Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 19
42/1987 FEYKIR 19
Hvað á að gera víð orkuna
Um þær mundir, sem
þessar línur komast á blað, er
sendinefnd frá Bretlandseyjum
hér á ferð til þess að ræða við
forráðamenn Landsvirkjunar
um sölu á orku þangað frá
virkjunum hér á landi.
Um alllangt skeið hefur
slík orkusala verið meira og
minna til umræðu, en hingað
til hefur verið talið, að með
þeirri tækni, sem menn ráða
yfir nú, sé slíkt óhagkvæmt
vegna þeirrar rýrnunar, sem
verður í leiðslum á svo langri
leið. Nú virðist hinsvegar,
sem ný viðhorf séu að
skapast í orkuflutningsmálum,
og megi skoða slíkar hugmyndir
í fullri alvöru. Það eitt, að
forráðamenn Landsvirkjunar
skuli taka sér góðan tíma til
að ræða við sendinefnd þessa
sýnir alvöru málsins, jafnvel
þótt staða þess fyrirtækis
sem nefndin kemur frá, sé
jafn þoku hulin og raun ber
vitni.
Nú má auðvitað segja sem
svo, að mál þessi séu svo
sérhæfð, að almenningur eigi
þess engan kost að setja sig
svo vel inn í þau, að hægt sé
að taka grundaða afstöðu til
þeirra. Mikið rétt, en á þeim
eru líka fleiri hliðar en þær
tæknilegu. Vissulega má
ætla, að ráðamenn hjá þessu
öflugasta fyrirtæki íslands,
Landsvirkjun, láti sig það
einu gilda, hver skoðun
almennings er á málunum,
það hefur reynslan sýnt. Það
er e.t.v. líka skynsamlegast,
því almenn umræða um
dægurmál hér er oftast á því
“plani”, að skynsemi verður
trauðla við komið. Hvað um
það, hér er um svo viðamikil
mál að ræða, að væntanlega
getur það ekki talist óþjóð-
hollusta að láta í ljósi skoðun
sína.
Að frátöldum fiskimiðunum
við landið, er orka í
fallvötnum og jarðhita eina
umtalsverða náttúruauðlind
Islands. Uppruni og eðli alls
bergs á landinu er þess eðlis,
að hér er fátt eða ekkert
nýtanlegra jarðefna. Flestum
eru einnig orðnar ljósar
takmarkanir landsins til
landbúnaðar. Við verðum
því að gera okkur ljóst, að
nýting orkulindanna, sem
eru takmarkaðar, ræður
úrslitum um hver lífskjör við
getum búið okkur og
afkomendum okkar. Þetta
eru að vísu staðreyndir, sem
flestum eru ljósar, en því er
þetta nefnt hér, að sú
orkusala, sem fyrr er nefnd,
er í svo stórum stíl, að ætla
má að allir okkar hag-
kvæmustu virkjunarvalkostir
verði fyllnýttir í hennar þágu,
ef af verður. Gert er ráð fyrir,
að fimm virkjanir, sem
tilbúnar eru á teikniborðinu,
ef svo má segja, verði
fullnýttar vegna þeirra orku-
söluhugmynda, sem nú er
rætt um.
Það atriði, sem venju-
legum meðaljóni íslenskum
verður fyrst hugsað til í þessu
sambandi er það, að sú orka,
sem þannig yrði seld úr landi,
yrði lítt eða ekki atvinnu-
skapandi til frambúðar fyrir
okkur sjálfa. Efalaust má
færa fyrir því gild rök, að
ijármunamyndun yrði veruleg
á þann hátt, að Landsvirkjun
TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 95
Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2
Efstaleiti 1
150 Reykjavík
Merkt Tónlistarkrossgátan
yrði enn öflugara og auðugra
fyrirtæki. En ætla má, að það
eitt út af fyrir sig skapaði
fólki ekki viðunandi lífs-
afkomu. Reynslan hefurekki
sýnt okkur mikinn árangur í
þá áttina, því rafmagnsverð
hér á landi, svo dæmi sé
tekið, erekki með þeim hætti,
að til verulegra búbóta megi
telja.
Ætla mætti, að landsfeður
myndu stefna að því að nýta
hagkvæma orkuvinnslu sem
mest til þess að skaða atvinnu
fyrir hendur framtíðarinnar.
En ef til vill hafa þær
kannanir, sem farið hafa
fram leitt í ljós, að örðugt sé
að hylla til sín erlend
fyrirtæki eða stofna innlend
til þess að nýta orkuna vegna
þeirra markaðsaðstæðna, sem
lega landsins skapar. Vera
má, að sú staðreynd, að þetta
er rætt í jafn mikilli alvöru og
raun ber vitni við jafn
þokukennt fyrirtæki og North
Venture, stafi af svartsýni
manna í þessa átt. Það kann
líka að vera, að menn sjái
tromp á hendi með þessu í
væntanlegum samningum við
Evrópubandalagið. Það getur
haft einhverja þýðingu að
tengjast því beint með taug.
