Feykir


Feykir - 25.06.1986, Síða 4

Feykir - 25.06.1986, Síða 4
4 FEYKIR 13/1986 Sauðárkrókur: Samstarfsyfirlýsing nýs meirihluta Þorbjörn Árnason nýkjörinn forseti bæjarstjórnar í ræðupúlti. Fyrsti fundur nýrrar bæjar- stjórnar á Sauðárkróki var haldinn miðvikudaginn 18. júní sl. Fundurinn hófst með því að Magnús Sigurjónsson fráfarandi forseti bæjarstjórnar minntist Guðjóns Sigurðssonar bakara, sem lést þann 16. júní sl. Síðan fór fram kjör í embætti, ráð og nefndir á vegum bæjarins. Þorbjörn Arnason var kosinn forseti bæjarstjórnar og Björn Sigurbjörnsson formaður bæjar- ráðs. Þá var eftirfarandi yfir- lýsing lögð fram: „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisllokks, Alþýðuflokks og Óháðra í bæjarstjórn Sauðárkróks hafa komið sér saman um mcirihluta- samstarf innan bæjarstjórnar kjörtímabilið 1986-1990. Þar sem það er álit nýrra samstarfsaðila í meirihluta bæjar- stjórnar Sauðárkróks að fjár- hagsstaða bæjarsjóðs og stofnana bæjarins sé mjög slæm, teljum við nauðsynlegt að endur- skoðandi bæjarins vinni nú þegar úttekt á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs og stofnana bæjar- ins og geri jafnframt greiðslu- áætlun til áramóta. Þá verði lögð fram greiðsluáætlun á skamm- tíma- og langtímaskuldum fyrir árið 1987. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1986 verði endurskoðuð ef þörf krefur. Samstarfsflokkamir em sammála um að eitt af meginverkefnum bæjarstjórnar sé að halda uppi fullri atvinnu í bæjarfélaginu að svo miklu leiti sem það er í hennar valdi. Með tilliti til mjög slæms atvinnuástands, sjómanna, fiskvinnslufólks og ungiinga munu meirihlutaflokkarnirtaka þessi mál til sérstakrar athugunar nú þegar. Samstarfsaðilar eru sammála um að fjárhagur hita- og vatnsveitu verði aðgreindur frá bæjarsjóði. Dagvextir verði reiknaðir eftir því sem skuldir myndast. Bæjarsjóður hafi að- gang að lánsfé hjá veitunum eftir því sem fjárhagur þeirra levfir. Fleiri framleiða Á ný verði hafist handa um uppbyggingu hafnarinnar m.a. með aðstöðu fyrir smábáta. Unnin verði ný gatnagerðar- áætlun og hún framkvæmd eftir fjárhagslegri getu. Hafist verði handa um byggingu bóknámshúss Fjöl- brautarskólans á Sauðárkróki. Grunnskólarnir verði efldir eftir því sem tök eru á og nú þegar verði gengið frá lóðum allra skólanna. Fundin verði lausn á húsnæðismálum Tónlistar- skólans. Bæjaryfirvöld munu beita sér fyrir könnun á byggingu kaupleigu íbúða. Könnun verði gerð á þörf fyrir dagvistun barna og unnið að lausn þeirra mála. Bæjaryfirvöld beiti sér fyrir stækkun Sauðárkróksflugvallar með það í huga að hann verði varaflugvöllur fyrir millilanda- nug” Önggismálanámskeið fyrir sjomenn a Sauðarkroki Guðjón Sigurðsson bakarameistarí látinn Guðjón Sigurðsson bakara- meistari á Sauðárkróki lést þann 16. júní síðastliðinn. Guðjón fæddist að Mann-. skaðahóli á Höfðaströnd 3. nóvember 1908. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Sveinsson og Guðbjörg Sig- mundsdóttir. Misseris gamall fór hann í fóstur til föðurbróður síns. Árið 1927 flutti hann til Sauðárkróks og hóf nám í bakaraiðn hjá Snæbimi Sigurgeirssyni bakara- meistara. Til Kaupmannahafnar hélt Guðjón árið 1930 til að fullnuma sig í iðngreininni og kom aftur til. Sauðárkróks tveim árum síðar. Hann tók við rekstri Sauðárkróksbakarís er Snæbjörn lést haustið 1932. Kona Guðjóns var Olína Björnsdóttir. Börn þeirra voru þrjú; Elma Björk er lést 1984, Birna og Gunnar Þórir. Guðjón ól upp ásamt Olínu fimm börn hennar af fyrra hjónabandi. Olína kona hans lést árið 1980. Guðjón var þekktur af virkni í ýmiskonar félagslífi. Hann var meðlimur í ung- mennahreyfingunni um langt skeið, sat í stjórn Leikfélags Sauðárkróks og var formaður þess sama félags í áratug. Guðjón starfaði lengi í Rótaryklúbbi Sauðárkróks, var fyrsti formaður Iðnaðar- mannafélags Sauðárkróks og starfaði mikið fyrir lands- samtök bakarameistara og iðnaðarmanna. Ótalin eru þau mörgu trúnaðarstörf sem Guðjón gegndi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og samtök hans í Skagafirði. Hann var kosinn í hreppsnefnd Sauðár- krókshrepps árið 1946 og ári síðar í bæjarstjórn, er Sauðárkrókur hlaut kaup- staðarréttindi. I bæjarstjórn sat hann óslitið til 1974 og var þar af tvö kjörtímabil forseti