Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 42/1987
Mislitt mannlíf
Hjalti Pálsson:
Guðmundur L. Friðfinns-
son bóndi og rithöfundur á
Egilsá í Skagafirði gaf út sína
fyrstu bók árið 1950, unglinga-
söguna Bjössa á Tréstöðum.
Síðan hefur Guðmundur
sýnt af sér óvenjulega
fjölhæfni á ritvellinum, reynt
fyrir sér á flestum sviðum
bókmennta og hvarvetna
staðið fyrir sínu. Frá hans
hendi hafa komið allmargar
skáldsögur, einnig smásögur,
leikrit, ljóð, ævisaga, heimilda-
þættir og þjóðlegur fróðleikur.
Guðmundur sendir nú enn
frá sér nýja skáldsögu, er
hann nefnir Mislitt mannlíf.
Þótt höfundur sé orðinn 82
ára að aldri er síður en svo að
finna megi nokkur elliglöp á
þessari sögu. Þvert á móti
virðist höfundur sjaldan hafa
beitt penna sínum af meiri
hæfni og fágun og mun hann
áreiðanlega koma lesendum
sínum á óvart. Það er
vissulega fátítt að menn skrifi
sín bestu verk um áttrætt, en
ég er illa svikinn ef þessi saga
verður ekki síðar meir talin
eitthvert hans snjallasta skáld-
verk.
Flestar sögur Guðmundar
fjalla um sveitalífið enda
gjörþekkir hann viðfangs-
efnið. Hér kveður hins vegar
við nýjan tón, en höfundurer
einnig þar á heimavelli því
hann rak, ásamt konu sinni,
stórt barnaheimili í fjölda-
mörg sumur og hefur m.a. á
þann hátt kynnst mislitu
mannlífi.
Sagan fjallar um ungan
dreng í borg. Foreldrar hans
eru að skilja og drengurinn
skynjar andrúmsloftið á
heimilinu. Eitthvað er að og
hann fyllist smám saman
óöryggi. Þegar faðirinn hverfur
að heiman fyrir fullt og allt
verður drengurinn fyrir miklu
áfalli, hann gerist innhverfur
og forðast samneyti við
leikfélaga sína. Sagan er öll
eins konar kmfning höfundar
á sálarlífi þessa drengs,
samskiptum hans við móður
sína og umhverfið. Kveðjuorð
föðurins „karlmenn eiga að
vera hraustir” ganga í
gegnum alla frásögnina og
valda sífelldri togstreitu í
hugarheimi drengsins. Hann
byggir sig upp í þrjósku og
þverúð gagnvart öllum, en er
á hinn bóginn dálítið lítill í
sér og langar að hverfa til
móður sinnar á stundum eins
og þegar hann varlítill ogallt
var gott.
Þegar atvikin haga því svo
að hann er næstum orðinn
fyrir bíl og er ekið heim af
lögreglunni verður hann fyrir
stríðni krakkanna. Þessi
áreitni magnast svo enn
þegar drengurinn kveikir í
óviljandi, eftir að hafa
komist í áfengi og sígarettur
heim hjá sér.
Þegar ókunnur karlmaður
fer að venja komu sínar á
heimilið og reynir jafnframt
með gjöfum að vingast við
drenginn snýst hann öndverð-
ur við. Honum finnst lífið
óbærilegt og hann leiðist út í
slæman félagsskap. Nauðugur
viljugur slæst hann í hóp
drengja sem kalla sig skæru-
liðana, leggja stund á
vopnaburð og fleiri vafasama
leiki. Hann veit að þetta er
rangt og hann verður oft fyrir
hörkulegu ofbeldi frá þessum
drengjum, en þorir ekki að
slíta sig frá hópnum - og
hvert á hann svosem að fara?
Loks er hann neyddur til
að ræna blindan mann á
götu. Sú tilraun mistekst, en
nú er mælirinn senn fullur.
Eftir skipbrot í skólanum og
sífellt meiri einangrun er
drengnum ráðstafað á bama-
heimili í sveit.
I sveitinni er flest öðruvísi
en hann hefur vanist. Hann
hefur t.d. aldrei drukkið
mjólk úr belju, bara úr
búðinni. Samt virðist þetta
ætla að geta gengið, þangað
til gamlir draugar fortíðar-
innar eru vaktir upp. Drengur-
inn strýkur, ætlar heim, en
lendir uppi á fjalli, og enn á
ný gefur höfundur innsýn í
hugarangur drengsins.
Sagan fær óræðan endi.
Drengurinn er kominn til
byggða úrvinda eftir nætur-
langa útilegu á fjallinu.
„Heimurinn er allt í einu
góður og býður upp á hvíld”.
En hver verður framtíðin?
Lesendum er látið eftir að
svara því.
Messur um jól og áramót
Séra Vigfús Þór Ámason
aftansöngur aðfangadag kl. 18.00
... hátíðarmessa jóladag kl. 14.00
hátíðarmessa gamlársdag kl. 15.00
hátíðarmessa gamlársdag kl. 18.00
. hátíðarmessa nýársdag kl. 14.00
r
Séra Sigurpáll Oskarsson
Siglufjarðarkirkja ....