Hitt er Ijóst, að margir
hrukku við þegar einn
sendimanna North Venture
gat þess í sjónvarpsviðtali,að
við Islendingargætum a.m.k.
seinkað áformum Breta um
byggingu endurvinnslustöðvar-
innar við Dounreay með því
að vera samningaliprir á
þessu sviði.
Það vakti athygli í þessu
sambandi, að getið var um
Villinganesvirkjun sem einn
af valkostum sem í hendi
væru varðandi virkjanir. Satt
best að segja voru flestir
þeirrar skoðunar, að búið
væri að afskrifa þann
möguleika með öllu, því á
Orkustofnun hefur einkum
verið litið til svokallaðrar
„Hauksvirkjunar” sem senni-
legasta möguleikans hér á
okkar svæði. Sú virkjun gerir
ráð fyrir afar stórri jarðvegs-
stíflu í Austari-Jökulsá skammt
norðan Geldingsár, og viða-
miklu skurðakerfi á Hofs-
afrétt sem safnaði saman
nálægt Stafnsvötnum mest'i
því vatni sem til norðurs fellur
og færi síðan um jarðgöng
niður í Giljamúla og yrði
stöðvarhúsið inni í honum,
en vatninu síðan veitt í
Hofsá. Nú má auðvitað sjá,
að hvorki útilokar þetta
Villinganesvirkjun, né hún
þessa. Aftur á móti koma
náttúruvemdarsjónarmið mun
meira inn í myndina hvað
Villinganesvirkjun varðar, og má
ætla að menn stefni nú orðiðekki
í styrjaldir á því sviði að
ástasðulausu.
Hvað sem öllu þessu líður er
Ijóst, að brýnt er að fólk velti
þessum málum íesingalaust fyrir
sér og taki afstöðu til þeirra.
Vafalaust verða þau ofarlega á
baugi í stjómmálalífi okkar á
næstu árum.
GÞG
Knattspyrna:
Eyjólfur fékk tilboð
frá Völsungi
næsta sumar. Tilboð Völsungs
var nokkuð gott, í því fólst
húsnæði, atvinna, afnot af
bíl, auk annarra fríðinda.
Þeir Völsungar hafa leitað
grimmt eftir sóknarleikmanni
fyrir næsta sumar og var
Eyjólfur sá fyrsti sem sam-
band var haft við.
Húsvíkingar gáfu Eyjólfi
tvær vikur til umhugsunar og
nýtti hann þær vikur vandlega.
Eftir góða umhugsun tók
Eyjólfur þá ákvörðun að
hafna tilboði Völsungs. I
samtali við blaðamann Feykis
sagði Eyjólfur ástæðuna fyrir
því af hverju hann hafnaði
tilboðinu vera þá að hann
ætlaði að leika með Tindastóli
áfram, sérstaklega af því að
liðinu tókst að komast í 2.
deild síðasta keppnistímabil
og leikur þar næsta sumar.
,,Eg tel mig hafa tekið
skynsamlega ákvörðun, maður
er það ungur að ekki er
tímabært að fara að skipta
um lið í bráð” sagði Eyjólfur
að lokum.
Eyjólfur Sverrisson leik-
maður Tindastóls í knatt-
spyrnu og körfuknattleik
fékk á dögunum tilboð frá
Völsungi á Húsavík um að
leika með þeim í 1. deild
íslandsmótsins í knattspyrnu
Sauðárkrókur:
Kviknar í Bakaríínu
Seinnipartinn á mánudaginn
kviknaði í út frá rafmagns-
töflu í Bakaríi Sauðárkróks.
Austur-Húnavatnssýsla:
Aðventuhátíð í Húnaveri
Síðastliðinn sunnudag var
haldin aðventuhátíð í Húna-
veri. Það voru Bergstaða-
sókn, Holtastaðasókn og
Bólstaðarhliðarsókn sem stóðu
að hátíðinni. Séra Ægir
Sigurgeirsson sóknarprestur
á Skagaströnd stjórnaði
hátíðinni. Sameiginlegur kór
sóknanna söng undir stjórn
Jóns Tryggvasonar í Ártúnum.
Þrjú ungmenni léku á
hljóðfæri og lesin var upp
saga og Ijóð. Almennur
söngur safnaðarfólks var í
lokin. Að aðventuhátíðinni
lokinni var drukkið kaffi.
Aðventuhátíðin var vel sótt
og tókst í alla staði mjög vel.
Að sögn Óuars Bjarnasonar
bakarameistara og eiganda
bakarísins skíðlogaði taflan
er að var komið. Brugðust
menn skjótt við og náðu i
slökkvitæki. Vel gekk aó
ráða niðurlögum eldsins.
,,Þetta er talsvert tjón’
sagði Óttar. ,,Ég þarí að
henda öllum þeim vörum
sem ég átti óinnpökkuðum en
það er talsvert magn af
brauði og kökum svo og
mjöli og hveiti. Þetta er tjón
upp á nokkur hundruð
þúsund”. Starfsemi bakarísins
lá niðri seinnipartinn á
mánudag en á þriðju-
dag var aftur byrjað að
baka á fullu.