Feykir - 16.04.1986, Blaðsíða 7
8/1986 FEYKIR 7
Merkt héraðsrit
Björn heitinn Bergmann, sem lést á síðastliðnu vori var mikill
áhugamaður um útgáfu Húnavöku. Hann lagði ritnefndinni mikið lið
við það að undirbúa handrit til prentunar og lesa prófarkir. Hér er
hann að yfirfara handrit ásamt Magnúsi B. Jónssyni ritnefndarmanni
á Skagaströnd. Ljósm. Unnar.
Á hveiju ári gefur Ungmenna-
samband Austur-Húnvetninga út
ritið Húnavöku. I Húnavöku
birtist jafnan íjölbreytt þjóðlegt efni
tengt Húnaþingi. Þá er þar
ýtarlegur fréttaannáll um atburði í
héraði á liðnu ári og allra Austur-
Húnvetninga sem látast er minnst í
ritinu með því að birta stutt
æviágrip og mynd af hinum látnu.
Þá eru jafnan ljóð og stökur í þessu
veglega héraðsriti.
Húnavaka kom fyrst út árið
1961. Þá var hún fjölrituð og var
svo einnig ári síðar. Eftir það hefur
Húnavaka ætíð verið prentuð. Ekki
hafði Húnavaka komið út í mörg
ár þegar þetta var orðin um og yfir
200 síðna bók og í ár er ritið um 300
síður. Fyrir nokkrum árum var
hafist handa um það að
endurprenta fyrstu árganga ritsins
en þeir voru þá löngu uppseldir. Er
nú búið að endurprenta 8 fyrstu
árgangana og stefnt að því að
endurprenta 9. árganginn á þessu
ári.
í upphafi voru þeir Þorsteinn
Matthíasson skólastjóri á Blöndu-
ósi og Stefán Á. Jónsson
Kagaðarhóli ritstjórar Húnavöku.
Síðan Þorsteinn flutti úr héraði
hefur Stefán verið einn ritstjóri.
Með honum starfar síðan ritnefnd,
sem kjörin er á Héraðsþingi
USAH.
Húnavaka kemur jafnan út um
sumarmálin, en þá stendur jafnan
yfir hin árlega skemmti- og
fræðsluvaka Ungmennasambands
A-Hún, Húnavaka. 1 þeim árgangi
sem nú er væntanlegur verður m.a.
viðtal við Karl bónda í Víkum á
Skaga, en hann kann frá mörgu að
segja. Þá birtist þar grein eftir
Magnús heitinn á Syðrahóli um
rán í Höfðakaupstað, en þessi grein
hefur ekki birst áður. Ingvar
Þorleifsson í Sólheimum skrifar
um Færeyjaför 1984 og birt er
sjóhrakningasaga, sem skráð er
eftir frásögn núlifandi manna, er
upplifðu umrædda atburði.
Grein er í ritinu eftir dr.
Hermann Pálsson um Hallfreð
vandræðaskáld og Kristinn Pálsson
á Blönduósi skrifar um sjaldgæfa
fugla í Húnaþingi. Birt er grein
eftir Björn heitinn Bergmann og
sr. Árni Sigurðsson skrifar 100
ára minningu Ásgeirs Einars-
sonar á Þingeyrum. Þá er
Aldarminning Hafsteins Péturs-
sonar á Gunnsteinsstöðum eftir
Grím Gíslason.
Tvær smásögur eru í Húna-
vöku. Önnur er eftir Birgittu
Halldórsdóttur á Leifsstöðum
og hin eftir Sólveigu Stefáns-
dóttur á Kagaðarhóli. Þá eru
kvæði eftir Rúnar Kristjánsson,
Kristján Hjartarson, Þóið Þorsteins-
son og Ingibjörgu Sigfúsdóttur.
Einnig er birtur vísnaþáttur sem
Sveinbjörn Magnússon hefur
tekið' saman. Þá eru í ritinu
nokkrar gamlar og mjög merkar
myndir. Greinar í ritinu eru
Stefán Á. Jónsson ritstjóri
Húnavöku á ritnefndarfundi.
Ljósm. Unnar.
einnig flestar prýddar myndum
og mikið er af fréttamyndum í
ýtarlegum fréttaannál. Þá er
ótalin grein um Blönduvirkjun
með góðum skýringarmyndum.
Þessi grein er eftir Svein
Þorgrímsson staðarverkfræðing.
Rit sem Húnavaka hefur mikið
menningargildi. Fjölmargir athyglis-
verðir þættir hafa verið skráðir
og birtir í Húnavöku. Hefði það
ekki verið gert væru ýmsir
merkir atburðir nú gleymdir.
Ritstjóri og ritnefndarmenn
hafa verið ólatir að taka viðtöl
við fólk, sem hefur haft frá ýmsu
að segja og aðrir hafa verið
hvattir til þess að skrifa greinar
til birtingar í ritinu. Allt þetta
starf hefur verið unnið í
sjálfboðavinnu.
(mó)
t
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem auðsýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu
Guðrúnar Sigurðardóttur
Halldórsstöðum Skagafírði
Guð blessi ykkur öll
Halldór Gíslason
Sigurður Halldórsson
Ingibjörg Halldórsdóttir Þorvaldur Árnason
Sigrún Halldórsdóttir Sverrir Svavarsson
Björn Halldórsson Hrefna Gunnsteinsdóttir
Efemía Halldórsdóttir Björn Jóhannsson
Erla Halldórsdóttir Jón Alexandersson
Skúli Halldórsson Erla Hauksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
^OLUBOÐ
16. apríl til 30. apríl
Sanitas eplasafi 1 líter ....... 68.25
Sanitas sítrónusafi 1 líter. 68.25
Sanitas bl. ávaxtasafi 1 líter . 75.85
Sanitas tómatsósa 570 gr.... 44.50
Finnskur molasykur 1 kg..... 36.50
Skagamold 3 I.............. 32.00
Skagamold 6 I.............. 58.70
Hreppamold 3 I............. 32.00
Hreppamold 6 1.............. 58.70
Dömu- og herradeild:
Sumarvörumar eru komnar
Kápur Stakir jakkar
Jakkar Buxur
Buxur Skyrtur
Pils Peysur
Blússur Bolir
Bolir Bindi
DBS reiðhjól 28” verð frá 13.700.00
BMX reiðhjól 20” verð frá 8.536.00
\kíglirt)ingabúi)
Þú þarft ekki annað!
Tilboð
ZEROWATT ÞVOTTAVÉLAR
5304 KR. 21.364.00 STAÐGR.
8015 KR. 24.100.00 STAÐGR.
TEC SJÓNVARPSTÆKI 20 TOMMU
M/ÞRÁÐL. FJARST. KR. 32.699.00 STAÐGR.
TEC MYNDSEGULBAND
M/ÞRÁÐL. FJARST. KR. 44.518.00 STAÐGR.
Nýkomið í sportvörudeild:
Glansgallar - Stuttbuxur - Bolir - Sportskór
Fótboltaskór - Reiðstígvél - Reiðbuxur
Reiðtygi - Skeifur
Nú fer sjóbirtingurinn að koma,
og laxinn er líka á leiðinni.
Við minnum stangaveiðimenn á að yfirfara veiðarfærin fyrir
vertíðina og kaupa það sem vantar.
Við höfum sett það sem til erfram í búðinaog nýjarsendingar
veiðarfæra koma næstu daga.
Það eru sömu góðu merkin. Mitchell, Abu og Shakespeare,
auk margra annara.