Siglufjarðarkirkja ....
Sjúkrahúsið á Siglufirði
Siglufjarðarkirkja ....
Sjúkrahúsið á Siglufirði
Séra Ægir Sigurgeirsson
Hólaneskirkja .....................hátíðarmessa jóladag kl.
Hofskirkja ........................hátíðarmessa jóladag kl.
Höskuldsstaðakirkja ........hátíðarmessa annan jóladag kl.
Holtastaðakirkja ...........hátíðarmessa annan jóladag kl.
Bergstaðakirkja ............ hátíðarmessa þriðja jóladag kl.
Bólstaðarhlíðarkirkja ...... hátíðarmessa þriðja jóladag kl.
Hólaneskirkja ................. aftansöngur gamlársdag kl.
Hofsóskirkja .................. aftansöngur aðfangadag kl. 18.00
Hofsóskirkja .................. hátíðarmessa nýársdag kl. 16.00
Hofskirkja ........................hátíðarmessa jóladag kl. 13.00
Fellskirkja .......................hátíðarmessa jóladag kl. 15.00
Séra Sigurður Guðmundsson biskup
Rípurkirkja .......................hátíðarmessa jóladag kl. 14.00
Hóladómkirkja ..............hátíðarmessa annan jóladag kl. 14.00
Viðvíkurkirkja............. hátíðarmessa þriðja jóladag kl. 14.00
Séra Dalla Þórðardóttir
Silfrastaðakirkja ...............hátíðarmessa jóladag kl. 14.00
Flugumýrarkirkja ...........hátíðarmessa annan jóladag kl. 14.00
Miklabæjarkirkja ...........hátíðarmessa annan jóladag kl. 17.00
r
Séra Ami Sigurðsson
Héraðshælið Blönduósi ......... aftansöngur aðfangadag kl.
Blönduóskirkja ................ aftansöngur aðfangadag kl.
Blönduóskirkja .......... barna og skírnarmessa jóladag kl.
Undirfellskirkja .................hátíðarmessa jóladag kl.
Þingeyrarkirkja ..................hátíðarmessa jóladag kl.
Auðkúlukirkja...............hátíðarmessa annan jóladag kl.
Svínavatnskirkja ...........hátíðarmessa annan jóladag kl.
Blönduóskirkja ................ aftansöngur gamlársdag kl.
Séra Róbert Jack
14.00
16.00
14.00
16.00
14.00
16.00
17.00
16.00
18.00
11.00
14.00
16.30
14.00
16.00
18.00
r
Séra Olafur Hallgrímsson
Reykjakirkja ......................hátíðarmessa jóladag kl. 14.00
Goðdalakirkja .....................hátíðarmessa jóladag kl. 16.00
Mælifellskirkja ................... hátíðarmessa nýársdag kl. 14.00
Víðidalstungukirkja ................hátíðarmessa jóladag kl. 14.00
Vesturhópskirkja ............hátíðarmessa annan jóladag kl. 14.00
Tjarnarkirkja................hátíðarmessa annan jóladag kl. 16.30
Vegna fólksfæðar í Breiðabólstaðarkirkjusókn er sóknarbörnum þar
beint til hátíðarmessu í Víðidalstungukirkju.
Séra Gísli Gunnarsson
Séra Guðni Þór Ólafsson
Glaumbæjarkirkja ............. aftansöngur aðfangadag kl. 21.00
Glaumbæjarkirkja ............. hátíðarmessa gamlársdag kl. 16.00
Barðskirkja .....................hátíðarmessa jóladag kl. 13.00
Reynistaðarkirkja .........hátíðarmessa annan jóladag kl. 14.00
Séra Hjálmar Jónsson
Sauðárkrókskirkja ............ aftansöngur aðfangadag kl. 18.00
Sauðárkrókskirkja ...............hátíðarmessa jóladag kl. 14.00
Sauðárkrókskirkja ..........skírnarmessa annan jóladag kl. 11.00
Sjúkrahús Skagfirðinga ....hátíðarmessa annan jóladag kl. 16.10
Ketu/Hvammskirkja ......... hátíðarmessa þriðja jóladag kl. 14.00
Sauðárkrókskirkja ............ hátíðarmessa gamlársdag kl. 18.00
Sauðárkrókskirkja ............ hátíðarmessa nýársdag kl. 17.00
Hvammstangakirkja............. aftansöngur aðfangadag kl. 18.00
Hvammstangakirkja............. hátíðarmessa jólanótt kl. 23.30
Hvammstangakirkja.......... hátíðarmessa gamlársdag kl. 18.00
Sjúkrahúsið Hvammstanga guðsþjónusta sunnud. 27. des. kl. 14.00
Melstaðarkirkja.................hátíðarmessa jóladag kl. 14.00
Staðarbakkakirkja ............ hátíðarmessa nýársdag kl. 14.00
Séra Bjarni Th. Rögnvaldsson
Prestbakkakirkja ..................hátíðarmessa jóladag kl. 14.00
Staðarkirkja..................hátíðarmessa annan jóladag kl. 14.00
Ospakseyrarkirkja ... hátíðarmessa sunnudaginn 27. des. kl. 14.00