bæjarstjómar. Guðjón var fréttaritari Morgunblaðs- ins til margra ára. Með Guðjóni er genginn persónuleiki, sem mikinn svip setti á bæjarlífið hér á Króknum fyrr og síðar. Feykir vottar aðstandendum innilegustu samúð sína. hellur I síðasta tölublaði Feykis, þar sem sagt var frá stofnun Bæjarhellunnar sf. á Sauðár- króki var m.a. fullyrt að það væri eina fyrirtækið í kjör- dæminu, sem framleiddi hellur. Hér mun ekki hafa verið farið með rétt mál. Vilhelm Guðbjarts- Skagfirðingar eru manna mestir Þau orð hafa verið látin falla um Skagfirðinga að þeir séu mestir hestamenn, mestir kvenna- menn, mestir hreystimenn, mestir drykkjumenn og allra manna verstir með víni. Alltaf bætist við afrekalistann, og nú í ljósi nýjustu frétta vilja menn fullyrða að Skagfirðingar séu mestir knattspyrnumenn. Sem lýðum er kunnugt er danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Frank Arnesen kominn af Skagfirðingum í beinan karl- legg. Langafi hans var Geirlaugur Ámason, Ámasonar frá Hvamm- koti á Höfðaströnd eftir þvi sem ættartölumeistarar Þjóðviljans og Sögufélags Skagfirðinga telja. Heldur kemur það sér illa fyrir Tindstælinga að Frank þessi skuli ekki lúta átthaga- fjötrum af nokkru tagi. (ivj) son framkvæmdastjóri Steypu- þjónustunnar á Hvammstanga hafði samband við blaðið og kom fram í máli hans að á Hvammstanga er starfrækt fyrirtækið Steypuþjónustan hf., sem er í eigu nokkurra aðila þ.á.m. hreppsins og kaupfélags- ins. Steypuþjónustan hf. rekur alla almenna verktakastarfsemi og steypusölu auk þess sem þar eru framleidd steinrör, brunnar og fjórar gerðir af gangstéttar- hellum. (jgj) Dagana 10.-12. júní stóð yfir námskeið í öryggismálum fyrir sjómenn á Sauðárkróki. Var það haldið á vegum slysavarnar- deildarinnar Skagfírðingasveitar í samvinnu við Slysavarnarfélag Islands. Þrír leiðbeinendur voru á námskeiðinu. Frá Slysavamar- félagi Islands komu þeir Þor- valdur Axelsson og Þórir Gunnarsson og Höskuldur Einarsson frá Landssambandi slökkviliðsmanna. Þorvaldur Axelsson var spuiður eftir því hver væri tilgangur námskeiða af þessu tagi. „Að kenna mönnum að komast af og tóra þar til hjálp berst er markmiðið, og einnig að hrista upp í mönnum þannig að 1 f Hljómsveitin Fást hefur störf að nýju Hljómsveitin Fást hefur hafið störf að nýju eftir nokkra hvíld. I sumar mun hljómsveitin vera skipuð eftirtöldum: .Egir Ásbjömsson: gítar og söngur. Magnús Helgason: söngur. Kristján Baldvinsson: trommur. Sigurður Ásbjömsson: hljómborð. Ulfar Haraldsson: bassi. Hljómsveitin mun leika nýjustu lögin hverju sinni auk gamallra góðra laga. öryggismál hætti að vera feimnismál”. Þorvaldur sagði að sá hópur sem verið hefði á þessu námskeiði væri góður og þar hefðu komið saman menn með margþætta og misjafna reynslu. Þórir Gunnarsson og Höskuldur Einarsson útskýrðu nánar hvemig staðið er að þessum nám- skeiðum. Að þeirra sögn standa þessi námskeið þrjá daga að jafnaði, en því miður væri ekki hægt að hafa þau lengri, eins og þegar óhapp hendir, skyndi- hjálp, slökkvistörf og með- höndlun öryggisbúnaðar. Segja má að megintilgangurinn sé þó að vekja menn til umhugsunar um eigið öryggi og eigið líf. Þeir félagar Höskuldur og Þórir sögðust binda miklar vonir við að varðskipið Þór sem nú er verið að gera upp sem æfinga- og kennsluskip kæmi að góðum notum við öryggis- fræðslu fyrir sjómenn. Að lokum vildu þeir þakka M.a. var æfing í því að komast í gúmmíbjörgunarbáta. efnið biði uppá m.a. vegna inniverutíma skipa. Þetta kæmi fram í því að yfirferð væri allt of hröð. Nú er um ár liðið síðan farið var af stað með námskeið þessi og er helst að þakka góðri samvinnu við björgunarsveitir, sjómenn og slökkvilið víðsvegar um land hve vel hefur gengið. Á jafn stuttum tíma og námskeiðin standa er reynt að kenna mönnum grundvallarviðbrögð hvernig bregðast á við öllum hér á Sauðárkróki sem hlut áttu að þessu námskeiði fyrir þeirra framlag en þó sérstaklega slökkviliði Sauðár- króks. En hvað höfðu sjómenn að segja um gildi námskeiðsins. Stefán Pálsson sjómaður: „Það er margt sem rifjast upp fyrir manni, en helst breytir þetta hugsunarhættinum og viðhorfunum hjá manni, sem gjarnan hafa verið þau aðekkert komi fyrir hjá mér”. (ivj)

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.