskó
Bakpokar
Orðabækur
Atlas bækur og hnettir
Silver Reed reikni- og teiknivélar
Ritvélar
Pennar
Svefnpokar
Úr og klukkur
Myndavélar
Hnakkar og beisli
Hljómplötur
Rakvélar
Hárliðunartæki
Hárblásarar o.fl.
vasatötvur Kaupfélag Húnvetninga
Trivial Persuite spurningaspil Vefnaðarvörudeild
Sængurverasett Byggingavörudeild