Feykir


Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 3

Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 3
42/1987 FEYKIR 3 Sr. Gísli Gunnarsson: Miiin frið gef ég yður Nóttin var svo ágœt ein, í allri veröldu Ijósið skein, það er nú heimsinsþrautarmein að þekkja hann ei sem bœri. Með vísnasöng eg vögguna þína hrœri. Þetta fagra vers séra Einars Sigurðssonar í Heydölum fjallar um jólanóttina og þá atburði er þá gerðust, þegar Ijósið kom í heiminn, þegar Jesús Kristur fœddist hér á jörðu. Jólahátíðin er nálœg og enn skín Ijósið í veröldinni, lýsir upp huga okkar og umhverfi, og helgar stundirnar, sem við eigum saman í nafni hans, er fœddist á jólanóttu íBetlehem. Spádómsorð Jesaja berast í gegnum aldimar og boðskapur þeirra verður skýr: ,,Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið Ijós. Yfir þá, sem búa I landi náttmyrkranna, skín Ijós..., því að barn er oss fœtt, sonur er oss gefinn. ” framþróun mannkynsins til hins góða í krafti upp/ýsinga og tækniframfara, þá hefur sagan sýnt hversu vegvilltir mennirnir eru oft á tíðum, er þeir taka lög og siðareglur I eigin hendur og hyggjst þannig umskapa heiminn eftir sínu höfði. Jólahátíðin bendir ætíð á kærleikann sem það afl, er til sigurs leiðir, og býður okkur að lúta þeim Guði, sem er kærleikur I eðli sínu og hugsun. Þessi hugsun Guðs birtist okkur í Jesú Kristi, sem við á jólum sjáum sem lítið barn í jötunni í Betlehem. Umhverfis jötuna sjáum við menn og skepnur, öllsköpunin ber fæðingunni vitni, bæði í hinu lágreista gripahúsi og eins í himingeimnum, þarsem stjörnurnar rita sín tákn á þrotlausum ferðum sínum. Og þessi frásaga af fæðingu Frelsarans býr yfir þeim mætti, að vekja kærleika í nstvinum. finnur aldrei sárar fyrir einmanaleika en einmitt á jólum. Þess vegna má engum gleyma. Húsmóðir ein sagði eitt sinn, að það væri ein setning er heyrðist ofl er líða tæki að jólum og að þessi setning hefði öðlast sérstaka merkingu hjá húsmæðrum og hljóðaði svo: „Ertu búin að öllu?”. Vissulega er átt við það með þessari spurningu, hvort hin venjulegu undirbúningsverk á heimilunum væru að baki. En þessi húsmóðir spurði: „Hefurðu ekki gleymt neinu?”. Hefurðu verið þeim, sem þú umgengst, til ánægju með viðmóti þínu og verkum? Hefurðu reynt að láta gott af þér leiða þegar tækifœri hafa gefist?". Það er hverjum manni hollt að spyrja sig slíkra spurninga einmilt á jólum, þegar Guð er sjálfur gestur hér, gestur I þeirri sérstöku merkingu, að c dagamun á fátækum heimilum. En við /estur jólaminninga kemst maður ekki hjá því að sjá, hversu jóladagarnir hafa verið mjög frábrugðnir öðrum dögum. Það gerir þessa daga sérstaklega minnisstæða og hátíð/ega, ekki hvað síst ef horft er til baka á fullorðins aldri til bernskuáranna. Það væri fróðlegt að sjá hvað börn okkar og unglingar telja eftirmimilegast á sínum bemsku- jólum, Þegar þau líta yfir farinn veg seinna meir. Þeir atburðir eru okkur öllum minnisstæðastir, sem hafa varanleg áhrif á líf okkar og hugsun. Jesús Kristur fæddist hér á jörðu til þess að hafa slík varanleg áhrif á alla þá er honum kynnast. Um það vitnaði engillinn forðum á Betlehemsvöllum er hann flutti jólaboðskapinn: ,, Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum. Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.” Og svarið við þessum boðskap var og er: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á". Megi friður Guðs vera með okkur öllum á heilögum jólum og á komandi tímum. Megi friður Guðs færa heimi okkar blessun og kærleika, - það er bæn jólanna og það er tUgangur jólahátíðarinnar, að kærleikur Guðs, eins og hann birtist okkur í Jesú Kristi, megi opna augu okkar fyrir dýrð Guðs. Lofið og dýrð á himnum hátt honum með englum syngjum þrátt, friður á jörðu og fengin sátt, fagni því menn sem bæri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Gleðileg jól. Glaumbæjarkirkja. Þessi spádómur varð að veruleika jólanóttina forðum og endurómar í munni englanna á Betlehemsvöllum: „ Yður er í dagfrelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. ” En við íhugun þessara gleðifrétta, koma áminningar- orð séra Einars upp í hugann, er hann segir í sálminum: „Það er nú heimsins þrautar- mein að þekkja hann ei sem bæri. ” Þessi sálmur var ortur á 16. öld og þó að fjórar aldir skilji okkur og sálmahöfundinn að, þá finnum við, að enn ídag eru þessi orð hans sönn og í tíma tö/uð. Þrátt fyrir bjartsýni og tiltrú fólks þessarar aldar á hjörtum okkar, sem okkur er Ijúfara að bera vitni um og sýna í verki á jólum en endranær. Öll þekkjum við þetta hugarfar kærleikans, sem jólin bjóða okkur að sýna og við erum minnt á, að þetta hugarfar beinist einnig að okkar minnsta bróður, beinist að þeim sem þurfandi er, hvort heldur er fyrir ást og umhyggju eða þá aðstoð er mæld verður til fjár. Jólahátíðin er hátíð sem öll fjölskyldan sameinast um, hátíð sem ástvinir reyna að eiga saman í friði og ró. En jólin geta verið ýmsum erfið, einmitt vegna þess, að þau eru táknræn fyrir vináttu og frið. Sá sem enga fjölskyldu á, eða er fjarri hann vitjar okkar og spyr: -Er rúm fyrir mig og trúna á mig í lífi þínu? Þetta er ekki og getur ekki verið spurning, sem við svörum íeitt skiptifyrir öll og hugleiðum síðan ekki meir. Þessi spurning hlýtur að vakna oft I aðstæðum okkar daglega lífs, og við finnum öll hversu auðvelt er að bregaðast honum, sem við nú leitum til í trú okkar og tilbeiðslu. Það er hin sama trú og forfeður okkar áttu og jólahátíðin er hin sama, þó ytri umbúnaður haft breyst mikið á síðustu áratugum. Sjálfsagt hættir okkur til að sjá, gamla jólahaldið í róman- tískum blæ, því að oft hefur verið erfitt að gera sér

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.