Feykir


Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 11

Feykir - 16.12.1987, Blaðsíða 11
42/1987 FEYKIR 11 Hvað er til ráða Það hafa verið heldur óskemmtilegar fréttir að undanförnu um skemmdar- fýsn, útivist og skemmtanir unglinga hér í bæ. Unglingar hafa þörf fyrir að koma saman, ræða saman, sýna sig og sjá aðra. Margir hafa haft stór orð um framkomu unglinganna og vissulega er hörmulegt til þess að vita að saklaus kvöldganga breytist í óspektir. Reyndar gerist það enn og aftur að heilir aldurshópar eru fordæmdir sem „glötuð æska á villigötum” vegna athafna örfárra einstaklinga. Að sjálfsögðu líta menn alvarlega á þessa atburði sem gerst hafa hér síðustu helgar. Eitt er víst, ekki er ástæða til að gera úlfalda úr mýflugu. Vissulega er það alvarlegt þegar skemmdar eru eigur borgaranna en þetta er mjög þröngur og fámennur hópur sem það stundar. Verum minnug þess að hér í bænum er tápmikil æska að vaxa úr grasi og hún hefur sýnt það og sannað að hún gefur jafnöldrum sínum ekkert eftir að atgervi. Frammistaða unglinga bæjarins í hinum ýmsu íþróttagreinum sannar það, svo og fram- koma þeirra þegar þeir eru á ferðalögum, t.d. skólaferða- lögum. Á Sauðárkróki hefur verið reynt að halda uppi ýmiss konar unglingastarfi og má til dæmis nefna félagsstarf nemenda í Grunnskólunum, Umf. Tindastóli, Skátafélaginu og æskulýðsstarf kirkjunnar. Það er ábyrgðarhluti að halda uppi unglingastarfi og ekki alltaf dans á rósum fyrir þá sem þar vinna því hinir fullorðnu eru æði oft tilbúnir til að gagnrýna og finna að, án þess þó að benda á hvernig betur mætti gera. Rætt hefur verið um hve útivistartími unglinga hér á Sauðárkróki er rúmur. Ekki getur nokkur maður varið fyrir sjálfum sér, eða öðrum, að börn megi vera úti langt fram á nætur, þó um helgar sé. Til þess að þessari útivist linni hjá unglingum þarf hugarfarsbreytingu. - hugar- farsbreytingu hjá hinum fullorðnu, foreldrunum. For- eldrar ættu að hugleiða í alvöru að koma í veg fyrir þessa löngu útivist. Mikil breyting hefur orðið á bænum á síðustu árum og fólksfjölgun hefur orðið veruleg. Við fögnum aukinni velsæld og gleðjumst yfir eflingu bæjarins, en við verðum einnig að geta tekist á við aukin verkefni sem því fylgir. Nauðsynlegt er að hafa íþrótta- og æskulýðsstarf öflugt og til þess að svo megi verða þarf að standa saman að því að beina unglingum að slíkri iðju. Hvort vel eða illa takist til getur skipt sköpum fyrir framtíð einstaklingsins. Að síðustu, dæmum ekki alla heildina út frá framkomu örfárra einstaklinga. Látum atburði síðustu helga, okkur að kenningu verða. Stöndum saman að því að gera bæinn okkar að góðu sam- félagi. Björn Sigurbjörnsson skólastjóri Grunnskóla Sauðárkróks efra stig. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Jóns Sigtryggs Sigfússonar Ketu, Skógargötu 26, Sauðárkróki Guttormur A. Jónsson, Björn Jónsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Lissý Jónsdóttir, Anna Jónsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Viðar Jónsson, Hrefna Einarsdóttir, Elísa Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Sigmundsson, Jósep Þóroddsson, Stefán Vagnsson, Steinunn Egilsdóttir, harnabörn og barnabarnabörn. Stærsta minkabú í kjördæminu hefur verið að rísa hjá Jóni Sigurðssyni á Mel í Staðarhreppi Skagafirði. Mikíl fjölgun minkabænda Mjög mikill áhugi er nú fyrir minkabúskap á Norður- landi vestra. Á þessu ári hefur verið unnið að byggingu minkaskála á þrjátíu heimilum í kjördæminu og einnig er verið að breyta eldri útihúsum til notkunar við loðdýrarækt á nokkrum jörðum. I samtali við Hjördísi Gísladóttur ráðunaut Húnvetninga og Skagfirðinga í loðdýrarækt kom fram að ásettar minka- læður síðasta ár voru um 5500 en fjölgar að öllum líkindum um liðlega 600 í haust. Ekki liggur enn fyrir hvað fæst mikið af lífdýrum á þessu svæði en ljóst er að all verulegan fjölda þarf að kaupa að og líta menn einkum til Eyjafjarðar í því sambandi. Ástæður þessarar miklu fjölgunar og bjartsýni á minkabúskapinn hvað Hjördísi vera margvíslegar. Niðurskurður vegna riðuveiki, ungt fólk sem vildi búa á jörðum ásamt foreldrum en framleiðsluréttur væri of lítill fyrir tvær fjölskyldur og einnig væru talsvert margir sem hyggðust stunda þennan búskap með þeim hefðbundna að minnsta kosti fyrst um sinn. Að sögn Hjördísar er algengast að menn byggi yfir um 300 minkalæður í byrjun, slík hús eru um 700 fermetrar að stærð. Hinsvegar væri sú bústærð sem talin er nauðsynleg ef fjölskylda ætlaði að lifa eingöngu af minkabúskapnum 7-800 læður. Það væri þó nauðsynlegt fyrir fólk að spenna bogann ekki of hátt í byrjun meðan það er að kynnast þessari búgrein, auk þess sem alltaf mætti búast við talsverðri verðsveiflu á skinnum og þar af leiðandi nokkurri óvissu um afkomuna frá ári til árs. SAMVINNUBÓKIN Ársávöxtun Samvinnubókar er nú 38.65% Samvinnubókin Hagstæð ávöxtun í heimabyggð Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.